Frekari athugun verði gerð á meðferð vöggustofubarna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. janúar 2024 17:47 Skjáskot af blaðamynd af svefnherbergi vöggustofu Thorvaldsensfélagsins við Dyngjuveg. Skjáskot Þriggja manna nefnd óháðra sérfræðinga verður skipuð til að gera heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu Thorvaldsenfélagsins á tímabilinu 1974 til 1979 en skýrsla sem gerð var um starfsemi hennar auk vöggustofunnar á Hlíðarenda sýndi fram á að börn sem þar dvöldu hefðu orðið fyrir varanlegum skaða vegna vistunarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu á síðu Reykjavíkurborgar frá í dag. Myndun nefndarinnar var samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Vöggustofunefndin sem skipuð var 22. júlí 2022 kynnti niðurstöður síðar í október í fyrra. Í skýrslu sem nefndi gerði kom fram að börn hefðu sætt illri meðferð á Vöggustofunni Hlíðarenda og einnig á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins frá 1963 til 1967. Meðal verkefna Vöggustofunefndarinnar svokallaðrar var að leggja mat á hvort þörf væri á frekari athugun á starfsemi vöggustofu Thorvaldsensfélagsins með vísan til þess að Vöggustofa Thorvaldsensfélagsins starfaði allt til ársins 1979 eða sem upptökuheimili barna allt til 12 ára aldurs frá árinu 1973. „Umsagnirnar ber allar að sama brunni, það er að rétt sé að Reykjavíkurborg láti fara fram frekari athugun á starfsemi Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fyrir tímabilið 1974 til 1979, meðal annars með hliðsjón af breyttum verkefnum vöggustofunnar á því tímabili,“ stendur í tilkynningunni. Í dag samþykkti borgarráð að skipuð verði sjálfstæð nefnd óháðra sérfræðinga til að gera heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á fyrrnefndu tímabili. Gert er ráð fyrir því að nefndin skili lokaskýrslu eigi síðar en 30. júní 2024. Vöggustofur í Reykjavík Reykjavík Börn og uppeldi Borgarstjórn Tengdar fréttir Vöggustofubörn fá tíu sálfræðiviðtöl Einstaklingar sem vistaðir voru á vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fá ókeypis sálfræðiþjónustu á kostnað borgarinnar. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar niðurstaðna skýrslu um starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árunum 1949 til 1973. 8. nóvember 2023 13:28 Tár féllu þegar borgarfulltrúar báðust afsökunar á illri meðferð Ræður borgarfulltrúa á borgarstjórnarfundi í dag voru tilfinningaþrungnar en til umræðu var skýrsla vöggustofunefndar sem og tillaga að yfirlýsingu borgarstjórnar. Á ræðum og flutningi borgarfulltrúa mátti heyra að þeim þætti innihald skýrslunnar afar þungbært. 17. október 2023 15:01 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á síðu Reykjavíkurborgar frá í dag. Myndun nefndarinnar var samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Vöggustofunefndin sem skipuð var 22. júlí 2022 kynnti niðurstöður síðar í október í fyrra. Í skýrslu sem nefndi gerði kom fram að börn hefðu sætt illri meðferð á Vöggustofunni Hlíðarenda og einnig á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins frá 1963 til 1967. Meðal verkefna Vöggustofunefndarinnar svokallaðrar var að leggja mat á hvort þörf væri á frekari athugun á starfsemi vöggustofu Thorvaldsensfélagsins með vísan til þess að Vöggustofa Thorvaldsensfélagsins starfaði allt til ársins 1979 eða sem upptökuheimili barna allt til 12 ára aldurs frá árinu 1973. „Umsagnirnar ber allar að sama brunni, það er að rétt sé að Reykjavíkurborg láti fara fram frekari athugun á starfsemi Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fyrir tímabilið 1974 til 1979, meðal annars með hliðsjón af breyttum verkefnum vöggustofunnar á því tímabili,“ stendur í tilkynningunni. Í dag samþykkti borgarráð að skipuð verði sjálfstæð nefnd óháðra sérfræðinga til að gera heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á fyrrnefndu tímabili. Gert er ráð fyrir því að nefndin skili lokaskýrslu eigi síðar en 30. júní 2024.
Vöggustofur í Reykjavík Reykjavík Börn og uppeldi Borgarstjórn Tengdar fréttir Vöggustofubörn fá tíu sálfræðiviðtöl Einstaklingar sem vistaðir voru á vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fá ókeypis sálfræðiþjónustu á kostnað borgarinnar. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar niðurstaðna skýrslu um starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árunum 1949 til 1973. 8. nóvember 2023 13:28 Tár féllu þegar borgarfulltrúar báðust afsökunar á illri meðferð Ræður borgarfulltrúa á borgarstjórnarfundi í dag voru tilfinningaþrungnar en til umræðu var skýrsla vöggustofunefndar sem og tillaga að yfirlýsingu borgarstjórnar. Á ræðum og flutningi borgarfulltrúa mátti heyra að þeim þætti innihald skýrslunnar afar þungbært. 17. október 2023 15:01 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Vöggustofubörn fá tíu sálfræðiviðtöl Einstaklingar sem vistaðir voru á vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fá ókeypis sálfræðiþjónustu á kostnað borgarinnar. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar niðurstaðna skýrslu um starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árunum 1949 til 1973. 8. nóvember 2023 13:28
Tár féllu þegar borgarfulltrúar báðust afsökunar á illri meðferð Ræður borgarfulltrúa á borgarstjórnarfundi í dag voru tilfinningaþrungnar en til umræðu var skýrsla vöggustofunefndar sem og tillaga að yfirlýsingu borgarstjórnar. Á ræðum og flutningi borgarfulltrúa mátti heyra að þeim þætti innihald skýrslunnar afar þungbært. 17. október 2023 15:01