„Ætluðum að kvitta fyrir hlutina sóknarlega í stað þess að spila vörn“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. janúar 2024 21:30 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink Valur vann 22 stiga útisigur gegn Hamri 89-111. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ánægður með sóknarleikinn en fannst ýmislegt vanta upp á í varnarleiknum. „Sóknarlega gerðum við ágætlega en varnarlega vorum við ekkert sérstakir. Mér fannst við oft á hælunum og slakir þar. Mér fannst allt annar bragur á Hamri eftir breytingarnar. Ég er hrifinn af þessum strákum sem komu inn og það er allt annað að sjá þetta lið núna,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson eftir leik. Valsarar áttu gott áhlaup í öðrum leikhluta sem varð til þess að Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, brenndi tvö leikhlé á stuttum tíma. „Mér fannst við mistækir á köflum og við ætluðum alltaf að kvitta fyrir hlutina sóknarlega í stað þess að spila vörn og byggja ofan á það. Mér fannst þetta aldrei í hættu og við vorum með gæði til að refsa þegar við þurftum á því að halda.“ Finni fannst gaman að mæta Hamri í Hveragerði þar sem þetta var hans fyrsta heimsókn í Frystikistuna sem aðalþjálfari. „Það er erfitt að spila í þessu húsi. Ég held að þetta sé fyrsti leikurinn sem ég þjálfa sem aðalþjálfari í þessu íþróttahúsi. Ég hef komið hingað oft sem aðstoðarþjálfari í mjög erfiða leiki og þetta er skemmtilegt íþróttahús.“ Franck Kamgain gerði 21 stig í fyrri hálfleik en aðeins sjö stig í síðari hálfleik. Finni fannst liðið einbeita sér betur að honum í síðari hálfleik. „Einbeitingin var meiri á hann í síðari hálfleik. Hann er frábær á opnum velli og við vorum að skilja hann of mikið eftir í einn á einn stöðu. Hann gerði vel í að sækja á hringinn og okkur tókst að loka betur á það.“ Björn Ásgeir Ásgeirsson, leikmaður Hamars, gerði 17 stig í kvöld og Finnur endaði á að hrósa honum. „Mér fannst Björn Ásgeir mjög góður. Þetta var sá Björn Ásgeir sem maður hefur beðið eftir að sjá og hefur séð í 1. deildinni. Björn Ásgeir nýtur sín betur í svona liði með leikstjórnanda sem spilar upp á aðra,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson Valur Subway-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af ölum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
„Sóknarlega gerðum við ágætlega en varnarlega vorum við ekkert sérstakir. Mér fannst við oft á hælunum og slakir þar. Mér fannst allt annar bragur á Hamri eftir breytingarnar. Ég er hrifinn af þessum strákum sem komu inn og það er allt annað að sjá þetta lið núna,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson eftir leik. Valsarar áttu gott áhlaup í öðrum leikhluta sem varð til þess að Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, brenndi tvö leikhlé á stuttum tíma. „Mér fannst við mistækir á köflum og við ætluðum alltaf að kvitta fyrir hlutina sóknarlega í stað þess að spila vörn og byggja ofan á það. Mér fannst þetta aldrei í hættu og við vorum með gæði til að refsa þegar við þurftum á því að halda.“ Finni fannst gaman að mæta Hamri í Hveragerði þar sem þetta var hans fyrsta heimsókn í Frystikistuna sem aðalþjálfari. „Það er erfitt að spila í þessu húsi. Ég held að þetta sé fyrsti leikurinn sem ég þjálfa sem aðalþjálfari í þessu íþróttahúsi. Ég hef komið hingað oft sem aðstoðarþjálfari í mjög erfiða leiki og þetta er skemmtilegt íþróttahús.“ Franck Kamgain gerði 21 stig í fyrri hálfleik en aðeins sjö stig í síðari hálfleik. Finni fannst liðið einbeita sér betur að honum í síðari hálfleik. „Einbeitingin var meiri á hann í síðari hálfleik. Hann er frábær á opnum velli og við vorum að skilja hann of mikið eftir í einn á einn stöðu. Hann gerði vel í að sækja á hringinn og okkur tókst að loka betur á það.“ Björn Ásgeir Ásgeirsson, leikmaður Hamars, gerði 17 stig í kvöld og Finnur endaði á að hrósa honum. „Mér fannst Björn Ásgeir mjög góður. Þetta var sá Björn Ásgeir sem maður hefur beðið eftir að sjá og hefur séð í 1. deildinni. Björn Ásgeir nýtur sín betur í svona liði með leikstjórnanda sem spilar upp á aðra,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson
Valur Subway-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af ölum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira