Oscar Pistorius sleppur úr fangelsinu í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2024 07:00 Mál Oscar Pistorius vakti mikla fjölmiðlaathygli en hann má ekki ræða við fjölmiðla eftir að hann sleppur út. Getty/Charlie Shoemaker Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius gengur í dag út úr fangelsi í Suður-Afríku tæpum ellefu árum eftir að hann skaut kærustu sína, Reevu Steenkamp, til bana á heimili þeirra. Pistorius var dæmdur í þrettán ára og fimm mánaða fanglesi fyrir manndrápið en fangar mega sækja um reynslulausn þegar þeir hafa setið af sér helming dómsins. Skilorðsnefnd í fangelsi hans í Suður-Afríku veitti honum reynslulausn í nóvember síðastliðnum. Pistorius er nú 37 ára gamall en hann hefur setið í fangelsi síðan í október 2014. Oscar Pistorius to be released on parole in South Africa https://t.co/AjDmbIFHOy— BBC News (UK) (@BBCNews) January 5, 2024 Pistorius þarf að framfylgja ströngum skilyrðum eins og að fara á námskeið í reiðistjórnum og sinna samfélagsþjónustu. Hann mun lifa undir þessum ströngu skilyrðum til ársins 2029 þegar dómurinn átti að renna út. Pistorius þarf að halda sig heima á ákveðnum tímum sólarhringsins og má ekki drekka áfengi. Hann má heldur ekki tala við fjölmiðla. Skilorðsnefndin sagði að Pistorius þurfi að gera það sama og allir sem fá slíka reynslulausn og fær því enga sérmeðferð þrátt fyrir frægð sína. Pistorius var dæmdur fyrir að bana kærustu sinni Reeva Steenkamp á Valentínusardeginum 2013. Hann skaut hana fjórum sinnum í gegnum baðherbergishurðina en taldi sig vera að skjóta innbrotsþjóf. Pistorius var þjóðhetja eftir afrek sín í frjálsum íþróttum fatlaðra og vakti líka heimsathygli fyrir að keppa við heilbrigða á stórmótum eins og á Ólympíuleikum. Hann missti báða fætur ellefu mánaða gamall. Pistorius vann alls sex gullverðlaun á Ólympíumótum fatlaðra frá 2004 til 2012. Pistorius fékk upphaflega fimm ára dóm en hæstiréttur lengdi seinna dóminn í þrettán ár og fimm mánuði. Former Paralympic star Oscar Pistorius will be released from prison today in South Africa after being granted parole nearly 11 years after killing his girlfriend Reeva Steenkamp. pic.twitter.com/3ZOhUhe6i7— Good Morning Britain (@GMB) January 5, 2024 Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Oscar Pistorius Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Sjá meira
Pistorius var dæmdur í þrettán ára og fimm mánaða fanglesi fyrir manndrápið en fangar mega sækja um reynslulausn þegar þeir hafa setið af sér helming dómsins. Skilorðsnefnd í fangelsi hans í Suður-Afríku veitti honum reynslulausn í nóvember síðastliðnum. Pistorius er nú 37 ára gamall en hann hefur setið í fangelsi síðan í október 2014. Oscar Pistorius to be released on parole in South Africa https://t.co/AjDmbIFHOy— BBC News (UK) (@BBCNews) January 5, 2024 Pistorius þarf að framfylgja ströngum skilyrðum eins og að fara á námskeið í reiðistjórnum og sinna samfélagsþjónustu. Hann mun lifa undir þessum ströngu skilyrðum til ársins 2029 þegar dómurinn átti að renna út. Pistorius þarf að halda sig heima á ákveðnum tímum sólarhringsins og má ekki drekka áfengi. Hann má heldur ekki tala við fjölmiðla. Skilorðsnefndin sagði að Pistorius þurfi að gera það sama og allir sem fá slíka reynslulausn og fær því enga sérmeðferð þrátt fyrir frægð sína. Pistorius var dæmdur fyrir að bana kærustu sinni Reeva Steenkamp á Valentínusardeginum 2013. Hann skaut hana fjórum sinnum í gegnum baðherbergishurðina en taldi sig vera að skjóta innbrotsþjóf. Pistorius var þjóðhetja eftir afrek sín í frjálsum íþróttum fatlaðra og vakti líka heimsathygli fyrir að keppa við heilbrigða á stórmótum eins og á Ólympíuleikum. Hann missti báða fætur ellefu mánaða gamall. Pistorius vann alls sex gullverðlaun á Ólympíumótum fatlaðra frá 2004 til 2012. Pistorius fékk upphaflega fimm ára dóm en hæstiréttur lengdi seinna dóminn í þrettán ár og fimm mánuði. Former Paralympic star Oscar Pistorius will be released from prison today in South Africa after being granted parole nearly 11 years after killing his girlfriend Reeva Steenkamp. pic.twitter.com/3ZOhUhe6i7— Good Morning Britain (@GMB) January 5, 2024
Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Oscar Pistorius Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Sjá meira