Fegurðin við vörn Valsliðsins á móti Remy Martin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2024 16:20 Remy Martin komst lítið áleiðis á móti Valsvörninni. Vísir/Hulda Margrét Remy Martin hefur farið á kostum með Keflavíkurliðinu í vetur en hann lenti á vegg í síðasta leik. Vegg af vakandi Valsmönnum. Subway Körfuboltakvöld tók fyrir varnarleik Valsmanna í síðasta þætti sínum en það er einkum hann sem skilar Hliðarendaliðinu í efsta sæti Subway deildarinnar eftir fjórtán umferðir. Valsliðið átti ekki í miklum vandræðum í 23 stiga sigri á Keflavík þar sem gestirnir úr Keflavík voru í miklum vandræðum fram eftir leik. „Við ætlum að skoða frábæran varnarleik Valsmanna gegn Keflvíkingum en þeir ná upp mjög miklu forskoti,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Ég sá bara Valsvörnina upp á sitt besta. Það er greinilega mikil áhersla lögð á það að stoppa Remy Martin. Það eru bara þrír leikmenn sem bíða eftir honum,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Keflavík náði ekki að finna út úr þessu og Valsmenn voru að treysta á það að Remy myndi ekki gefa réttu sendinguna. Hann náði að gera það nokkrum sinnum en ekki alltaf,“ sagði Helgi. Klippa: Körfuboltakvöld: Vörn Valsmanna á móti Remy Martin Þeir fóru yfir nokkrar klippur með því hvernig Valsliðið dekkaði Martin í leiknum. „Þetta er lýjandi fyrir Remy en fegurðin við þetta er að það er eins og það sé strengur á milli þeirra. Þetta er einhver teygja og þegar einn hreyfir sig þá er veika hliðin að hreyfa sig. Þeir hreyfast í takti og allir tilbúnir. Um leið og Remy lyftir boltanum og er að fara að gefa hann þá fara allir út aftur. Þetta er bara gullfalleg vörn en að sama skapi á Keflavík að geta fundið lausn við þessu,“ sagði Helgi. Hann segir að Valsmenn hafi mögulega fundið lausnina á móti einum hættulegasta sóknarmanni deildarinnar. „Svona eiga liðin eftir að spila á móti Remy. Þau eiga eftir að neyða hann í það að taka réttar ákvarðanir, aftur og aftur og aftur. Lykillinn að góðri vörn á móti Keflavík er síðan að nógu agaður þegar hinir eru að hitta líka,“ sagði Helgi. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan. Næsti leikur Valsmanna er á móti Tindastól í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsendingin klukkan 19.05. Subway-deild karla Valur Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld tók fyrir varnarleik Valsmanna í síðasta þætti sínum en það er einkum hann sem skilar Hliðarendaliðinu í efsta sæti Subway deildarinnar eftir fjórtán umferðir. Valsliðið átti ekki í miklum vandræðum í 23 stiga sigri á Keflavík þar sem gestirnir úr Keflavík voru í miklum vandræðum fram eftir leik. „Við ætlum að skoða frábæran varnarleik Valsmanna gegn Keflvíkingum en þeir ná upp mjög miklu forskoti,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Ég sá bara Valsvörnina upp á sitt besta. Það er greinilega mikil áhersla lögð á það að stoppa Remy Martin. Það eru bara þrír leikmenn sem bíða eftir honum,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Keflavík náði ekki að finna út úr þessu og Valsmenn voru að treysta á það að Remy myndi ekki gefa réttu sendinguna. Hann náði að gera það nokkrum sinnum en ekki alltaf,“ sagði Helgi. Klippa: Körfuboltakvöld: Vörn Valsmanna á móti Remy Martin Þeir fóru yfir nokkrar klippur með því hvernig Valsliðið dekkaði Martin í leiknum. „Þetta er lýjandi fyrir Remy en fegurðin við þetta er að það er eins og það sé strengur á milli þeirra. Þetta er einhver teygja og þegar einn hreyfir sig þá er veika hliðin að hreyfa sig. Þeir hreyfast í takti og allir tilbúnir. Um leið og Remy lyftir boltanum og er að fara að gefa hann þá fara allir út aftur. Þetta er bara gullfalleg vörn en að sama skapi á Keflavík að geta fundið lausn við þessu,“ sagði Helgi. Hann segir að Valsmenn hafi mögulega fundið lausnina á móti einum hættulegasta sóknarmanni deildarinnar. „Svona eiga liðin eftir að spila á móti Remy. Þau eiga eftir að neyða hann í það að taka réttar ákvarðanir, aftur og aftur og aftur. Lykillinn að góðri vörn á móti Keflavík er síðan að nógu agaður þegar hinir eru að hitta líka,“ sagði Helgi. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan. Næsti leikur Valsmanna er á móti Tindastól í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsendingin klukkan 19.05.
Subway-deild karla Valur Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira