Gervigreind - Bylting á ógnarhraða ODEE (Oddur Eysteinn Friðriksson) skrifar 16. janúar 2024 14:01 Samfélög um heim allan eru ekki tilbúin fyrir byltinguna sem er framundan. Þróun í gervigreind mun raska lífi allra jarðarbúa fyrr en fólk áttar sig á. Almenningur getur vissulega notað hana til þess að auka afköst, en það kemur á hendi þeirra fárra sem kunna að nýta sér hana. Aðrir dragast aftur úr. Fyrirtæki sem hafa 100 starfsmenn munu geta starfað með 10 þess í stað, þar sem hver og einn starfsmaður getur áorkað margfalt meiru á skemmri tíma. Heilu starfsstéttirnar verða atvinnulausar og menntun þeirra ónýt, þar sem hver sem er með internetaðgang getur dregið fram sérfræðing í hverju sviði, í formi gervigreindar. Hvað ætlum við að gera þegar 40% samfélags verður atvinnulaust, á mjög skömmum tíma? Fólk sem situr uppi með námslán fyrir gagnslaust nám. Fyrirtæki sem geta skipt út 100 starfsmönnum fyrir 10 færa gervigreindarhvíslara og margfaldað hagnað sinn. Fyrirtæki sem eru ekki ábyrg fyrir samfélögum og öllu því sem fylgir. Eina markmiðið er að skapa hagnað og auka afköst. Eigum við að borga öllum atvinnuleysisbætur? Eða færa okkur í átt að borgaralaunum? Hver á að greiða fyrir þetta? Ef stór hluti samfélagsins missir lífsviðurværi og tilgang, þá þarf fólk að enduruppgötva sig. Njóta tíma með fjölskyldu og vinum, stunda áhugamál og rækta sjálfið. Hvaða áhrif hefur það á hina sem eru ennþá í hamstrahjólinu þegar stór hluti samfélags fer í naflaskoðun? Fólkið sem situr eftir á vinnumarkaðinum og þarf að skila af sér margföldum afköstum í byltingu sem ferðast á ógnarhraða. Stórar stofnanir og fyrirtæki munu missa tilgang sinn og þurfa endurskoða allt í sínu ferli. Til hvers að vera með æðri menntastofnanir þegar fólk getur bara spurt gervigreindina svara. Eiga kennarar að yfirfara ritgerðir skrifaðar af gervigreind? Nota þeir gervigreind til að yfirfara ritgerðir? Þurfum við kennara eða getum við skipt þeim út? Gervigreind sem getur greint hvern og einn nemanda, þekkir sögu þeirra, þarfir og sérsniðið námsefni og námseftirlit. Þetta eru bara nokkrar af þeim spurningum og vangaveltum sem hægt er að draga fram í umræðunni um gervigreind í dag. Kannski þurfum við ekkert að hugsa um þetta, getum bara beðið gervigreind framtíðarinnar um að leysa þessi vandamál fyrir okkur? Fólk getur hætt að hugsa sjálfstætt og notað gervigreind til leiðbeininga í öllum stærri ákvörðunum lífs síns. Sjálfsákvarðanir geta sprottið upp einungis frá hvatvísi. Til hvers að fylgjast með tölvupóstinum sínum, þegar gervigreindin þín þekkir þig og getur tekið á móti póstum og svarað fyrir þig í þínum stíl. Hver og einn einstaklingur og stofnun þarf að líta í kring um sig og reyna átta sig á því hvaða áhrif gervigreindin mun hafa á þeirra umhverfi til þess að undirbúa sig fyrir það sem koma skal. Hver er tilgangur okkar í nýjum gervigreindarheimi? Höfundur er myndlistarmaður og háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Atvinnurekendur Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Samfélög um heim allan eru ekki tilbúin fyrir byltinguna sem er framundan. Þróun í gervigreind mun raska lífi allra jarðarbúa fyrr en fólk áttar sig á. Almenningur getur vissulega notað hana til þess að auka afköst, en það kemur á hendi þeirra fárra sem kunna að nýta sér hana. Aðrir dragast aftur úr. Fyrirtæki sem hafa 100 starfsmenn munu geta starfað með 10 þess í stað, þar sem hver og einn starfsmaður getur áorkað margfalt meiru á skemmri tíma. Heilu starfsstéttirnar verða atvinnulausar og menntun þeirra ónýt, þar sem hver sem er með internetaðgang getur dregið fram sérfræðing í hverju sviði, í formi gervigreindar. Hvað ætlum við að gera þegar 40% samfélags verður atvinnulaust, á mjög skömmum tíma? Fólk sem situr uppi með námslán fyrir gagnslaust nám. Fyrirtæki sem geta skipt út 100 starfsmönnum fyrir 10 færa gervigreindarhvíslara og margfaldað hagnað sinn. Fyrirtæki sem eru ekki ábyrg fyrir samfélögum og öllu því sem fylgir. Eina markmiðið er að skapa hagnað og auka afköst. Eigum við að borga öllum atvinnuleysisbætur? Eða færa okkur í átt að borgaralaunum? Hver á að greiða fyrir þetta? Ef stór hluti samfélagsins missir lífsviðurværi og tilgang, þá þarf fólk að enduruppgötva sig. Njóta tíma með fjölskyldu og vinum, stunda áhugamál og rækta sjálfið. Hvaða áhrif hefur það á hina sem eru ennþá í hamstrahjólinu þegar stór hluti samfélags fer í naflaskoðun? Fólkið sem situr eftir á vinnumarkaðinum og þarf að skila af sér margföldum afköstum í byltingu sem ferðast á ógnarhraða. Stórar stofnanir og fyrirtæki munu missa tilgang sinn og þurfa endurskoða allt í sínu ferli. Til hvers að vera með æðri menntastofnanir þegar fólk getur bara spurt gervigreindina svara. Eiga kennarar að yfirfara ritgerðir skrifaðar af gervigreind? Nota þeir gervigreind til að yfirfara ritgerðir? Þurfum við kennara eða getum við skipt þeim út? Gervigreind sem getur greint hvern og einn nemanda, þekkir sögu þeirra, þarfir og sérsniðið námsefni og námseftirlit. Þetta eru bara nokkrar af þeim spurningum og vangaveltum sem hægt er að draga fram í umræðunni um gervigreind í dag. Kannski þurfum við ekkert að hugsa um þetta, getum bara beðið gervigreind framtíðarinnar um að leysa þessi vandamál fyrir okkur? Fólk getur hætt að hugsa sjálfstætt og notað gervigreind til leiðbeininga í öllum stærri ákvörðunum lífs síns. Sjálfsákvarðanir geta sprottið upp einungis frá hvatvísi. Til hvers að fylgjast með tölvupóstinum sínum, þegar gervigreindin þín þekkir þig og getur tekið á móti póstum og svarað fyrir þig í þínum stíl. Hver og einn einstaklingur og stofnun þarf að líta í kring um sig og reyna átta sig á því hvaða áhrif gervigreindin mun hafa á þeirra umhverfi til þess að undirbúa sig fyrir það sem koma skal. Hver er tilgangur okkar í nýjum gervigreindarheimi? Höfundur er myndlistarmaður og háskólanemi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun