Åge Hareide : Við þurfum að venja okkur á það að vinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2024 07:20 Åge Hareide var sáttur með leikina í þessari ferð en næst á dagskrá er umspil um sæti á EM í mars. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide var sáttur eftir velheppnaða æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem íslenska liðið vann báða leiki sína á móti Gvatemala og Hondúras og fékk ekki á sig mark. „Ég er mjög ánægður með hugarfar leikmanna því þeir vildu spila þótt þeir væru ekki í sinu besta formi á þessum árstíma. Þeir gerðu það besta sem þeir gátu, fylgdu fyrirmælum og fóru eftir leikplaninu. Það skiptir öllu máli og ekki síst á móti liðum eins og þessu,“ sagði Åge Hareide við KSÍ TV eftir leikinn. „Strákarnir gerðu vel, lögðu mikið á sig í báðum leikjunum. Við þurfum að venja okkur á það að vinna leikina okkar. Við þurfum líka að hætta að fá á okkur mörk sem er eitthvað sem Íslendingar hafa náð áður. Við þurfum líka að nýta færin okkar þegar við fáum þau. Að ná sigri í þessum tveimur leikjum gefur öllum sjálfstraust og við þurfum það þegar við förum í marsleikina,“ sagði Åge. „Það var líka mikilvægt að fá tækifæri til að skoða fleiri leikmenn sem geta spilað fyrir okkur. Við getum lent í meiðslum og ég hef áhyggjur af slíku því breiddin okkar er ekki það mikil. Í dag voru margir ungir leikmenn inn á vellinum, leikmenn sem hafa staðið sig vel með 21 árs landsliðinu. Þessir strákar hafa farið í gegnum góðan skóla hjá þjálfurunum á Íslandi og hjá Davíð (Snorra Jónassyni) í 21 árs landsliðinu,“ sagði Åge. „Við bjóðum þessa ungu stráka velkomna í landsliðið og fögnum því að þeir hafi fengið tækifæri til að spila. Sumir af þessum strákum munu koma til greina í mars en það er líka mikilvægt að átta sig á því að það er mikill munur á leikjum með 21 árs landsliðinu og alvöru landsleikjum með A-liðinu,“ sagði Åge. „Í þeim leikjum þarftu á reynslu að halda. Þessir leikir gáfu þessum strákum alþjóðlega reynslu og hæfileikarnir eru þarna. Þeir eiga bjarta framtíð,“ sagði Åge. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með hugarfar leikmanna því þeir vildu spila þótt þeir væru ekki í sinu besta formi á þessum árstíma. Þeir gerðu það besta sem þeir gátu, fylgdu fyrirmælum og fóru eftir leikplaninu. Það skiptir öllu máli og ekki síst á móti liðum eins og þessu,“ sagði Åge Hareide við KSÍ TV eftir leikinn. „Strákarnir gerðu vel, lögðu mikið á sig í báðum leikjunum. Við þurfum að venja okkur á það að vinna leikina okkar. Við þurfum líka að hætta að fá á okkur mörk sem er eitthvað sem Íslendingar hafa náð áður. Við þurfum líka að nýta færin okkar þegar við fáum þau. Að ná sigri í þessum tveimur leikjum gefur öllum sjálfstraust og við þurfum það þegar við förum í marsleikina,“ sagði Åge. „Það var líka mikilvægt að fá tækifæri til að skoða fleiri leikmenn sem geta spilað fyrir okkur. Við getum lent í meiðslum og ég hef áhyggjur af slíku því breiddin okkar er ekki það mikil. Í dag voru margir ungir leikmenn inn á vellinum, leikmenn sem hafa staðið sig vel með 21 árs landsliðinu. Þessir strákar hafa farið í gegnum góðan skóla hjá þjálfurunum á Íslandi og hjá Davíð (Snorra Jónassyni) í 21 árs landsliðinu,“ sagði Åge. „Við bjóðum þessa ungu stráka velkomna í landsliðið og fögnum því að þeir hafi fengið tækifæri til að spila. Sumir af þessum strákum munu koma til greina í mars en það er líka mikilvægt að átta sig á því að það er mikill munur á leikjum með 21 árs landsliðinu og alvöru landsleikjum með A-liðinu,“ sagði Åge. „Í þeim leikjum þarftu á reynslu að halda. Þessir leikir gáfu þessum strákum alþjóðlega reynslu og hæfileikarnir eru þarna. Þeir eiga bjarta framtíð,“ sagði Åge.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira