Úrlausnarefni að samræma væntingar á almenna og opinbera vinnumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 15. janúar 2024 13:21 Stjórnvöld hafa fundað með bæði fulltrúum stéttarfélaga á almenna og opinbera markaðnum. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni að samræma væntingar þeirra. Stöð 2/Einar Forsætisráðherra segir úrlausnarefni að sameina væntingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði annars vegar og opinbera markaðnum hins vegar. Hún leyfi sér hins vegar að vera bjartsýn á að takast muni að ganga frá kjarasamningum innan ekki langs tíma. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld hafa verið að vinna úr þeim fundi sem þau áttu með fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar á almenna markaðnum. Hún hafi eftir það átt fund með forystufólki félaga á opinbera markaðnum. „Að sjálfsögðu hafa þau auðvitað sínar hugmyndir um aðkomu ríkisins. Þannig að við erum að vinna úr þessum tillögum öllum. Eigum von á því að funda á vettvangi ráðherra á komandi dögum,“ segir forsætisráðherra. Eftir það verði síðan fundað á ný með aðilum vinnumarkaðarins. Þær aðgerðir sem stéttarfélög á almenna markaðnum óska eftir að stjórnvöld grípi til hafa verið metnar á um 25 milljarða króna.Stöð 2/Einar Á almenna markaðnum hefur verið stefnt að því að ljúka kjarasamningum áður en janúar er liðinn og samningstími gildandi skammtímasamninga rennur út. Katrín segir góðan tón hafa verið í þeim sem sitji við samningaborðið hingað til. „Og það var mjög góður fundurinn sem við áttum með fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. Eins voru þetta góðir fundir sem við áttum með aðilum á opinbera markaðnum. Þannig að ég hef verið bjartsýn hingað til og vona svo sannarlega að þetta geti gengið vel,“ segir Katrín. Heldur þú að hægt sé að sameina væntingar hins opinbera markaðar og almenna markaðarins? Klippa: Úrlausnarefni að samræma væntingar á almenna og opinbera vinnumarkaði „Það er ákveðið úrlausnarefni bæði hvað varðar aðkomu stjórnvalda, að leggja fram aðgerðir sem þjóna öllum, á opinberum og almennum markaði, en síðan er auðvitað ljóst að við samningaborðið hafa væntingar verið ólíkar. Það hafa átt sér stað samtöl um þau málefni líka,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Tengdar fréttir Gæti vantað „einhverjar vörur í hillur“ Haga vegna afstöðu gegn verðhækkunum Forstjóri Haga sagði að í verslunum samstæðunnar verði tekin afgerandi afstaða gegn verðhækkunum sem teljist umfram það sem innistæða væri fyrir eða ógni samningsmarkmiðum komandi kjarasamninga. „Það er mögulegt að það muni vanta einhverjar vörur í hillur sem fólk er vant að geta gengið að; það væri einfaldlega vegna þess að okkar mati hafa þær hækkað of mikið.“ 12. janúar 2024 13:53 Alvarlegar afleiðingar standi aðilar ekki við sitt Formaður VR segir að samningaviðræður breiðfylkingar ASÍ við SA á því stigi nú að farið sé að ræða einstök atriði. Hann segist hafa trú á viðræðunum þrátt fyrir fyrri reynslu, allir aðilar þurfi að standa við sitt. 10. janúar 2024 14:39 Pallborðið: Hvað felst í þjóðarsátt og fyrir hverja er hún? Kjaraviðræður, kjarasamningar og möguleg þjóðarsátt verða til umfjöllunar í Pallborðinu klukkan 13 í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 10. janúar 2024 11:26 Breiðfylking að myndast til að ná niður vöxtum og verðbólgu Formaður VR er bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga nái að gera sögulega kjarasamninga í janúar sem stuðli að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira máli en nokkrir þúsundkallar til eða frá í launahækkunum. 20. desember 2023 11:54 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld hafa verið að vinna úr þeim fundi sem þau áttu með fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar á almenna markaðnum. Hún hafi eftir það átt fund með forystufólki félaga á opinbera markaðnum. „Að sjálfsögðu hafa þau auðvitað sínar hugmyndir um aðkomu ríkisins. Þannig að við erum að vinna úr þessum tillögum öllum. Eigum von á því að funda á vettvangi ráðherra á komandi dögum,“ segir forsætisráðherra. Eftir það verði síðan fundað á ný með aðilum vinnumarkaðarins. Þær aðgerðir sem stéttarfélög á almenna markaðnum óska eftir að stjórnvöld grípi til hafa verið metnar á um 25 milljarða króna.Stöð 2/Einar Á almenna markaðnum hefur verið stefnt að því að ljúka kjarasamningum áður en janúar er liðinn og samningstími gildandi skammtímasamninga rennur út. Katrín segir góðan tón hafa verið í þeim sem sitji við samningaborðið hingað til. „Og það var mjög góður fundurinn sem við áttum með fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. Eins voru þetta góðir fundir sem við áttum með aðilum á opinbera markaðnum. Þannig að ég hef verið bjartsýn hingað til og vona svo sannarlega að þetta geti gengið vel,“ segir Katrín. Heldur þú að hægt sé að sameina væntingar hins opinbera markaðar og almenna markaðarins? Klippa: Úrlausnarefni að samræma væntingar á almenna og opinbera vinnumarkaði „Það er ákveðið úrlausnarefni bæði hvað varðar aðkomu stjórnvalda, að leggja fram aðgerðir sem þjóna öllum, á opinberum og almennum markaði, en síðan er auðvitað ljóst að við samningaborðið hafa væntingar verið ólíkar. Það hafa átt sér stað samtöl um þau málefni líka,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Tengdar fréttir Gæti vantað „einhverjar vörur í hillur“ Haga vegna afstöðu gegn verðhækkunum Forstjóri Haga sagði að í verslunum samstæðunnar verði tekin afgerandi afstaða gegn verðhækkunum sem teljist umfram það sem innistæða væri fyrir eða ógni samningsmarkmiðum komandi kjarasamninga. „Það er mögulegt að það muni vanta einhverjar vörur í hillur sem fólk er vant að geta gengið að; það væri einfaldlega vegna þess að okkar mati hafa þær hækkað of mikið.“ 12. janúar 2024 13:53 Alvarlegar afleiðingar standi aðilar ekki við sitt Formaður VR segir að samningaviðræður breiðfylkingar ASÍ við SA á því stigi nú að farið sé að ræða einstök atriði. Hann segist hafa trú á viðræðunum þrátt fyrir fyrri reynslu, allir aðilar þurfi að standa við sitt. 10. janúar 2024 14:39 Pallborðið: Hvað felst í þjóðarsátt og fyrir hverja er hún? Kjaraviðræður, kjarasamningar og möguleg þjóðarsátt verða til umfjöllunar í Pallborðinu klukkan 13 í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 10. janúar 2024 11:26 Breiðfylking að myndast til að ná niður vöxtum og verðbólgu Formaður VR er bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga nái að gera sögulega kjarasamninga í janúar sem stuðli að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira máli en nokkrir þúsundkallar til eða frá í launahækkunum. 20. desember 2023 11:54 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Gæti vantað „einhverjar vörur í hillur“ Haga vegna afstöðu gegn verðhækkunum Forstjóri Haga sagði að í verslunum samstæðunnar verði tekin afgerandi afstaða gegn verðhækkunum sem teljist umfram það sem innistæða væri fyrir eða ógni samningsmarkmiðum komandi kjarasamninga. „Það er mögulegt að það muni vanta einhverjar vörur í hillur sem fólk er vant að geta gengið að; það væri einfaldlega vegna þess að okkar mati hafa þær hækkað of mikið.“ 12. janúar 2024 13:53
Alvarlegar afleiðingar standi aðilar ekki við sitt Formaður VR segir að samningaviðræður breiðfylkingar ASÍ við SA á því stigi nú að farið sé að ræða einstök atriði. Hann segist hafa trú á viðræðunum þrátt fyrir fyrri reynslu, allir aðilar þurfi að standa við sitt. 10. janúar 2024 14:39
Pallborðið: Hvað felst í þjóðarsátt og fyrir hverja er hún? Kjaraviðræður, kjarasamningar og möguleg þjóðarsátt verða til umfjöllunar í Pallborðinu klukkan 13 í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 10. janúar 2024 11:26
Breiðfylking að myndast til að ná niður vöxtum og verðbólgu Formaður VR er bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga nái að gera sögulega kjarasamninga í janúar sem stuðli að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira máli en nokkrir þúsundkallar til eða frá í launahækkunum. 20. desember 2023 11:54