Enginn þarf að flytja út sem vill það ekki Bjarki Sigurðsson skrifar 8. janúar 2024 11:58 Skálatún var stofnað fyrir 70 árum síðan. Vísir/Vilhelm Íbúar Skálatúns eru í algjörum forgangi hjá Mosfellsbæ að sögn sviðsstjóra velferðarsviðs. Aðstandendur hafa lýst því að þeim finnist íbúarnir gleymast í allri umræðu um starfsemina. Skálatún í Mosfellsbæ er heimili yfir þrjátíu einstaklinga með þroskahömlun og samanstendur af sex sambýlum. Í fyrrasumar tók Mosfellsbær við rekstri Skálatúns af bindindissamtökunum IOGT. Fréttastofa kíkti í heimsókn þegar því var fagnað að Mosfellsbær hefði tekið yfir starfsemina. Klippa: Sameiningarfögnuður í Skálatúni Breytingar hafa orðið á lífi íbúanna síðan þá en í síðustu viku var tilkynnt að það þyrfti að loka sundlaug á lóðinni þar sem burðarvirki hennar væri ótraust. Þá var tilkynnt á fundi fyrir aðstandendur íbúa í vor að það myndu ekki fleiri íbúar flytja þar inn. Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Mosfellsbæjar, segir að þrátt fyrir það sé ekki beint verið að vinna að því að loka Skálatúni. „Við ræddum á aðstandendafundinum að enginn þyrfti að flytja ef hann vill það ekki. Það eru engar slíkar ákvarðanir sem liggja fyrir að við séum að fara að flytja einhverja út sem vilja vera áfram í sínu húsnæði. En við bjóðum þeim það sem vilja,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg Fjölnisdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs Mosfellsbæjar. Aðstandendur íbúanna hafa rætt á samfélagsmiðlum um að þeim finnist íbúarnir gleymast í allri umræðu um Skálatún. Sigurbjörg segir það ekki vera málið innan Mosfellsbæjar, þar séu íbúarnir í algjörum forgangi. „Í rauninni er það þannig að íbúar á Skálatúni eru íbúar eins og aðrir íbúar í Mosfellsbæ. Með því að við tókum yfir þjónustuna erum við með þá íbúa á sama stað og aðra. Þeir eru jafn háir og allir aðrir í sveitarfélaginu,“ segir Sigurbjörg. Mosfellsbær Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Samþætta eigi alla þjónustu við börn í Skálatúni Stefnt er að uppbyggingu á samþættri þjónustu við börn í Skálatúni í Mosfellsbæ. Markmiðið er að þar verði á einum stað helstu stofnanir og samtök sem koma að þjónustu við börn og ungmenni auk úrræða fyrir börn með fjölþættan vanda. 25. maí 2023 23:34 „Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu“ Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni til frambúðar vegna ástands hennar. Hið vinsæla ungbarnasund Snorra er því í lausu lofti og segir Snorri ákvörðunina hafa komið sér í opna skjöldu. Hann tími samt ekki að hætta alveg strax. 5. janúar 2024 20:28 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira
Skálatún í Mosfellsbæ er heimili yfir þrjátíu einstaklinga með þroskahömlun og samanstendur af sex sambýlum. Í fyrrasumar tók Mosfellsbær við rekstri Skálatúns af bindindissamtökunum IOGT. Fréttastofa kíkti í heimsókn þegar því var fagnað að Mosfellsbær hefði tekið yfir starfsemina. Klippa: Sameiningarfögnuður í Skálatúni Breytingar hafa orðið á lífi íbúanna síðan þá en í síðustu viku var tilkynnt að það þyrfti að loka sundlaug á lóðinni þar sem burðarvirki hennar væri ótraust. Þá var tilkynnt á fundi fyrir aðstandendur íbúa í vor að það myndu ekki fleiri íbúar flytja þar inn. Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Mosfellsbæjar, segir að þrátt fyrir það sé ekki beint verið að vinna að því að loka Skálatúni. „Við ræddum á aðstandendafundinum að enginn þyrfti að flytja ef hann vill það ekki. Það eru engar slíkar ákvarðanir sem liggja fyrir að við séum að fara að flytja einhverja út sem vilja vera áfram í sínu húsnæði. En við bjóðum þeim það sem vilja,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg Fjölnisdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs Mosfellsbæjar. Aðstandendur íbúanna hafa rætt á samfélagsmiðlum um að þeim finnist íbúarnir gleymast í allri umræðu um Skálatún. Sigurbjörg segir það ekki vera málið innan Mosfellsbæjar, þar séu íbúarnir í algjörum forgangi. „Í rauninni er það þannig að íbúar á Skálatúni eru íbúar eins og aðrir íbúar í Mosfellsbæ. Með því að við tókum yfir þjónustuna erum við með þá íbúa á sama stað og aðra. Þeir eru jafn háir og allir aðrir í sveitarfélaginu,“ segir Sigurbjörg.
Mosfellsbær Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Samþætta eigi alla þjónustu við börn í Skálatúni Stefnt er að uppbyggingu á samþættri þjónustu við börn í Skálatúni í Mosfellsbæ. Markmiðið er að þar verði á einum stað helstu stofnanir og samtök sem koma að þjónustu við börn og ungmenni auk úrræða fyrir börn með fjölþættan vanda. 25. maí 2023 23:34 „Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu“ Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni til frambúðar vegna ástands hennar. Hið vinsæla ungbarnasund Snorra er því í lausu lofti og segir Snorri ákvörðunina hafa komið sér í opna skjöldu. Hann tími samt ekki að hætta alveg strax. 5. janúar 2024 20:28 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira
Samþætta eigi alla þjónustu við börn í Skálatúni Stefnt er að uppbyggingu á samþættri þjónustu við börn í Skálatúni í Mosfellsbæ. Markmiðið er að þar verði á einum stað helstu stofnanir og samtök sem koma að þjónustu við börn og ungmenni auk úrræða fyrir börn með fjölþættan vanda. 25. maí 2023 23:34
„Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu“ Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni til frambúðar vegna ástands hennar. Hið vinsæla ungbarnasund Snorra er því í lausu lofti og segir Snorri ákvörðunina hafa komið sér í opna skjöldu. Hann tími samt ekki að hætta alveg strax. 5. janúar 2024 20:28