Nýjar sprungur myndast og þær eldri stækka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. janúar 2024 17:29 Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa í dag kannað ástand vega við Grindavík, í því skyni að kortleggja góða leið fyrir varaaflstöð Landsnets út á höfn bæjarins. Vegagerðin Margar sprungur hafa myndast í og við Grindavík í jarðhræringum síðustu sólarhringa. Eldri sprungur, sem unnið hafði verið að því að fylla upp í og gera við, hafa einnig stækkað. Vegagerðin hefur í dag kannað ástand vega sem liggja að Grindavík. Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa kannað ástand vega með drónum, auk þess að leggja mat á skemmdir og sprungur í vegakerfinu. Allt matið fór fram í fylgd björgunarsveitarmanna og hefur fyllsta öryggis verið gætt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar segir að skoðunin hafi frið fram í því skyni að velja bestu leiðina fyrir varaaflsstöð Landsnets niður að höfn bæjarins. Eldri sprungur hafa margar stækkað á síðustu sólarhringum.Vegagerðin „Eftir skoðun á Suðurstrandarvegi og leiðinni inn í Grindavík að austanverðu er ljóst að margar sprungur hafa myndast í átökum síðustu sólarhringa. Eldri viðgerðar sprungur hafa opnast og víkkað og nýjar myndast. Ljóst er að þungaflutningar fara ekki þá leið en mestu skemmdirnar í þessari lotu hafa orðið í austanverðum bænum. Vegagerðarmenn skoðuðu einnig Grindavíkurveg, Norðurljósaveg og Nesveg og ljóst eftir þá skoðun að minni breytingar hafa orðið þar og því fært fyrir þungaflutninga þá leið. Strax var farið af stað með að flytja varaaflsstöðina þá leið til að koma rafmagni á Grindavík,“ segir í tilkynningunni. Frá Grindavík í dag.Vegagerðin Sprungurnar sem finnast eru vel merktar.Vegagerðin Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Vegagerð Samgöngur Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira
Vegagerðin hefur í dag kannað ástand vega sem liggja að Grindavík. Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa kannað ástand vega með drónum, auk þess að leggja mat á skemmdir og sprungur í vegakerfinu. Allt matið fór fram í fylgd björgunarsveitarmanna og hefur fyllsta öryggis verið gætt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar segir að skoðunin hafi frið fram í því skyni að velja bestu leiðina fyrir varaaflsstöð Landsnets niður að höfn bæjarins. Eldri sprungur hafa margar stækkað á síðustu sólarhringum.Vegagerðin „Eftir skoðun á Suðurstrandarvegi og leiðinni inn í Grindavík að austanverðu er ljóst að margar sprungur hafa myndast í átökum síðustu sólarhringa. Eldri viðgerðar sprungur hafa opnast og víkkað og nýjar myndast. Ljóst er að þungaflutningar fara ekki þá leið en mestu skemmdirnar í þessari lotu hafa orðið í austanverðum bænum. Vegagerðarmenn skoðuðu einnig Grindavíkurveg, Norðurljósaveg og Nesveg og ljóst eftir þá skoðun að minni breytingar hafa orðið þar og því fært fyrir þungaflutninga þá leið. Strax var farið af stað með að flytja varaaflsstöðina þá leið til að koma rafmagni á Grindavík,“ segir í tilkynningunni. Frá Grindavík í dag.Vegagerðin Sprungurnar sem finnast eru vel merktar.Vegagerðin
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Vegagerð Samgöngur Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira