Afhúðun EES-reglna – spurning um pólitíska forystu Ólafur Stephensen skrifar 25. janúar 2024 17:00 Skýrsla, sem Margrét Einarsdóttir lagaprófessor hefur unnið fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og kynnt var í morgun, sýnir svo ekki verður um villzt að svokölluð gullhúðun EES-reglna er útbreitt vandamál í stjórnkerfinu. Gullhúðun felst í því að við samningu frumvarpa sem innleiða EES-reglur í íslenzkan rétt, er bætt við heimasmíðuðum reglum, sem yfirleitt eru íþyngjandi fyrir fólk og fyrirtæki. Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður átti frumkvæðið að þessari vinnu. Margrét kemst að þeirri niðurstöðu að á málefnasviði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins hafi EES-innleiðingarfrumvörp verið gullhúðuð í 40% tilvika á tímabilinu 2010-2022. Síðustu fjögur ár þessa tímabils var hlutfallið 50%. Með öðrum orðum var íþyngjandi reglum bætt ofan á EES-reglurnar í öðru hverju frumvarpi. Fjórþættar afleiðingar fyrir atvinnulífið Fyrir íslenzkt atvinnulíf býr þetta til fjórþættan vanda. Í fyrsta lagi búa fyrirtæki við flóknara, þyngra og dýrara regluverk en þau þyrftu að gera. Í öðru lagi er regluverkið iðulega meira íþyngjandi en í öðrum EES-ríkjum, sem skaðar hlutfallslega samkeppnisstöðu íslenzkra fyrirtækja. Í þriðja lagi eru frumvörp líklegri til að lenda í pólitísku þrasi ef þau innihalda ekki eingöngu ákvæði til innleiðingar EES-reglna. Þá tefst innleiðing reglnanna og þar með hallar á rétt fyrirtækja, sem eiga mikið undir því að sömu reglur gildi á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Í fjórða lagi grafa þessi vinnubrögð undan trausti á EES-samningnum, sem er mikilvægasti milliríkjasamningur sem Ísland hefur gert, út frá hagsmunum atvinnulífsins. Embættismenn fara ekki eftir reglunum Félag atvinnurekenda hefur látið gullhúðunartilhneigingu embættismanna til sín taka um árabil. Árið 2017 gerði utanríkisráðuneytið tillögu félagsins að sinni, um að innleiða EES-reglur þannig að þær yrðu minna íþyngjandi fyrir íslenska hagsmunaaðila. Komið yrði upp verklagi þar sem tilgreint yrði í greinargerðum með frumvörpum til innleiðingar EES-reglna hvaða ákvæði vörðuðu reglurnar beinlínis, hvaða ákvæði gengju lengra en þær kvæðu á um og þá af hvaða ástæðum og hvaða svigrúm væri til að haga innleiðingu þannig að hún verði minna íþyngjandi. Félagið benti stjórnvöldum einnig á að ein skilvirkasta leiðin til að laga „innleiðingarhallann“ svokallaða, þ.e. seinagang við innleiðingu EES-reglna, væri að hafa innleiðingarfrumvörpin hrein innleiðingarfrumvörp, þannig að öðrum reglum sem embættismönnum þættu sniðugar væri ekki hrært saman við þau. Báðar þessar áherzlur rötuðu inn í verklagsreglur um þinglega meðferð EES-mála sem voru endurskoðaðar 2018, svo og inn í reglur sem ríkisstjórnin hefur sett sjálfri sér um undirbúning stjórnarfrumvarpa, en þær voru síðast endurnýjaðar fyrir tæpu ári. Það voru að sjálfsögðu jákvæð skref og Margrét Einarsdóttir komst að því að eftir að fyrrnefndu reglurnar voru settar hefði hreinum innleiðingarfrumvörpum fjölgað. Vandamálið er ekki skortur á reglum, frekar að embættismenn fara oft og iðulega ekki eftir þeim. Margrét Einarsdóttir orðaði það þannig í kynningu skýrslunnar í morgun að oft væri erfitt að átta sig á því við lestur lagafrumvarpa að um gullhúðun Evrópureglna væri að ræða og rökstuðningurinn fyrir viðbótarreglunum væri iðulega takmarkaður. Gera þyrfti breytingar á verklagi sem gerðu að verkum að alþingismenn og hagsmunaaðilar væru upplýstir og ættu auðvelt með að átta sig á hvort verið væri að bæta við Evrópureglurnar. Ráðherrar bera ábyrgðina Þetta er gott og blessað, en það þarf að ganga lengra. Að stöðva gullhúðunina krefst pólitískrar forystu; að ráðherrar segi skýrt við starfsmenn í ráðuneytum sínum og undirstofnunum þeirra, sem koma að samningu innleiðingarfrumvarpa, að gullhúðun sé einfaldlega ekki í boði – og að ef ekki sé farið eftir reglunum hafi það afleiðingar. Svo virðist sem stjórnvöld séu nú loksins farin að hlusta á umkvartanir atvinnulífsins yfir því að embættismenn hafi fengið að ganga lausir og setja alls konar þarflausar reglur undir yfirskini EES-innleiðingar. FA fagnar sérstaklega yfirlýsingum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að hann hyggist „afhúða“ regluverk, þ.e. færa reglur, sem hafa verið settar, að upphaflegu EES-reglunum og afnema hinar séríslenzku viðbætur. Ráðherrann ætlar að byrja á reglum um umhverfismat, sem er fagnaðarefni enda eru þær orðnar alltof þungar í vöfum. Þá er ástæða til að fagna því að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hafi skipað starfshóp um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglna. Með öðrum orðum: Áform um breytt verklag eru góð, en ráðherrarnir mega ekki gleyma að embættismennirnir hafa fengið að ganga lausir á þeirra ábyrgð og í þeirra umboði. Það er þeirra að taka í taumana, stoppa gullhúðunina og leggja skýrar línur um að nú skuli einfalda alltof flókið regluverk. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Sjá meira
Skýrsla, sem Margrét Einarsdóttir lagaprófessor hefur unnið fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og kynnt var í morgun, sýnir svo ekki verður um villzt að svokölluð gullhúðun EES-reglna er útbreitt vandamál í stjórnkerfinu. Gullhúðun felst í því að við samningu frumvarpa sem innleiða EES-reglur í íslenzkan rétt, er bætt við heimasmíðuðum reglum, sem yfirleitt eru íþyngjandi fyrir fólk og fyrirtæki. Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður átti frumkvæðið að þessari vinnu. Margrét kemst að þeirri niðurstöðu að á málefnasviði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins hafi EES-innleiðingarfrumvörp verið gullhúðuð í 40% tilvika á tímabilinu 2010-2022. Síðustu fjögur ár þessa tímabils var hlutfallið 50%. Með öðrum orðum var íþyngjandi reglum bætt ofan á EES-reglurnar í öðru hverju frumvarpi. Fjórþættar afleiðingar fyrir atvinnulífið Fyrir íslenzkt atvinnulíf býr þetta til fjórþættan vanda. Í fyrsta lagi búa fyrirtæki við flóknara, þyngra og dýrara regluverk en þau þyrftu að gera. Í öðru lagi er regluverkið iðulega meira íþyngjandi en í öðrum EES-ríkjum, sem skaðar hlutfallslega samkeppnisstöðu íslenzkra fyrirtækja. Í þriðja lagi eru frumvörp líklegri til að lenda í pólitísku þrasi ef þau innihalda ekki eingöngu ákvæði til innleiðingar EES-reglna. Þá tefst innleiðing reglnanna og þar með hallar á rétt fyrirtækja, sem eiga mikið undir því að sömu reglur gildi á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Í fjórða lagi grafa þessi vinnubrögð undan trausti á EES-samningnum, sem er mikilvægasti milliríkjasamningur sem Ísland hefur gert, út frá hagsmunum atvinnulífsins. Embættismenn fara ekki eftir reglunum Félag atvinnurekenda hefur látið gullhúðunartilhneigingu embættismanna til sín taka um árabil. Árið 2017 gerði utanríkisráðuneytið tillögu félagsins að sinni, um að innleiða EES-reglur þannig að þær yrðu minna íþyngjandi fyrir íslenska hagsmunaaðila. Komið yrði upp verklagi þar sem tilgreint yrði í greinargerðum með frumvörpum til innleiðingar EES-reglna hvaða ákvæði vörðuðu reglurnar beinlínis, hvaða ákvæði gengju lengra en þær kvæðu á um og þá af hvaða ástæðum og hvaða svigrúm væri til að haga innleiðingu þannig að hún verði minna íþyngjandi. Félagið benti stjórnvöldum einnig á að ein skilvirkasta leiðin til að laga „innleiðingarhallann“ svokallaða, þ.e. seinagang við innleiðingu EES-reglna, væri að hafa innleiðingarfrumvörpin hrein innleiðingarfrumvörp, þannig að öðrum reglum sem embættismönnum þættu sniðugar væri ekki hrært saman við þau. Báðar þessar áherzlur rötuðu inn í verklagsreglur um þinglega meðferð EES-mála sem voru endurskoðaðar 2018, svo og inn í reglur sem ríkisstjórnin hefur sett sjálfri sér um undirbúning stjórnarfrumvarpa, en þær voru síðast endurnýjaðar fyrir tæpu ári. Það voru að sjálfsögðu jákvæð skref og Margrét Einarsdóttir komst að því að eftir að fyrrnefndu reglurnar voru settar hefði hreinum innleiðingarfrumvörpum fjölgað. Vandamálið er ekki skortur á reglum, frekar að embættismenn fara oft og iðulega ekki eftir þeim. Margrét Einarsdóttir orðaði það þannig í kynningu skýrslunnar í morgun að oft væri erfitt að átta sig á því við lestur lagafrumvarpa að um gullhúðun Evrópureglna væri að ræða og rökstuðningurinn fyrir viðbótarreglunum væri iðulega takmarkaður. Gera þyrfti breytingar á verklagi sem gerðu að verkum að alþingismenn og hagsmunaaðilar væru upplýstir og ættu auðvelt með að átta sig á hvort verið væri að bæta við Evrópureglurnar. Ráðherrar bera ábyrgðina Þetta er gott og blessað, en það þarf að ganga lengra. Að stöðva gullhúðunina krefst pólitískrar forystu; að ráðherrar segi skýrt við starfsmenn í ráðuneytum sínum og undirstofnunum þeirra, sem koma að samningu innleiðingarfrumvarpa, að gullhúðun sé einfaldlega ekki í boði – og að ef ekki sé farið eftir reglunum hafi það afleiðingar. Svo virðist sem stjórnvöld séu nú loksins farin að hlusta á umkvartanir atvinnulífsins yfir því að embættismenn hafi fengið að ganga lausir og setja alls konar þarflausar reglur undir yfirskini EES-innleiðingar. FA fagnar sérstaklega yfirlýsingum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að hann hyggist „afhúða“ regluverk, þ.e. færa reglur, sem hafa verið settar, að upphaflegu EES-reglunum og afnema hinar séríslenzku viðbætur. Ráðherrann ætlar að byrja á reglum um umhverfismat, sem er fagnaðarefni enda eru þær orðnar alltof þungar í vöfum. Þá er ástæða til að fagna því að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hafi skipað starfshóp um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglna. Með öðrum orðum: Áform um breytt verklag eru góð, en ráðherrarnir mega ekki gleyma að embættismennirnir hafa fengið að ganga lausir á þeirra ábyrgð og í þeirra umboði. Það er þeirra að taka í taumana, stoppa gullhúðunina og leggja skýrar línur um að nú skuli einfalda alltof flókið regluverk. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun