Búin að fá allar viðvaranir sem munu koma Jón Þór Stefánsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 9. janúar 2024 19:15 Víðir Reynisson segir að mögulega komi aftur til rýminga á næstu dögum, eða jafnvel fyrr. Vísir/Arnar Víðir Reynisson, sviðstjóri Almannavarna, segir fregnir af því að rúmmál kvikunnar á Reykjanesskaga sé orðið svipað og fyrir síðasta gos, breyta stöðunni. „Við erum alltaf að nálgast þennan tíma þar sem að kvikuhlaup gæti farið að stað, sem gæti endað með eldgosi. Við erum búin að fá í dag allar þær viðvaranir sem við munum fá. Það næsta sem gerist er að atburðurinn fer í gang.“ Hann segir að ef Veðurstofan fái vísbendingar um að sá atburður sé að hefjast þá verði aftur farið í rýmingar. „Þá verður allt svæðið rýmt um leið og það gerist. Þannig að Grindvíkingar og þeir sem dvelja eða starfa við Svartsengi þurfa að vera undirbúnir undir það að rýma með skömmum fyrirvara. Slíkar ákvarðanir gætu verið teknar með mjög stuttum fyrirvara,“ segir Víðir. „Það er ekki komið að því að rýma, en það gæti breyst mjög hratt, á næstu dögum eða jafnvel fyrr.“ Aðspurður um hvort það sé skynsamlegt að hefja atvinnustarfsemi á ný í Grindavík segir Víðir að ef fyrirtæki treysti sér til rýmingar á skömmum tíma þá hafi verið gefið leyfi fyrir því að hefja störf. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, sagði í dag að ekki væri hægt að útiloka að í nýtt eldgos myndi hefjast skammt frá Grindavík, eða jafnvel í bænum. Aðspurður út í þau ummæli sagði Víðir það vera einu alvarlegustu sviðsmyndina sem væri til skoðunar. „Það er ekki líklegasta sviðsmyndin, en það er ekki útilokað. Og þess vegna getum við ekki tekið neina sénsa og munum ekki gera það. Við munum rýma svæðið allt saman ef þetta fer af stað.“ Skilaboð Víðis til þeirra sem dvelja í Grindavík eru á þá leið að fólk skuli vera viðbúið því að þurfa að fara með skömmum fyrirvara. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
„Við erum alltaf að nálgast þennan tíma þar sem að kvikuhlaup gæti farið að stað, sem gæti endað með eldgosi. Við erum búin að fá í dag allar þær viðvaranir sem við munum fá. Það næsta sem gerist er að atburðurinn fer í gang.“ Hann segir að ef Veðurstofan fái vísbendingar um að sá atburður sé að hefjast þá verði aftur farið í rýmingar. „Þá verður allt svæðið rýmt um leið og það gerist. Þannig að Grindvíkingar og þeir sem dvelja eða starfa við Svartsengi þurfa að vera undirbúnir undir það að rýma með skömmum fyrirvara. Slíkar ákvarðanir gætu verið teknar með mjög stuttum fyrirvara,“ segir Víðir. „Það er ekki komið að því að rýma, en það gæti breyst mjög hratt, á næstu dögum eða jafnvel fyrr.“ Aðspurður um hvort það sé skynsamlegt að hefja atvinnustarfsemi á ný í Grindavík segir Víðir að ef fyrirtæki treysti sér til rýmingar á skömmum tíma þá hafi verið gefið leyfi fyrir því að hefja störf. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, sagði í dag að ekki væri hægt að útiloka að í nýtt eldgos myndi hefjast skammt frá Grindavík, eða jafnvel í bænum. Aðspurður út í þau ummæli sagði Víðir það vera einu alvarlegustu sviðsmyndina sem væri til skoðunar. „Það er ekki líklegasta sviðsmyndin, en það er ekki útilokað. Og þess vegna getum við ekki tekið neina sénsa og munum ekki gera það. Við munum rýma svæðið allt saman ef þetta fer af stað.“ Skilaboð Víðis til þeirra sem dvelja í Grindavík eru á þá leið að fólk skuli vera viðbúið því að þurfa að fara með skömmum fyrirvara.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira