Atlanta Falcons ræddi við Bill Belichick Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2024 15:31 Robert Kraft, eigandi New England Patriots, þakkar Bill Belichick fyrir á kveðjublaðamannafundi þjálfarans. Getty/Maddie Meyer Goðsögnin Bill Belichick hætti sem þjálfari New England Patriots á dögunum eftir 24 tímabil með NFL liðinu. Nú hefur hann farið í sitt fyrsta atvinnuviðtal. Atlanta Falcons liðið rak þjálfara sinn eftir tímabilið og er því að leita sér að nýjum þjálfara. Fyrsta viðtal Belichick í leit að nýju starfi var við forráðamenn Atlanta Falcons en félagið sagði frá þessu í gær. We have interviewed Bill Belichick for our head coach opening— Atlanta Falcons (@AtlantaFalcons) January 16, 2024 Belichick er orðinn 71 árs gamall en hann gerði Patriots sex sinnum að NFL-meisturum sem er met. Einn af þessum sigrum kom einmitt í úrslitaleik á móti Atlanta Falcons þar sem New England liðið lenti 28-3 undir en kom til baka og vann 34-28 í framlengingu. Arthur Smith þjálfaði Falcons liðið á síðustu leiktíð en þurfti að taka pokann sinn nokkrum klukkutímum eftir síðasta leik. Hann þótti ekki nýta hæfileikaríka leikmenn sinn rétt. Atlanta liðið er spennandi kostur fyrir hæfan þjálfara og því þarf það ekki að koma á óvart að Belichick væri tilbúinn í viðtal. Arthur Blank, eigandi Atlanta Falcons og framkvæmdastjórinn Rich McKay fara fyrir þjálfaraleitinni. Það er stóra spurningin hvort þeir vilji sækja þjálfara í gamla skólann eða finna sér ungan þjálfara sem gæti verið lengi með liðið. Belichick fór vissulega í viðtal en hvort að hann eða félagið vilji semja er önnur saga. Matt Ryan talks about Bill Belichick coaching the Falcons. pic.twitter.com/kHrFHSnrPM— Everything Georgia (@GAFollowers) January 14, 2024 NFL Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Atlanta Falcons liðið rak þjálfara sinn eftir tímabilið og er því að leita sér að nýjum þjálfara. Fyrsta viðtal Belichick í leit að nýju starfi var við forráðamenn Atlanta Falcons en félagið sagði frá þessu í gær. We have interviewed Bill Belichick for our head coach opening— Atlanta Falcons (@AtlantaFalcons) January 16, 2024 Belichick er orðinn 71 árs gamall en hann gerði Patriots sex sinnum að NFL-meisturum sem er met. Einn af þessum sigrum kom einmitt í úrslitaleik á móti Atlanta Falcons þar sem New England liðið lenti 28-3 undir en kom til baka og vann 34-28 í framlengingu. Arthur Smith þjálfaði Falcons liðið á síðustu leiktíð en þurfti að taka pokann sinn nokkrum klukkutímum eftir síðasta leik. Hann þótti ekki nýta hæfileikaríka leikmenn sinn rétt. Atlanta liðið er spennandi kostur fyrir hæfan þjálfara og því þarf það ekki að koma á óvart að Belichick væri tilbúinn í viðtal. Arthur Blank, eigandi Atlanta Falcons og framkvæmdastjórinn Rich McKay fara fyrir þjálfaraleitinni. Það er stóra spurningin hvort þeir vilji sækja þjálfara í gamla skólann eða finna sér ungan þjálfara sem gæti verið lengi með liðið. Belichick fór vissulega í viðtal en hvort að hann eða félagið vilji semja er önnur saga. Matt Ryan talks about Bill Belichick coaching the Falcons. pic.twitter.com/kHrFHSnrPM— Everything Georgia (@GAFollowers) January 14, 2024
NFL Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira