Fáum við að sjá bestu útgáfuna af Aroni á EM? Aron Guðmundsson skrifar 8. janúar 2024 08:30 Aron Pálmarsson í leik með íslenska landsliðinu á móti Færeyjum í nóvember en fyrirliði íslenska liðsins þarf að eiga gott mót ætli íslenska liðið sér að komast í umspil Ólympíuleikanna. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Aron Pálmarsson, ein af burðarásum íslenska landsliðsins í handbolta, segir langt síðan að hann hafi verið í eins góðu formi og nú, nokkrum dögum fyrir fyrsta leik Strákanna okkar á EM. Það að hann sé ekki að spila í einni af sterkustum deildum í heimi muni ekki hafa áhrif á hans framlag á komandi stórmóti. Íslenska landsliðið hefur leik á Evrópumótinu í Þýskalandi í Munchen á föstudaginn kemur þegar að liðið tekst á við landslið Serbíu. Því næst fylgja leikir í riðlakeppninni gegn Svartfjallalandi og Ungverjalandi. Í Sportsíldinni á Stöð 2 Sport fyrir áramót. Þar sem að íþróttaárið 2023 var gert upp og spáð í árið 2024 var Dagur Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og nú landsliðsþjálfari Japan, spurður að því hvort íslenska þjóðin gæti átt von á því að sjá það besta frá Aroni Pálmarssyni, sökum þeirrar staðreyndar að fyrir yfirstandandi tímabil sneri hann aftur heim úr atvinnumennsku til FH og spilar nú í Olís deildinni þar sem að leikjaálagið er minna heldur en í þeim deildum sem Aron hefur vanist að spila í á sínum atvinnumannaferli undanfarin ár. „Mér finnst það bara mjög líklegt,“ sagði Dagur sem er hokinn af reynslu úr handboltaheiminum aðspurður um Aron. „Ég held að hann sé bara í góðu standi. Hann er búinn að vera glíma við smá meiðsli í vetur en síðustu leikir hafa verið mjög flottir hjá honum. Þá er hann með annað hlutverk innan liðsins núna. Hann þarf ekki að bera þetta allt uppi, það eru fleiri sem að draga vagninn. Bara mjög spenanndi. Og á æfingu íslenska landsliðsins á dögunum, áður en að liðið hélt af landi brott fyrir Evrópumótið í Þýskalandi, lá beinast við að spyrja Aron sjálfan að þessu. „Ég reyni að taka það jákvæða út úr þessu og talaði líka um það þegar að ég samdi við FH á sínum tíma. Maður er búinn að vera í miklu álagi síðustu fjórtán ár með félagsliðum og landsliði líka. Ég lít klárlega á þetta þannig,“ segir Aron aðspurður um það hvort minna leikjaálag með FH sé honum í hag. „Það er langt síðan að ég hef verið í eins góðu formi. Ég hef haft meiri tíma til þess að hugsa um sjálfan mig. FH er búið að hugsa vel um mig sömuleiðis. Auðvitað er þetta minna leikjaálag en að sama skapi er ég ekki að spila í einni af sterkustum deildum í heimi. Ég næ þó alveg að eiga vel við það. Ég er að koma mjög spenntur og í góðu standi inn á þetta stórmót. Það hefur engin áhrif á mig í hvaða deild ég er að spila. Ég mun alveg geta sýnt mitt besta í janúar.“ EM 2024 í handbolta Olís-deild karla FH Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Íslenska landsliðið hefur leik á Evrópumótinu í Þýskalandi í Munchen á föstudaginn kemur þegar að liðið tekst á við landslið Serbíu. Því næst fylgja leikir í riðlakeppninni gegn Svartfjallalandi og Ungverjalandi. Í Sportsíldinni á Stöð 2 Sport fyrir áramót. Þar sem að íþróttaárið 2023 var gert upp og spáð í árið 2024 var Dagur Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og nú landsliðsþjálfari Japan, spurður að því hvort íslenska þjóðin gæti átt von á því að sjá það besta frá Aroni Pálmarssyni, sökum þeirrar staðreyndar að fyrir yfirstandandi tímabil sneri hann aftur heim úr atvinnumennsku til FH og spilar nú í Olís deildinni þar sem að leikjaálagið er minna heldur en í þeim deildum sem Aron hefur vanist að spila í á sínum atvinnumannaferli undanfarin ár. „Mér finnst það bara mjög líklegt,“ sagði Dagur sem er hokinn af reynslu úr handboltaheiminum aðspurður um Aron. „Ég held að hann sé bara í góðu standi. Hann er búinn að vera glíma við smá meiðsli í vetur en síðustu leikir hafa verið mjög flottir hjá honum. Þá er hann með annað hlutverk innan liðsins núna. Hann þarf ekki að bera þetta allt uppi, það eru fleiri sem að draga vagninn. Bara mjög spenanndi. Og á æfingu íslenska landsliðsins á dögunum, áður en að liðið hélt af landi brott fyrir Evrópumótið í Þýskalandi, lá beinast við að spyrja Aron sjálfan að þessu. „Ég reyni að taka það jákvæða út úr þessu og talaði líka um það þegar að ég samdi við FH á sínum tíma. Maður er búinn að vera í miklu álagi síðustu fjórtán ár með félagsliðum og landsliði líka. Ég lít klárlega á þetta þannig,“ segir Aron aðspurður um það hvort minna leikjaálag með FH sé honum í hag. „Það er langt síðan að ég hef verið í eins góðu formi. Ég hef haft meiri tíma til þess að hugsa um sjálfan mig. FH er búið að hugsa vel um mig sömuleiðis. Auðvitað er þetta minna leikjaálag en að sama skapi er ég ekki að spila í einni af sterkustum deildum í heimi. Ég næ þó alveg að eiga vel við það. Ég er að koma mjög spenntur og í góðu standi inn á þetta stórmót. Það hefur engin áhrif á mig í hvaða deild ég er að spila. Ég mun alveg geta sýnt mitt besta í janúar.“
EM 2024 í handbolta Olís-deild karla FH Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira