Enn óráðið með förgunargjald í Grindavík Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. janúar 2024 13:00 Altjón hefur verið metið í 23 húsum í Grindavík. Eigendur húsanna fá hins vegar ekki fullnaðarbætur því hluti þeirra er tekin til hliðar vegna förgunargjalds. Vísir/Vilhelm Eigendur altjónshúsa í Grindavík fá aðeins hluta bóta greiddan því enn liggur ekki fyrir hvernig staðið verður að förgun og niðurrifi slíkra húsa. Enn á eftir að koma hita og rafmagni á tugi húsa í bænum. Veðurstofan birtir nýtt hættumat í dag. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur nú þegar metið að altjón hafi orðið í tuttugu og fimm eignum í Grindavík. Af þeim eru tuttugu og þrjú altjón á húsnæði og tvö á innbúi. Fleiri mál eru til skoðunar. Stofnunin hefur í framhaldinu lokið tjónamati á tuttugu og einu máli og eru tjónabætur í þeim samtals um einn komma tveir milljarða króna. Þetta kemur fram í svörum Náttúruhamfaratryggingar Íslands Fá ekki allar bæturnar Bæturnar í altjóni miðast við brunabótamat. Náttúruhamfaratrygging hefur hins vegar þurft að fresta útborgun þess hluta bóta sem ætlaður er til að standa straum af niðurrifi húseignanna þar sem enn ekki liggur fyrir hvernig staðið verður að förgun og niðurrifi þeirra. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun ákveður hversu hátt förgunargjald er hverju sinni en yfirleitt er það um tólf prósent. Alls er brunabótamat ríflega tólf hundruð fasteigna í Grindavík um 78.5 milljarða króna. Svör væntanleg Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að síðustu vikur hafi áhersla verið lögð á að bjarga verðmætum í Grindavík með því að tryggja að þar sé heitt vatn og rafmagn. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir svör væntanleg um það hvenær Grindvíkingar komist í bæinn að bjarga verðmætum. Vísir „Það er komið hiti og rafmagn á flest hús í Grindavík. Ég myndi skjóta á að það væru svona 50-60 hús sem væru í vinnslu hjá viðbragðsaðilum. Það eru helst hús sem liggja að höfninni í Grindavík,“ segir Úlfar. Bæjarfulltrúar Grindavíkur lögðu á fundi sínum í gær ríka áherslu á verðmætabjörgun hjá einstaklingum og fyrirtækjum í bænum eins fljótt og öryggi og aðstæður leyfi Úlfar segir að svör við því séu á næsta leiti. „Ég vona að það verði mjög fljótlega sem við getum svarað því hvenær íbúar geta komið og sótt eigur sínar í bænum. Það er mikil og vandasöm vinna sem er í gangi þannig að ég get ekki svarað því öðruvísi en því,“ segir hann Veðurstofan gefur út nýtt hættumat fyrir Grindavík í dag en það sem liggur nú fyrir rennur út klukkan þrjú. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Sjá meira
Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur nú þegar metið að altjón hafi orðið í tuttugu og fimm eignum í Grindavík. Af þeim eru tuttugu og þrjú altjón á húsnæði og tvö á innbúi. Fleiri mál eru til skoðunar. Stofnunin hefur í framhaldinu lokið tjónamati á tuttugu og einu máli og eru tjónabætur í þeim samtals um einn komma tveir milljarða króna. Þetta kemur fram í svörum Náttúruhamfaratryggingar Íslands Fá ekki allar bæturnar Bæturnar í altjóni miðast við brunabótamat. Náttúruhamfaratrygging hefur hins vegar þurft að fresta útborgun þess hluta bóta sem ætlaður er til að standa straum af niðurrifi húseignanna þar sem enn ekki liggur fyrir hvernig staðið verður að förgun og niðurrifi þeirra. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun ákveður hversu hátt förgunargjald er hverju sinni en yfirleitt er það um tólf prósent. Alls er brunabótamat ríflega tólf hundruð fasteigna í Grindavík um 78.5 milljarða króna. Svör væntanleg Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að síðustu vikur hafi áhersla verið lögð á að bjarga verðmætum í Grindavík með því að tryggja að þar sé heitt vatn og rafmagn. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir svör væntanleg um það hvenær Grindvíkingar komist í bæinn að bjarga verðmætum. Vísir „Það er komið hiti og rafmagn á flest hús í Grindavík. Ég myndi skjóta á að það væru svona 50-60 hús sem væru í vinnslu hjá viðbragðsaðilum. Það eru helst hús sem liggja að höfninni í Grindavík,“ segir Úlfar. Bæjarfulltrúar Grindavíkur lögðu á fundi sínum í gær ríka áherslu á verðmætabjörgun hjá einstaklingum og fyrirtækjum í bænum eins fljótt og öryggi og aðstæður leyfi Úlfar segir að svör við því séu á næsta leiti. „Ég vona að það verði mjög fljótlega sem við getum svarað því hvenær íbúar geta komið og sótt eigur sínar í bænum. Það er mikil og vandasöm vinna sem er í gangi þannig að ég get ekki svarað því öðruvísi en því,“ segir hann Veðurstofan gefur út nýtt hættumat fyrir Grindavík í dag en það sem liggur nú fyrir rennur út klukkan þrjú.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Sjá meira