Gætum séð aukningu í svipuðum aðgerðum og á Akureyri Bjarki Sigurðsson skrifar 13. janúar 2024 13:01 Margrét Valdimarsdóttir, dósent í afbrotafræði. Vísir/Arnar Handtaka manns á Akureyri sem er tengdur ISIS-hryðjuverkasamtökunum er einsdæmi hér á landi. Afbrotafræðingur segir aðgerðum sem þessari geta fjölgað hér á landi á næstu árum með fjölgun flóttamanna. Í gær voru þrír karlmenn handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Akureyri. Einn hinna handteknu var fluttur úr landi samdægurs ásamt eiginkonu sinni og sex börnum. Maðurinn er talinn tengjast hryðjuverkasamtökunum ISIS. Flóttafólki muni fjölga Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er að maður búsettur hér á landi tengist ISIS-samtökunum. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að aðgerðum svipuðum og þessari á Akureyri, gæti fjölgað á næstu árum. „Ástæðan fyrir því að það er líklegra að flóttafólk tengist hryðjuverkasamtökum en fólk sem flytur hingað af öðrum ástæðum er að flóttafólk er að flýja stríðshrjáð lönd þar sem hryðjuverkasamtök og hryðjuverk eru algengari. Vopnuð átök ýta undir hryðjuverkastarfsemi. Það er margt sem bendir til þess að flóttafólki muni fjölga á næstu árum og þess vegna gætum við alveg verið að horfa fram á aukningu í svona aðgerðum. Að þetta sé eitthvað sem muni gerast á næstu árum,“ segir Margrét. Flestir jákvæðir gagnvart flóttafólki Hún segir að svona tilvik geti ýtt undir fordóma gagnvart flóttafólki. „Það er þó mest fyrst um sinn, fyrst eftir að aðgerðirnar koma upp og fólki er brugðið. En ég held að Íslendingar séu jákvæðir gagnvart, eins og ég sagði, að taka á móti flóttafólki og vilja gera það vel. Líka jákvæðir gegn flóttafólki sem kemur frá Miðausturlöndum,“ segir Margrét. Eðlilegt sé að vera með síu á hverjir fá hæli hér á landi. „Íslendingar vilja taka á móti flóttafólki og vilja að gera sitt besta við að taka á móti fólki sem er að sækja um alþjóðlega vernd en það þarf að vera einhver sía. Og þá ímynda ég mér að flestir séu sammála um að við viljum ekki fólk sem tengist hryðjuverkasamtökum,“ segir Margrét. Lögreglumál Akureyri Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Í gær voru þrír karlmenn handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Akureyri. Einn hinna handteknu var fluttur úr landi samdægurs ásamt eiginkonu sinni og sex börnum. Maðurinn er talinn tengjast hryðjuverkasamtökunum ISIS. Flóttafólki muni fjölga Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er að maður búsettur hér á landi tengist ISIS-samtökunum. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að aðgerðum svipuðum og þessari á Akureyri, gæti fjölgað á næstu árum. „Ástæðan fyrir því að það er líklegra að flóttafólk tengist hryðjuverkasamtökum en fólk sem flytur hingað af öðrum ástæðum er að flóttafólk er að flýja stríðshrjáð lönd þar sem hryðjuverkasamtök og hryðjuverk eru algengari. Vopnuð átök ýta undir hryðjuverkastarfsemi. Það er margt sem bendir til þess að flóttafólki muni fjölga á næstu árum og þess vegna gætum við alveg verið að horfa fram á aukningu í svona aðgerðum. Að þetta sé eitthvað sem muni gerast á næstu árum,“ segir Margrét. Flestir jákvæðir gagnvart flóttafólki Hún segir að svona tilvik geti ýtt undir fordóma gagnvart flóttafólki. „Það er þó mest fyrst um sinn, fyrst eftir að aðgerðirnar koma upp og fólki er brugðið. En ég held að Íslendingar séu jákvæðir gagnvart, eins og ég sagði, að taka á móti flóttafólki og vilja gera það vel. Líka jákvæðir gegn flóttafólki sem kemur frá Miðausturlöndum,“ segir Margrét. Eðlilegt sé að vera með síu á hverjir fá hæli hér á landi. „Íslendingar vilja taka á móti flóttafólki og vilja að gera sitt besta við að taka á móti fólki sem er að sækja um alþjóðlega vernd en það þarf að vera einhver sía. Og þá ímynda ég mér að flestir séu sammála um að við viljum ekki fólk sem tengist hryðjuverkasamtökum,“ segir Margrét.
Lögreglumál Akureyri Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira