Ten Hag pirraður yfir aulamörkum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. janúar 2024 23:31 Ten Hag á hliðarlínunni í dag. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var ósáttur með mörkin sem hans menn fengu á sig í 2-2 jafntefli dagsins við Tottenham Hotspur. Man United tók á móti Tottenham á Old Trafford og komst yfir snemma leiks. Gestirnir jöfnuðu með marki eftir hornspyrnu en heimamenn leiddu 2-1 í hálfleik. Gestirnir jöfnuðu metin í upphafi síðari hálfleiks þegar þeir löbbuðu einfaldlega í gegnum vörn heimaliðsins. Ten Hag var allt annað en sáttur með mörkin sem hans menn fengu á sig í dag. „Ég tel okkur hafa skorað tvö frábær mörk en við fengum á okkur tvö aulamörk. Síðara markið kemur efir markspyrnu, við hefðum átt að verjast betur. Við áttum góða kafla, skorum tvö mörk og sköpum færi.“ Það kom á óvart að Diogo Dalot hafi verið í hægri bakverði og Aaron Wan-Bissaka vinstra megin. „Við reiknuðum með að Luke Shaw myndi spila í dag og stilltum því upp þannig. Hann dró sig síðan úr hóp í morgun því hann var ekki leikfær. Til að þurfa ekki að breyta of miklu ákváðum við að setja Wan-Bissaka í vinstri bakvörð.“ Ten Hag vildi vítaspyrnu þegar Alejandro Garnacho féll í teignum. „Hvað getur maður gert? Ég er vanur þessu, þetta hefur verið svona allt tímabilið.“ Þjálfarinn sagði einnig að Scott McTominay hafi brennt af færi sem hann skorar úr í 10 skipti af 10 á venjulegum degi. Þá hrósaði hann Rasmus Höjlund og Marcus Rashford. „Ég vona að þeir haldi áfram, þeir eru að tengjast betri böndum og það þarftu framarlega á vellinum þar sem ákvarðanir eru teknar á örskotsstundu.“ „Ég held það hafi áhrif á öll lið þegar framherjar þess eru ekki að skora. Það hefur áhrif á allt liðið og gerir alla óörugga,“ sagði Ten Hag að endingu. Eftir leik dagsins er Man United í 7. sæti með 32 stig. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ange hrósaði leikmönnum sínum í hástert „Ég er hæstánægður, við spiluðum virkilega vel. Auðvitað byrjuðum við ekki vel, fengum á okkur mark, og vitum í hvaða stöðu Manchester United er hvað varðar að þurfa að ná í úrslit,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, eftir 2-2 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 14. janúar 2024 20:25 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira
Man United tók á móti Tottenham á Old Trafford og komst yfir snemma leiks. Gestirnir jöfnuðu með marki eftir hornspyrnu en heimamenn leiddu 2-1 í hálfleik. Gestirnir jöfnuðu metin í upphafi síðari hálfleiks þegar þeir löbbuðu einfaldlega í gegnum vörn heimaliðsins. Ten Hag var allt annað en sáttur með mörkin sem hans menn fengu á sig í dag. „Ég tel okkur hafa skorað tvö frábær mörk en við fengum á okkur tvö aulamörk. Síðara markið kemur efir markspyrnu, við hefðum átt að verjast betur. Við áttum góða kafla, skorum tvö mörk og sköpum færi.“ Það kom á óvart að Diogo Dalot hafi verið í hægri bakverði og Aaron Wan-Bissaka vinstra megin. „Við reiknuðum með að Luke Shaw myndi spila í dag og stilltum því upp þannig. Hann dró sig síðan úr hóp í morgun því hann var ekki leikfær. Til að þurfa ekki að breyta of miklu ákváðum við að setja Wan-Bissaka í vinstri bakvörð.“ Ten Hag vildi vítaspyrnu þegar Alejandro Garnacho féll í teignum. „Hvað getur maður gert? Ég er vanur þessu, þetta hefur verið svona allt tímabilið.“ Þjálfarinn sagði einnig að Scott McTominay hafi brennt af færi sem hann skorar úr í 10 skipti af 10 á venjulegum degi. Þá hrósaði hann Rasmus Höjlund og Marcus Rashford. „Ég vona að þeir haldi áfram, þeir eru að tengjast betri böndum og það þarftu framarlega á vellinum þar sem ákvarðanir eru teknar á örskotsstundu.“ „Ég held það hafi áhrif á öll lið þegar framherjar þess eru ekki að skora. Það hefur áhrif á allt liðið og gerir alla óörugga,“ sagði Ten Hag að endingu. Eftir leik dagsins er Man United í 7. sæti með 32 stig.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ange hrósaði leikmönnum sínum í hástert „Ég er hæstánægður, við spiluðum virkilega vel. Auðvitað byrjuðum við ekki vel, fengum á okkur mark, og vitum í hvaða stöðu Manchester United er hvað varðar að þurfa að ná í úrslit,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, eftir 2-2 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 14. janúar 2024 20:25 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira
Ange hrósaði leikmönnum sínum í hástert „Ég er hæstánægður, við spiluðum virkilega vel. Auðvitað byrjuðum við ekki vel, fengum á okkur mark, og vitum í hvaða stöðu Manchester United er hvað varðar að þurfa að ná í úrslit,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, eftir 2-2 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 14. janúar 2024 20:25