Gætum séð aukningu í svipuðum aðgerðum og á Akureyri Bjarki Sigurðsson skrifar 13. janúar 2024 13:01 Margrét Valdimarsdóttir, dósent í afbrotafræði. Vísir/Arnar Handtaka manns á Akureyri sem er tengdur ISIS-hryðjuverkasamtökunum er einsdæmi hér á landi. Afbrotafræðingur segir aðgerðum sem þessari geta fjölgað hér á landi á næstu árum með fjölgun flóttamanna. Í gær voru þrír karlmenn handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Akureyri. Einn hinna handteknu var fluttur úr landi samdægurs ásamt eiginkonu sinni og sex börnum. Maðurinn er talinn tengjast hryðjuverkasamtökunum ISIS. Flóttafólki muni fjölga Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er að maður búsettur hér á landi tengist ISIS-samtökunum. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að aðgerðum svipuðum og þessari á Akureyri, gæti fjölgað á næstu árum. „Ástæðan fyrir því að það er líklegra að flóttafólk tengist hryðjuverkasamtökum en fólk sem flytur hingað af öðrum ástæðum er að flóttafólk er að flýja stríðshrjáð lönd þar sem hryðjuverkasamtök og hryðjuverk eru algengari. Vopnuð átök ýta undir hryðjuverkastarfsemi. Það er margt sem bendir til þess að flóttafólki muni fjölga á næstu árum og þess vegna gætum við alveg verið að horfa fram á aukningu í svona aðgerðum. Að þetta sé eitthvað sem muni gerast á næstu árum,“ segir Margrét. Flestir jákvæðir gagnvart flóttafólki Hún segir að svona tilvik geti ýtt undir fordóma gagnvart flóttafólki. „Það er þó mest fyrst um sinn, fyrst eftir að aðgerðirnar koma upp og fólki er brugðið. En ég held að Íslendingar séu jákvæðir gagnvart, eins og ég sagði, að taka á móti flóttafólki og vilja gera það vel. Líka jákvæðir gegn flóttafólki sem kemur frá Miðausturlöndum,“ segir Margrét. Eðlilegt sé að vera með síu á hverjir fá hæli hér á landi. „Íslendingar vilja taka á móti flóttafólki og vilja að gera sitt besta við að taka á móti fólki sem er að sækja um alþjóðlega vernd en það þarf að vera einhver sía. Og þá ímynda ég mér að flestir séu sammála um að við viljum ekki fólk sem tengist hryðjuverkasamtökum,“ segir Margrét. Lögreglumál Akureyri Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Sjá meira
Í gær voru þrír karlmenn handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Akureyri. Einn hinna handteknu var fluttur úr landi samdægurs ásamt eiginkonu sinni og sex börnum. Maðurinn er talinn tengjast hryðjuverkasamtökunum ISIS. Flóttafólki muni fjölga Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er að maður búsettur hér á landi tengist ISIS-samtökunum. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að aðgerðum svipuðum og þessari á Akureyri, gæti fjölgað á næstu árum. „Ástæðan fyrir því að það er líklegra að flóttafólk tengist hryðjuverkasamtökum en fólk sem flytur hingað af öðrum ástæðum er að flóttafólk er að flýja stríðshrjáð lönd þar sem hryðjuverkasamtök og hryðjuverk eru algengari. Vopnuð átök ýta undir hryðjuverkastarfsemi. Það er margt sem bendir til þess að flóttafólki muni fjölga á næstu árum og þess vegna gætum við alveg verið að horfa fram á aukningu í svona aðgerðum. Að þetta sé eitthvað sem muni gerast á næstu árum,“ segir Margrét. Flestir jákvæðir gagnvart flóttafólki Hún segir að svona tilvik geti ýtt undir fordóma gagnvart flóttafólki. „Það er þó mest fyrst um sinn, fyrst eftir að aðgerðirnar koma upp og fólki er brugðið. En ég held að Íslendingar séu jákvæðir gagnvart, eins og ég sagði, að taka á móti flóttafólki og vilja gera það vel. Líka jákvæðir gegn flóttafólki sem kemur frá Miðausturlöndum,“ segir Margrét. Eðlilegt sé að vera með síu á hverjir fá hæli hér á landi. „Íslendingar vilja taka á móti flóttafólki og vilja að gera sitt besta við að taka á móti fólki sem er að sækja um alþjóðlega vernd en það þarf að vera einhver sía. Og þá ímynda ég mér að flestir séu sammála um að við viljum ekki fólk sem tengist hryðjuverkasamtökum,“ segir Margrét.
Lögreglumál Akureyri Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Sjá meira