Grunaðir um mörg skartgriparán í heimahúsum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. janúar 2024 20:31 Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Arnar Margt bendir til þess að sami eða sömu þjófar hafi framið tíu innbrot í íbúðir í fjölbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu yfir jól og áramót að sögn lögreglu. Fólk saknar helst skartgripa og fjármuna eftir ránin. Málin sem um ræðir voru í Sjálandi í Garðabæ þar sem þrjú innbrot áttu sér stað, sami fjöldi var í Lundi í Kópavogi. Þá var brotist inn í fjórar íbúðir í Neðsta- og Ofanleiti. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að það sem einkenni ránin sé að þjófurinn eða þjófarnir róti mikið í íbúðunum. Hverfin þar sem innbrotin áttu sér stað. „Fólk saknar aðallega skartgripa og fjármuna eftir ránin,“ segir Skúli. Handabrögð þjófanna séu svipuð í flestum málanna. Þannig höfðu íbúðirnar verið mannlausar um tíma áður en brotist var inn í þær. Þær voru langflestar í fjölbýli á fyrstu hæð. Þjófarnir byrjuðu á að fara bakvið hús og inná á sólpall viðkomandi íbúðar. Þar spenntu þeir upp svalahurð eða glugga og komust inn. Skúli segir slík rán árstíðabundin. „Því miður erum við að sjá þetta ár eftir ár.“ Lögreglunni hefur ekki tekist að hafa hendur í hári ræningjans eða ræningjanna. Skúli segir allar ábendingar vel þegnar. „Ef fólk er að sjá einhverjar grunsamlegar mannaferðir eða bílferðir hringiði bara strax ekki bíða með það. Láttu okkur um að greiða úr þessu. Það getur komið okkur á sporið að fá bara hluta úr bílnúmeri, tegund eða lit bifreiðar,“ segir hann. Ræningjarnir ekki hættir Hann telur að ræninginn eða ræningjarnir muni aftur láta til skara skríða. „Fólk þarf alltaf að huga að sínum afbrotavörnum og ég er ekki viss um að hann sé hættur þessi,“ segir hann Hann segir að því miður upplýsist aðeins hluti svona mála en vonast til klófesta þá sem standi að þessum ránum. „Því miður þá náum við aðeins um þriðjungi innbrotsþjófa. En ég að vonast til að ná einhverjum í þessum málum,“ segir hann. Ráðleggur nágrannavörslu og ljós innan-og utandyra Skúli ráðleggur fólki að fá nágranna til að líta eftir eignum sínum þegar það fer að heiman í lengri tíma og vera með góðar læsingar á hurðum og gluggum. Þá sé mikilvægt að vera með góða lýsingu innan-og utandyra. „Það er t.d. ágætisvörn að vera með útiljós sem kviknar á við hreyfingu og tímastillt ljós innandyra,“ segir Skúli að lokum. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Málin sem um ræðir voru í Sjálandi í Garðabæ þar sem þrjú innbrot áttu sér stað, sami fjöldi var í Lundi í Kópavogi. Þá var brotist inn í fjórar íbúðir í Neðsta- og Ofanleiti. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að það sem einkenni ránin sé að þjófurinn eða þjófarnir róti mikið í íbúðunum. Hverfin þar sem innbrotin áttu sér stað. „Fólk saknar aðallega skartgripa og fjármuna eftir ránin,“ segir Skúli. Handabrögð þjófanna séu svipuð í flestum málanna. Þannig höfðu íbúðirnar verið mannlausar um tíma áður en brotist var inn í þær. Þær voru langflestar í fjölbýli á fyrstu hæð. Þjófarnir byrjuðu á að fara bakvið hús og inná á sólpall viðkomandi íbúðar. Þar spenntu þeir upp svalahurð eða glugga og komust inn. Skúli segir slík rán árstíðabundin. „Því miður erum við að sjá þetta ár eftir ár.“ Lögreglunni hefur ekki tekist að hafa hendur í hári ræningjans eða ræningjanna. Skúli segir allar ábendingar vel þegnar. „Ef fólk er að sjá einhverjar grunsamlegar mannaferðir eða bílferðir hringiði bara strax ekki bíða með það. Láttu okkur um að greiða úr þessu. Það getur komið okkur á sporið að fá bara hluta úr bílnúmeri, tegund eða lit bifreiðar,“ segir hann. Ræningjarnir ekki hættir Hann telur að ræninginn eða ræningjarnir muni aftur láta til skara skríða. „Fólk þarf alltaf að huga að sínum afbrotavörnum og ég er ekki viss um að hann sé hættur þessi,“ segir hann Hann segir að því miður upplýsist aðeins hluti svona mála en vonast til klófesta þá sem standi að þessum ránum. „Því miður þá náum við aðeins um þriðjungi innbrotsþjófa. En ég að vonast til að ná einhverjum í þessum málum,“ segir hann. Ráðleggur nágrannavörslu og ljós innan-og utandyra Skúli ráðleggur fólki að fá nágranna til að líta eftir eignum sínum þegar það fer að heiman í lengri tíma og vera með góðar læsingar á hurðum og gluggum. Þá sé mikilvægt að vera með góða lýsingu innan-og utandyra. „Það er t.d. ágætisvörn að vera með útiljós sem kviknar á við hreyfingu og tímastillt ljós innandyra,“ segir Skúli að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira