Enn óráðið með förgunargjald í Grindavík Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. janúar 2024 13:00 Altjón hefur verið metið í 23 húsum í Grindavík. Eigendur húsanna fá hins vegar ekki fullnaðarbætur því hluti þeirra er tekin til hliðar vegna förgunargjalds. Vísir/Vilhelm Eigendur altjónshúsa í Grindavík fá aðeins hluta bóta greiddan því enn liggur ekki fyrir hvernig staðið verður að förgun og niðurrifi slíkra húsa. Enn á eftir að koma hita og rafmagni á tugi húsa í bænum. Veðurstofan birtir nýtt hættumat í dag. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur nú þegar metið að altjón hafi orðið í tuttugu og fimm eignum í Grindavík. Af þeim eru tuttugu og þrjú altjón á húsnæði og tvö á innbúi. Fleiri mál eru til skoðunar. Stofnunin hefur í framhaldinu lokið tjónamati á tuttugu og einu máli og eru tjónabætur í þeim samtals um einn komma tveir milljarða króna. Þetta kemur fram í svörum Náttúruhamfaratryggingar Íslands Fá ekki allar bæturnar Bæturnar í altjóni miðast við brunabótamat. Náttúruhamfaratrygging hefur hins vegar þurft að fresta útborgun þess hluta bóta sem ætlaður er til að standa straum af niðurrifi húseignanna þar sem enn ekki liggur fyrir hvernig staðið verður að förgun og niðurrifi þeirra. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun ákveður hversu hátt förgunargjald er hverju sinni en yfirleitt er það um tólf prósent. Alls er brunabótamat ríflega tólf hundruð fasteigna í Grindavík um 78.5 milljarða króna. Svör væntanleg Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að síðustu vikur hafi áhersla verið lögð á að bjarga verðmætum í Grindavík með því að tryggja að þar sé heitt vatn og rafmagn. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir svör væntanleg um það hvenær Grindvíkingar komist í bæinn að bjarga verðmætum. Vísir „Það er komið hiti og rafmagn á flest hús í Grindavík. Ég myndi skjóta á að það væru svona 50-60 hús sem væru í vinnslu hjá viðbragðsaðilum. Það eru helst hús sem liggja að höfninni í Grindavík,“ segir Úlfar. Bæjarfulltrúar Grindavíkur lögðu á fundi sínum í gær ríka áherslu á verðmætabjörgun hjá einstaklingum og fyrirtækjum í bænum eins fljótt og öryggi og aðstæður leyfi Úlfar segir að svör við því séu á næsta leiti. „Ég vona að það verði mjög fljótlega sem við getum svarað því hvenær íbúar geta komið og sótt eigur sínar í bænum. Það er mikil og vandasöm vinna sem er í gangi þannig að ég get ekki svarað því öðruvísi en því,“ segir hann Veðurstofan gefur út nýtt hættumat fyrir Grindavík í dag en það sem liggur nú fyrir rennur út klukkan þrjú. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur nú þegar metið að altjón hafi orðið í tuttugu og fimm eignum í Grindavík. Af þeim eru tuttugu og þrjú altjón á húsnæði og tvö á innbúi. Fleiri mál eru til skoðunar. Stofnunin hefur í framhaldinu lokið tjónamati á tuttugu og einu máli og eru tjónabætur í þeim samtals um einn komma tveir milljarða króna. Þetta kemur fram í svörum Náttúruhamfaratryggingar Íslands Fá ekki allar bæturnar Bæturnar í altjóni miðast við brunabótamat. Náttúruhamfaratrygging hefur hins vegar þurft að fresta útborgun þess hluta bóta sem ætlaður er til að standa straum af niðurrifi húseignanna þar sem enn ekki liggur fyrir hvernig staðið verður að förgun og niðurrifi þeirra. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun ákveður hversu hátt förgunargjald er hverju sinni en yfirleitt er það um tólf prósent. Alls er brunabótamat ríflega tólf hundruð fasteigna í Grindavík um 78.5 milljarða króna. Svör væntanleg Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að síðustu vikur hafi áhersla verið lögð á að bjarga verðmætum í Grindavík með því að tryggja að þar sé heitt vatn og rafmagn. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir svör væntanleg um það hvenær Grindvíkingar komist í bæinn að bjarga verðmætum. Vísir „Það er komið hiti og rafmagn á flest hús í Grindavík. Ég myndi skjóta á að það væru svona 50-60 hús sem væru í vinnslu hjá viðbragðsaðilum. Það eru helst hús sem liggja að höfninni í Grindavík,“ segir Úlfar. Bæjarfulltrúar Grindavíkur lögðu á fundi sínum í gær ríka áherslu á verðmætabjörgun hjá einstaklingum og fyrirtækjum í bænum eins fljótt og öryggi og aðstæður leyfi Úlfar segir að svör við því séu á næsta leiti. „Ég vona að það verði mjög fljótlega sem við getum svarað því hvenær íbúar geta komið og sótt eigur sínar í bænum. Það er mikil og vandasöm vinna sem er í gangi þannig að ég get ekki svarað því öðruvísi en því,“ segir hann Veðurstofan gefur út nýtt hættumat fyrir Grindavík í dag en það sem liggur nú fyrir rennur út klukkan þrjú.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira