Henderson ekki á leið til Liverpool á nýjan leik ef marka má Klopp Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. janúar 2024 21:02 Klopp og Henderson á góðri stundu. EPA-EFE/Peter Powell Miðjumaðurinn Jordan Henderson hefur fengið nóg af Sádi-Arabíu aðeins örfáum mánuðum eftir að flytja þangað. Hann er þó ekki á leið í sitt fyrrum félag Liverpool ef marka má orð Jürgen Klopp. Henderson gekk í raðir Al-Ettifaq frá Liverpool síðasta sumar. Þar spilar hann undir stjórn annars fyrrum miðjumanns Liverpool, Steven Gerrard. Það hefur ekki gengið sem skildi og Gerrard hefur óskað eftir fleiri leikmönnum. Þegar Henderson staðfesti að hann væri að yfirgefa Liverpool fyrir miðlungs lið í Sádi-Arabíu þá sagði hann að launin væru einfaldlega það há að þau myndu breyta lífi hans og fjölskyldu. Talið er að miðjumaðurinn sé með um 700 þúsund pund á viku eða rúmar 123 milljónir króna. Í samningi leikmannsins kemur fram að hann þurfi ekki að borga skatt svo lengi sem hann spilar fyrir félagið í tvö ár. Þar sem hann hefur aðeins verið hjá félaginu í hálft ár er ljóst að hann þarf að greiða háa summu í skatt fari svo að hann snúi aftur til Englands. Hinn 33 ára gamli Henderson hefur spilað fyrir Liverpool, Sunderland og Coventry á láni á Englandi. Það er ljóst að hann mun ekki snúa aftur í raðir Liverpool ef marka má orð Klopp. Sky Sports spurði út í möguleg vistaskipti miðjumannsins og sagði Klopp einfaldlega að leikmaðurinn hefði ekki hringt í sig. Liverpool boss Jurgen Klopp insisted he is not paying attention to any talk that Jordan Henderson could return to the club pic.twitter.com/pwddUV9UIV— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 8, 2024 Henderson á að baki 81 A-landsleik fyrir England og er hræddur um að missa sæti sitt í enska landsliðshópnum fyrir EM sem fram fer næsta sumar í Þýskalandi. Það verður því að teljast líklegt að hann muni reyna að semja við lið í ensku úrvalsdeildinni en að sama skapi er deginum ljósara að hann mun þurfa að spila fyrir aðeins brot af þeim launum sem hann er að fá í Sádi-Arabíu. Fótbolti Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Henderson gekk í raðir Al-Ettifaq frá Liverpool síðasta sumar. Þar spilar hann undir stjórn annars fyrrum miðjumanns Liverpool, Steven Gerrard. Það hefur ekki gengið sem skildi og Gerrard hefur óskað eftir fleiri leikmönnum. Þegar Henderson staðfesti að hann væri að yfirgefa Liverpool fyrir miðlungs lið í Sádi-Arabíu þá sagði hann að launin væru einfaldlega það há að þau myndu breyta lífi hans og fjölskyldu. Talið er að miðjumaðurinn sé með um 700 þúsund pund á viku eða rúmar 123 milljónir króna. Í samningi leikmannsins kemur fram að hann þurfi ekki að borga skatt svo lengi sem hann spilar fyrir félagið í tvö ár. Þar sem hann hefur aðeins verið hjá félaginu í hálft ár er ljóst að hann þarf að greiða háa summu í skatt fari svo að hann snúi aftur til Englands. Hinn 33 ára gamli Henderson hefur spilað fyrir Liverpool, Sunderland og Coventry á láni á Englandi. Það er ljóst að hann mun ekki snúa aftur í raðir Liverpool ef marka má orð Klopp. Sky Sports spurði út í möguleg vistaskipti miðjumannsins og sagði Klopp einfaldlega að leikmaðurinn hefði ekki hringt í sig. Liverpool boss Jurgen Klopp insisted he is not paying attention to any talk that Jordan Henderson could return to the club pic.twitter.com/pwddUV9UIV— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 8, 2024 Henderson á að baki 81 A-landsleik fyrir England og er hræddur um að missa sæti sitt í enska landsliðshópnum fyrir EM sem fram fer næsta sumar í Þýskalandi. Það verður því að teljast líklegt að hann muni reyna að semja við lið í ensku úrvalsdeildinni en að sama skapi er deginum ljósara að hann mun þurfa að spila fyrir aðeins brot af þeim launum sem hann er að fá í Sádi-Arabíu.
Fótbolti Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira