Kolbrún Björt og Ragnar Ísleifur ný leikskáld Borgarleikhússins Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 12. janúar 2024 11:31 Brynjólfur Bjarnason, Kolbrún Björt Sigfúsdóttir, frú Vigdís Finnbogadóttir, Ragnar Ísleifur Bragason og Brynhildur Guðjónsdóttir. Kolbrún Björt Sigfúsdóttir og Ragnar Ísleifur Bragason hafa verið valin leikskáld Leikritunarsjóðs Leikfélags Reykjavíkur 2024 til 2026. Tilkynnt var um valið við athöfn í Borgarleikhúsinu í gær þann 11. janúar, á afmælisdegi leikfélagsins, sem fagnaði 127 árum. Fram kemur í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu að Kolbrún Björt og Ragnar Ísleifur hafi verið valin úr hópi sautján umsækjenda og að þau taki við af Birni Jóni Sigurðssyni, en verk hans verður hluti af verkefnaskrá Borgarleikhússins á næsta leikári. Leikskáldin tvö hefja störf við upphaf næsta leikárs og munu þau starfa innan veggja hússins, undir verndarvæng Leikritunarsjóðsins. Leikskáld Borgarleikhússins fá aðstöðu í leikhúsinu, vinna þar á samningstímanum og eru hluti af starfsliði Borgarleikhússins. Kappkostað er að veita leikskáldinu aðgang að allri starfsemi Borgarleikhússins og að það njóti aðstoðar, leiðsagnar og stuðnings leikhússtjóra, leiklistarráðunauta og annars starfsfólks leikhússins. Auk þess á skáldið kost á samræðum við leikara, leikstjóra og leikmyndahöfunda og að sitja æfingar á verkefnum Borgarleikhússins. Kolbrún Björt Sigfúsdóttir lauk BA-prófi frá Listaháskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í Shakespeare leikstjórn við Háskólann í Exeter. Kolbrún hefur starfað á Bretlandseyjum frá árinu 2013, bæði með eigin leikhóp – Brite Theater – og innanhúss við Traverse leikhúsið í Edinborg og Tron leikhúsið í Glasgow. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, núna síðast tilnefningu til skosku gagnrýnendaverðlaunanna sem leikstjóri ársins 2022. Hún átti vinningsverk í leikritunarsamkeppni Royal Shakespeare Company, 37 Plays. Ragnar Ísleifur Bragason hefur lokið námið frá sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands og hefur tekið þátt í starfi fjölda leikhópa á Íslandi í rúman áratug. Þar má þar helst nefna 16 elskendur og Kriðpleir, en Ragnar er einn höfunda og flytjenda beggja hópa. Meðal verka Kriðpleirs má nefna útvarpsleikritin Bónusferðin árið 2018, Litlu jólin árið 2019, Vorar skuldir árið 2021 og Sjálfsalinn árið 2023, sem tilnefnt var til Evrópsku útvarpsverkaverðlaunanna, Prix Europa. Markmið Leikritunarsjóðs Leikfélags Reykjavíkur er að efla nýsköpun og fjölbreytni í íslenskri leikritun, auka vægi leikritunar í samfélaginu og stuðla að því að hún njóti virðingar í samfélagi lista. Formaður stjórnar Leikritunarsjóðsins er frú Vigdís Finnbogadóttir, heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur, auk Brynjólfs Bjarnasonar og Brynhildar Guðjónsdóttur leikhússtjóra. Leiklistarráðunautar hússins eru stjórn sjóðsins til ráðgjafar. Menning Vistaskipti Leikhús Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu að Kolbrún Björt og Ragnar Ísleifur hafi verið valin úr hópi sautján umsækjenda og að þau taki við af Birni Jóni Sigurðssyni, en verk hans verður hluti af verkefnaskrá Borgarleikhússins á næsta leikári. Leikskáldin tvö hefja störf við upphaf næsta leikárs og munu þau starfa innan veggja hússins, undir verndarvæng Leikritunarsjóðsins. Leikskáld Borgarleikhússins fá aðstöðu í leikhúsinu, vinna þar á samningstímanum og eru hluti af starfsliði Borgarleikhússins. Kappkostað er að veita leikskáldinu aðgang að allri starfsemi Borgarleikhússins og að það njóti aðstoðar, leiðsagnar og stuðnings leikhússtjóra, leiklistarráðunauta og annars starfsfólks leikhússins. Auk þess á skáldið kost á samræðum við leikara, leikstjóra og leikmyndahöfunda og að sitja æfingar á verkefnum Borgarleikhússins. Kolbrún Björt Sigfúsdóttir lauk BA-prófi frá Listaháskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í Shakespeare leikstjórn við Háskólann í Exeter. Kolbrún hefur starfað á Bretlandseyjum frá árinu 2013, bæði með eigin leikhóp – Brite Theater – og innanhúss við Traverse leikhúsið í Edinborg og Tron leikhúsið í Glasgow. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, núna síðast tilnefningu til skosku gagnrýnendaverðlaunanna sem leikstjóri ársins 2022. Hún átti vinningsverk í leikritunarsamkeppni Royal Shakespeare Company, 37 Plays. Ragnar Ísleifur Bragason hefur lokið námið frá sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands og hefur tekið þátt í starfi fjölda leikhópa á Íslandi í rúman áratug. Þar má þar helst nefna 16 elskendur og Kriðpleir, en Ragnar er einn höfunda og flytjenda beggja hópa. Meðal verka Kriðpleirs má nefna útvarpsleikritin Bónusferðin árið 2018, Litlu jólin árið 2019, Vorar skuldir árið 2021 og Sjálfsalinn árið 2023, sem tilnefnt var til Evrópsku útvarpsverkaverðlaunanna, Prix Europa. Markmið Leikritunarsjóðs Leikfélags Reykjavíkur er að efla nýsköpun og fjölbreytni í íslenskri leikritun, auka vægi leikritunar í samfélaginu og stuðla að því að hún njóti virðingar í samfélagi lista. Formaður stjórnar Leikritunarsjóðsins er frú Vigdís Finnbogadóttir, heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur, auk Brynjólfs Bjarnasonar og Brynhildar Guðjónsdóttur leikhússtjóra. Leiklistarráðunautar hússins eru stjórn sjóðsins til ráðgjafar.
Menning Vistaskipti Leikhús Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira