Fagnaði sigri á meðan kærastinn lá slasaður á sjúkrahúsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2024 13:30 Mikaela Shiffrin kyssir Aleksander Aamodt Kilde áður en hún dreif sig af stað til Austurríkis þar sem hún vann síðan mótið í gærkvöldi. @mikaelashiffrin Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin sýndi mikinn andlegan styrk með því að vinna svigmót í Austurríki í gærkvöldi. Það er ekkert óvanalegt að Shiffrin sé að vinna mót enda sú sigursælasta frá upphafi en það voru kringumstæðurnar sem gerðu sigurinn enn merkilegri. Shiffrin var þarna að vinna sitt 94. heimsbikarsmót á ferlinum sem er met hjá bæði körlum og konum. Kærasti hennar, Aleksander Aamodt Kilde, hafði nefnilega slasast illa í skíðabrekku aðeins nokkrum dögum fyrr og lá illa slasaður á sjúkrahúsi. All the emotions today in Flachau as @MikaelaShiffrin brought home her fifth victory on this course #stifelusskiteam pic.twitter.com/zIFvIszk0U— U.S. Ski & Snowboard Team (@usskiteam) January 17, 2024 Kilde féll illa í brunkeppni í Sviss og var fluttur í burtu í þyrlu. Hann fór meðal annars úr axlarlið, fékk stóran skurð á kálfa og marðist í andliti. Shiffrin heimsótti Kilde á sjúkrahúsið í Bern í Sviss en fór síðan til Flachau í Austurríki þar sem svigmótið fór fram. „Ég vonast til þess að geta hringt í ‚Aleks' áður en hann fer að sofa,“ sagði Mikaela Shiffrin við NRK þegar hún yfirgaf viðtalið eftir sigurinn. Hún átti erfitt með sér í verðlaunaafhendingunni og gat ekki haldið aftur af tárunum. Þetta var í 81. sinn sem hún kemst á verðlaunapall í svigi á heimsbikarmóti. „Það er svo erfitt að halda einbeitingu þegar hjartað þitt er allt annars staðar. Það var samt hápunktur kvöldsins að ná að tala aðeins við ‚Aleks', skrifaði Shiffrin síðan á samfélagsmiðla sína eftir keppnina. Eftir sigurinn er Shiffrin bæði efst í svigi og samanlögðu í heimsbikarnum. View this post on Instagram A post shared by Aleksander Aamodt Kilde (@akilde) Skíðaíþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Sjá meira
Það er ekkert óvanalegt að Shiffrin sé að vinna mót enda sú sigursælasta frá upphafi en það voru kringumstæðurnar sem gerðu sigurinn enn merkilegri. Shiffrin var þarna að vinna sitt 94. heimsbikarsmót á ferlinum sem er met hjá bæði körlum og konum. Kærasti hennar, Aleksander Aamodt Kilde, hafði nefnilega slasast illa í skíðabrekku aðeins nokkrum dögum fyrr og lá illa slasaður á sjúkrahúsi. All the emotions today in Flachau as @MikaelaShiffrin brought home her fifth victory on this course #stifelusskiteam pic.twitter.com/zIFvIszk0U— U.S. Ski & Snowboard Team (@usskiteam) January 17, 2024 Kilde féll illa í brunkeppni í Sviss og var fluttur í burtu í þyrlu. Hann fór meðal annars úr axlarlið, fékk stóran skurð á kálfa og marðist í andliti. Shiffrin heimsótti Kilde á sjúkrahúsið í Bern í Sviss en fór síðan til Flachau í Austurríki þar sem svigmótið fór fram. „Ég vonast til þess að geta hringt í ‚Aleks' áður en hann fer að sofa,“ sagði Mikaela Shiffrin við NRK þegar hún yfirgaf viðtalið eftir sigurinn. Hún átti erfitt með sér í verðlaunaafhendingunni og gat ekki haldið aftur af tárunum. Þetta var í 81. sinn sem hún kemst á verðlaunapall í svigi á heimsbikarmóti. „Það er svo erfitt að halda einbeitingu þegar hjartað þitt er allt annars staðar. Það var samt hápunktur kvöldsins að ná að tala aðeins við ‚Aleks', skrifaði Shiffrin síðan á samfélagsmiðla sína eftir keppnina. Eftir sigurinn er Shiffrin bæði efst í svigi og samanlögðu í heimsbikarnum. View this post on Instagram A post shared by Aleksander Aamodt Kilde (@akilde)
Skíðaíþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Sjá meira