„Erfiðasta svæðið í framtíðinni verður Hafnarfjörður“ Jón Þór Stefánsson skrifar 17. janúar 2024 23:00 Ármann Höskuldsson segist ekki sjá að Grinvíkingar snúi aftur heim til sín á þessu ári. Vísir/Arnar Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði, segir ljóst að ekki sé búandi í Grindavík eins og staðan sé núna. Hann segir mikið þurfa að gera svo fólk geti flutt heim. „Bærinn er orðinn mjög óöruggur. Það eru kannski fyrst og fremst sprungurnar sem liggja í bænum sem ógna mönnum mest. Á meðan goshrinurnar eru að ganga yfir þá er kannski ekki ráðlegt að fólk sé í bænum, og þá þarf að finna fólki annan stað, sambærilegt og var gert í Vestmannaeyjum,“ sagði Ármann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir helsta muninn á stöðu Grindvíkinga núna og Eyjamanna árið 1973 þegar gaus í Heimaey vera að Grindvíkingar gætu þurft að vera lengur frá heimili sínu. Ástandið í Grindavík muni ekki leysast í ár „Það eru engin lát, land rís. Við vitum alveg að það koma fleiri gos. Miðað við hvað land er að rísa hratt á milli þá mun væntanlega vera stutt á milli gosa. Það þýðir að þetta óvissuástand heldur áfram allavega þetta ár. Og ég held alveg klárlega að við verðum ekkert farin að sjá fyrir endann á þessu fyrr en eftir einhver fimm til tíu ár.“ Ármann segir að þegar fari að gjósa í Eldvörpum geti fólk farið að tala um endalok gosa í Grindavík. Hafnarfjörður og Hveragerði gætu verið í hættu Aðspurður um hvort önnur byggð í Reykjanesskaga gæti verið í hættu segir Ármann að það hafi verið skoðað frá árinu 2021. „Erfiðasta svæðið í framtíðinni verður Hafnarfjörður. En kosturinn er sá að við erum búin að sjá hvernig þetta virkar og það þýðir að við getum farið að undirbúa og hanna og gera ráð fyrir því hvernig við bregðumst við ef eitthvað fer þar inn.“ Hann nefnir einnig að ef fari að gjósa við Hengilssvæðið gæti Hveragerði verið í hættu. „Þá er í sjálfu sér orðið stærra vandamál en er núna, því þá eru Hellisheiðavirkjun og Nesjavallavirkjun komnar í hættupakkann. Það þýðir að það færi að kólna hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu. Við búum hér langflest og þurfum mikið heitt vatn. Vonandi er lengra í það, en við verðum klárlega að fara að hugsa til framtíðar og fara að tengja þess ógn í allt skipulag hjá okkur. Þetta er komið til að vera og verður hér næstu 150 til 200 ár.“ Grindavík Hafnarfjörður Hveragerði Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
„Bærinn er orðinn mjög óöruggur. Það eru kannski fyrst og fremst sprungurnar sem liggja í bænum sem ógna mönnum mest. Á meðan goshrinurnar eru að ganga yfir þá er kannski ekki ráðlegt að fólk sé í bænum, og þá þarf að finna fólki annan stað, sambærilegt og var gert í Vestmannaeyjum,“ sagði Ármann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir helsta muninn á stöðu Grindvíkinga núna og Eyjamanna árið 1973 þegar gaus í Heimaey vera að Grindvíkingar gætu þurft að vera lengur frá heimili sínu. Ástandið í Grindavík muni ekki leysast í ár „Það eru engin lát, land rís. Við vitum alveg að það koma fleiri gos. Miðað við hvað land er að rísa hratt á milli þá mun væntanlega vera stutt á milli gosa. Það þýðir að þetta óvissuástand heldur áfram allavega þetta ár. Og ég held alveg klárlega að við verðum ekkert farin að sjá fyrir endann á þessu fyrr en eftir einhver fimm til tíu ár.“ Ármann segir að þegar fari að gjósa í Eldvörpum geti fólk farið að tala um endalok gosa í Grindavík. Hafnarfjörður og Hveragerði gætu verið í hættu Aðspurður um hvort önnur byggð í Reykjanesskaga gæti verið í hættu segir Ármann að það hafi verið skoðað frá árinu 2021. „Erfiðasta svæðið í framtíðinni verður Hafnarfjörður. En kosturinn er sá að við erum búin að sjá hvernig þetta virkar og það þýðir að við getum farið að undirbúa og hanna og gera ráð fyrir því hvernig við bregðumst við ef eitthvað fer þar inn.“ Hann nefnir einnig að ef fari að gjósa við Hengilssvæðið gæti Hveragerði verið í hættu. „Þá er í sjálfu sér orðið stærra vandamál en er núna, því þá eru Hellisheiðavirkjun og Nesjavallavirkjun komnar í hættupakkann. Það þýðir að það færi að kólna hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu. Við búum hér langflest og þurfum mikið heitt vatn. Vonandi er lengra í það, en við verðum klárlega að fara að hugsa til framtíðar og fara að tengja þess ógn í allt skipulag hjá okkur. Þetta er komið til að vera og verður hér næstu 150 til 200 ár.“
Grindavík Hafnarfjörður Hveragerði Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira