Veit loksins hvers virði hann er Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2024 19:00 Reynir segist hafa verið þjáður af minnimáttarkennd þegar hann var yngri. Viðurkenningin í dag hafi því komið sér ákaflega vel. Vísir Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson, var í dag sæmdur fálkaorðu á Bessastöðum fyrir afrek hans og framgöngu í þágu fatlaðra. Hann segist oft hafa spurt sig í gegnum tíðina hvers virði hann væri, en nú væri hann kominn með svarið. „Þetta var mjög fínt. Ég bara hef ekki orð, trúi ekki eigin augum.“ Svona lýsti Reynir Pétur tilfinningunni sem fylgdi því að vera sæmdur fálkaorðunni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi átti hann erfitt með að leyna tilfinningum sínum, enda um stórviðburð að ræða. „Ég held þetta hafi komið því ég hef gert svo margt fyrir staðinn, Sólheima, og svo náttúrulega gangan mín.“ Gangan sem Reynir vísar til er afrek hans árið 1985 þegar hann gekk hringinn í kringum landið og safnaði áheitum sem nýtt voru við gerð íþróttahúss að Sólheimum. Um leið vakti hann athygli á málstað fólks með fötlun og þroskaskerðingar. Reynir Pétur ásamt forsetahjónunum og þeim þrettán öðrum sem einnig voru sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.Vísir/Margrét Björk „Þetta gaf mér svo mikið, að fara gönguna, ekki bara að rjúfa múrinn, en að sjá landslagið, landið mitt. Þú sérð það mikið betur á eigin fótum heldur en en í bíl,“ segir Reynir. „Það er eiginlega gjöf sem ég fékk, að hafa fengið tækifæri til að fara hringinn.“ Vonast eftir kraftaverkaári Reynir segist hafa verið þjáður af minnimáttarkennd þegar hann var yngri. Viðurkenningin í dag hafi því komið sér ákaflega vel. „Ég er eiginlega bara hálf klökkur. Þetta er bara ágætt. Ég hef oft verið að hugsa „hvers virði er ég?“ og svarið er komið núna.“ Eins og ég segi er ég gráti næst, ég er mjög ánægður með þetta. Aðspurður um hvað sé framundan á nýju ári segir Reynir Pétur það verða að koma í ljós. Reynir Pétur ásamt Guðna Th, forseta Íslands í sumar, við styttu af Reyni sem var búin til í tengslum við Íslandsgöngu hans fyrir 38 árum þegar hann gekk hringinn í kringum landið 1985, alls 1.417 kílómetra. Vísir/Magnús Hlynur „Ég vona að þetta verði kraftaverkaár. Það sem ég vil er að biðja fyrir öllum í heiminum. Það er nógu mikið óhreint í heiminum, ég vil bara biðja um stóran frið yfir allan heiminn. Það sem er að þjaka, bæði stríð, misnotkun og misþyrmingar, nefndu það. Allt getur batnað svo það verði glitrandi hreint, silfur sem gull,“ segir fálkaorðuhafinn Reynir Pétur Ingvarsson. Fálkaorðan Tímamót Forseti Íslands Málefni fatlaðs fólks Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Elísabet, Gylfi Þór og Reynir Pétur í hópi nýrra fálkaorðuhafa Fjórtán Íslendingar – sjö karlar og sjö konur – voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2024 14:48 Reynir Pétur á rafskutlu á Sólheimum Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson á Sólheimum í Grímsnesi hefur lagt gönguskóna meira og minna á hilluna og ferðast nú um allt á rafskutlu. Þá er hundur á Sólheimum, sem veit ekkert skemmtilegra en að vera í körfu eiganda síns þegar hún ekur um svæðið á sinni rafskutlu. 20. september 2023 20:06 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
„Þetta var mjög fínt. Ég bara hef ekki orð, trúi ekki eigin augum.“ Svona lýsti Reynir Pétur tilfinningunni sem fylgdi því að vera sæmdur fálkaorðunni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi átti hann erfitt með að leyna tilfinningum sínum, enda um stórviðburð að ræða. „Ég held þetta hafi komið því ég hef gert svo margt fyrir staðinn, Sólheima, og svo náttúrulega gangan mín.“ Gangan sem Reynir vísar til er afrek hans árið 1985 þegar hann gekk hringinn í kringum landið og safnaði áheitum sem nýtt voru við gerð íþróttahúss að Sólheimum. Um leið vakti hann athygli á málstað fólks með fötlun og þroskaskerðingar. Reynir Pétur ásamt forsetahjónunum og þeim þrettán öðrum sem einnig voru sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.Vísir/Margrét Björk „Þetta gaf mér svo mikið, að fara gönguna, ekki bara að rjúfa múrinn, en að sjá landslagið, landið mitt. Þú sérð það mikið betur á eigin fótum heldur en en í bíl,“ segir Reynir. „Það er eiginlega gjöf sem ég fékk, að hafa fengið tækifæri til að fara hringinn.“ Vonast eftir kraftaverkaári Reynir segist hafa verið þjáður af minnimáttarkennd þegar hann var yngri. Viðurkenningin í dag hafi því komið sér ákaflega vel. „Ég er eiginlega bara hálf klökkur. Þetta er bara ágætt. Ég hef oft verið að hugsa „hvers virði er ég?“ og svarið er komið núna.“ Eins og ég segi er ég gráti næst, ég er mjög ánægður með þetta. Aðspurður um hvað sé framundan á nýju ári segir Reynir Pétur það verða að koma í ljós. Reynir Pétur ásamt Guðna Th, forseta Íslands í sumar, við styttu af Reyni sem var búin til í tengslum við Íslandsgöngu hans fyrir 38 árum þegar hann gekk hringinn í kringum landið 1985, alls 1.417 kílómetra. Vísir/Magnús Hlynur „Ég vona að þetta verði kraftaverkaár. Það sem ég vil er að biðja fyrir öllum í heiminum. Það er nógu mikið óhreint í heiminum, ég vil bara biðja um stóran frið yfir allan heiminn. Það sem er að þjaka, bæði stríð, misnotkun og misþyrmingar, nefndu það. Allt getur batnað svo það verði glitrandi hreint, silfur sem gull,“ segir fálkaorðuhafinn Reynir Pétur Ingvarsson.
Fálkaorðan Tímamót Forseti Íslands Málefni fatlaðs fólks Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Elísabet, Gylfi Þór og Reynir Pétur í hópi nýrra fálkaorðuhafa Fjórtán Íslendingar – sjö karlar og sjö konur – voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2024 14:48 Reynir Pétur á rafskutlu á Sólheimum Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson á Sólheimum í Grímsnesi hefur lagt gönguskóna meira og minna á hilluna og ferðast nú um allt á rafskutlu. Þá er hundur á Sólheimum, sem veit ekkert skemmtilegra en að vera í körfu eiganda síns þegar hún ekur um svæðið á sinni rafskutlu. 20. september 2023 20:06 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Elísabet, Gylfi Þór og Reynir Pétur í hópi nýrra fálkaorðuhafa Fjórtán Íslendingar – sjö karlar og sjö konur – voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2024 14:48
Reynir Pétur á rafskutlu á Sólheimum Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson á Sólheimum í Grímsnesi hefur lagt gönguskóna meira og minna á hilluna og ferðast nú um allt á rafskutlu. Þá er hundur á Sólheimum, sem veit ekkert skemmtilegra en að vera í körfu eiganda síns þegar hún ekur um svæðið á sinni rafskutlu. 20. september 2023 20:06