Stöndum vörð um orkuöryggi Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar 18. janúar 2024 14:00 Mikil eftirspurn er eftir raforku hérlendis og nokkur ár eru í að Landsvirkjun taki í rekstur nýjar aflstöðvar. Margvísleg fyrirtæki sem krefjast þó nokkurrar orku hafa sýnt því áhuga að hefja starfsemi hérlendis en Landsvirkjun hefur þurft að vísa þeim á bug vegna þess að orkan er ekki til. Raforkunotkun heimila og minni fyrirtækja hefur einnig vaxið á undanförnum árum, ef litið er framhjá því tímabili þegar heimsfaraldur gekk yfir. Aukin raforkunotkun á undanförnum árum er m.a. vegna fólksfjölgunar, vaxtar samfélagsins og orkuskipta. Orkunotkun vegna orkuskipta útskýrir hluta af vextinum á undanförnum árum. Orkunotkunin tekur þó ekki stökkbreytingum á skömmum tíma en búast má við áframhaldandi stöðugum vexti. Landsvirkjun selur raforku til sölufyrirtækja sem selja hana áfram til heimila og minni fyrirtækja. Eftirspurnin á þeim markaði eftir raforku frá Landsvirkjun hefur aukist langt umfram vöxt í raunverulegri notkun heimila og minni fyrirtækja að undanförnu. Á milli áranna 2020 og 2023 jókst sala Landsvirkjunar einnig mikið á forgangsorku til annarra en stórnotenda, eða um 400 GWh. Þessi aukna sala Landsvirkjunar samsvarar allri aukinni raforkunotkun þessa notendahóps og rúmlega það. Landsvirkjun hefur sölu til heimila og minni fyrirtækja í forgangi. Kerfi Landsvirkjunar er nú fullnýtt og miklar takmarkanir eru á þeim skuldbindingum sem fyrirtækið getur undirgengist til viðbótar við núverandi skuldbindingar. Fyrirtækið ber ekki ábyrgð á orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja og hefur ekki gert í um tuttugu ár. Stjórnvöld bera þá ábyrgð og farsæl lausn verður að finnast. Orkuörygginu ógnað Greiningar bæði Landsnets og Landsvirkjunar benda til þess að eftirspurn eftir raforku vaxi enn frekar á næstu árum. Ný orkuvinnsla skilar hins vegar ekki aukinni orku inn á kerfið fyrr en eftir 3-4 ár. Þessi staða ógnar orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja á næstu misserum. Nýir stórnotendur mega ekki fá orku á kostnað heimila og minni fyrirtækja. Viðbúið er að einhverjir notendur fái ekki þá orku sem þeir sjá fyrir sér að nota. Kerfið okkar er einstakt í heiminum að því leyti að það er einangrað og ótengt og byggir á 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Við getum ekki flutt inn orku frá nálægu raforkukerfi og við getum ekki farið í raforkuvinnslu með jarðefnaeldsneyti þegar eftirspurn er mikil. Þetta tvennt er mögulegt í erlendum raforkukerfum. Rangt að orku sé sóað Þær raddir heyrast stundum að orku sé sóað í raforkuviðskiptum á Íslandi. Það er rangt og það er líka rangt að annars konar markaður með raforku sé einhver töfralausn sem kalli fram bætta orkunýtni eða finni nýja orku sem grípa megi til. Orku er eingöngu sóað ef notandinn nýtir ekki bestu mögulega tækni eða þegar kveikt er á tækjum sem ekki er þörf á hverju sinni. Það er að sjálfsögðu orkusóun þegar ljós eru látin loga í mannlausu herbergi, en sú sóun er á ábyrgð notandans, ekki raforkukerfisins. „Sóunin“ hjá Landsvirkjun gæti sannarlega ekki verið minni. Við kappkostum að hámarka nýtingu þeirra orkuauðlinda sem okkur er trúað fyrir og það hefur tekist með slíkum ágætum að hlutfall seldrar orku af orkugetu okkar er hvorki meira né minna en 99%. Það má heldur ekki gleyma þeirri alkunnu staðreynd að orka eyðist ekki. Sú orka sem t.d. stórnotandi nýtir ekki er annað hvort nýtt af öðrum eða þá að droparnir verða eftir í lónunum okkar og varminn um kyrrt í iðrum jarðar og nýtist síðar. Enginn situr uppi með orku í lokuðu kerfi eins og okkar, þar sem tekið er út af því jafn óðum og orkan verður til. Það eru engar rafhlöður tengdar við kerfið okkar aðrar en uppistöðulón og jarðvarmi. Skerðingar eru ekki lausnin Innrennsli í miðlanir Landsvirkjunar hefur á undanförnum mánuðum verið með lakasta móti. Þegar svo háttar til kveða samningar Landsvirkjunar við stórnotendur og fleiri viðskiptavini á um að takmarka megi afhendingu raforku. Landsvirkjun hefur skert afhendingu á víkjandi orku síðan í desember. Skerðingar til stórnotenda hefjast í þessum mánuði og geta þær staðið allt til 30. apríl. Lélegt vatnsár tengist ekki þeirri stöðu sem greiningar benda til að sé fram undan á næstu árum og lausnin felst ekki í skerðingum af hálfu Landsvirkjunar til viðskiptavina sinna. Landsvirkjun hefur ekki selt meiri raforku en kerfi fyrirtækisins ræður við og mun ekki gera það. Mikilvægt er að bregðast við þeirri ógn sem steðjar að raforkuöryggi heimila og almennra fyrirtækja á næstu árum. Það þarf að gera af raunsæi þar sem litið er til eftirspurnar og frekari orkuvinnslu. Stjórnvöld verða að axla þá ábyrgð sem lög kveða á um, svo hér búi almenningur áfram við raforkuöryggi og atvinnulífið geti vaxið og dafnað. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Jónas Hlynur Hallgrímsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Mikil eftirspurn er eftir raforku hérlendis og nokkur ár eru í að Landsvirkjun taki í rekstur nýjar aflstöðvar. Margvísleg fyrirtæki sem krefjast þó nokkurrar orku hafa sýnt því áhuga að hefja starfsemi hérlendis en Landsvirkjun hefur þurft að vísa þeim á bug vegna þess að orkan er ekki til. Raforkunotkun heimila og minni fyrirtækja hefur einnig vaxið á undanförnum árum, ef litið er framhjá því tímabili þegar heimsfaraldur gekk yfir. Aukin raforkunotkun á undanförnum árum er m.a. vegna fólksfjölgunar, vaxtar samfélagsins og orkuskipta. Orkunotkun vegna orkuskipta útskýrir hluta af vextinum á undanförnum árum. Orkunotkunin tekur þó ekki stökkbreytingum á skömmum tíma en búast má við áframhaldandi stöðugum vexti. Landsvirkjun selur raforku til sölufyrirtækja sem selja hana áfram til heimila og minni fyrirtækja. Eftirspurnin á þeim markaði eftir raforku frá Landsvirkjun hefur aukist langt umfram vöxt í raunverulegri notkun heimila og minni fyrirtækja að undanförnu. Á milli áranna 2020 og 2023 jókst sala Landsvirkjunar einnig mikið á forgangsorku til annarra en stórnotenda, eða um 400 GWh. Þessi aukna sala Landsvirkjunar samsvarar allri aukinni raforkunotkun þessa notendahóps og rúmlega það. Landsvirkjun hefur sölu til heimila og minni fyrirtækja í forgangi. Kerfi Landsvirkjunar er nú fullnýtt og miklar takmarkanir eru á þeim skuldbindingum sem fyrirtækið getur undirgengist til viðbótar við núverandi skuldbindingar. Fyrirtækið ber ekki ábyrgð á orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja og hefur ekki gert í um tuttugu ár. Stjórnvöld bera þá ábyrgð og farsæl lausn verður að finnast. Orkuörygginu ógnað Greiningar bæði Landsnets og Landsvirkjunar benda til þess að eftirspurn eftir raforku vaxi enn frekar á næstu árum. Ný orkuvinnsla skilar hins vegar ekki aukinni orku inn á kerfið fyrr en eftir 3-4 ár. Þessi staða ógnar orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja á næstu misserum. Nýir stórnotendur mega ekki fá orku á kostnað heimila og minni fyrirtækja. Viðbúið er að einhverjir notendur fái ekki þá orku sem þeir sjá fyrir sér að nota. Kerfið okkar er einstakt í heiminum að því leyti að það er einangrað og ótengt og byggir á 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Við getum ekki flutt inn orku frá nálægu raforkukerfi og við getum ekki farið í raforkuvinnslu með jarðefnaeldsneyti þegar eftirspurn er mikil. Þetta tvennt er mögulegt í erlendum raforkukerfum. Rangt að orku sé sóað Þær raddir heyrast stundum að orku sé sóað í raforkuviðskiptum á Íslandi. Það er rangt og það er líka rangt að annars konar markaður með raforku sé einhver töfralausn sem kalli fram bætta orkunýtni eða finni nýja orku sem grípa megi til. Orku er eingöngu sóað ef notandinn nýtir ekki bestu mögulega tækni eða þegar kveikt er á tækjum sem ekki er þörf á hverju sinni. Það er að sjálfsögðu orkusóun þegar ljós eru látin loga í mannlausu herbergi, en sú sóun er á ábyrgð notandans, ekki raforkukerfisins. „Sóunin“ hjá Landsvirkjun gæti sannarlega ekki verið minni. Við kappkostum að hámarka nýtingu þeirra orkuauðlinda sem okkur er trúað fyrir og það hefur tekist með slíkum ágætum að hlutfall seldrar orku af orkugetu okkar er hvorki meira né minna en 99%. Það má heldur ekki gleyma þeirri alkunnu staðreynd að orka eyðist ekki. Sú orka sem t.d. stórnotandi nýtir ekki er annað hvort nýtt af öðrum eða þá að droparnir verða eftir í lónunum okkar og varminn um kyrrt í iðrum jarðar og nýtist síðar. Enginn situr uppi með orku í lokuðu kerfi eins og okkar, þar sem tekið er út af því jafn óðum og orkan verður til. Það eru engar rafhlöður tengdar við kerfið okkar aðrar en uppistöðulón og jarðvarmi. Skerðingar eru ekki lausnin Innrennsli í miðlanir Landsvirkjunar hefur á undanförnum mánuðum verið með lakasta móti. Þegar svo háttar til kveða samningar Landsvirkjunar við stórnotendur og fleiri viðskiptavini á um að takmarka megi afhendingu raforku. Landsvirkjun hefur skert afhendingu á víkjandi orku síðan í desember. Skerðingar til stórnotenda hefjast í þessum mánuði og geta þær staðið allt til 30. apríl. Lélegt vatnsár tengist ekki þeirri stöðu sem greiningar benda til að sé fram undan á næstu árum og lausnin felst ekki í skerðingum af hálfu Landsvirkjunar til viðskiptavina sinna. Landsvirkjun hefur ekki selt meiri raforku en kerfi fyrirtækisins ræður við og mun ekki gera það. Mikilvægt er að bregðast við þeirri ógn sem steðjar að raforkuöryggi heimila og almennra fyrirtækja á næstu árum. Það þarf að gera af raunsæi þar sem litið er til eftirspurnar og frekari orkuvinnslu. Stjórnvöld verða að axla þá ábyrgð sem lög kveða á um, svo hér búi almenningur áfram við raforkuöryggi og atvinnulífið geti vaxið og dafnað. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun