Ingibjörg bar þremur kálfum á Tannstaðabakka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. desember 2023 20:30 Þrífkelfingar voru að koma i heiminn á bænum Tannstaðabakka í Hrútafirði, sem er mjög sjaldgæft að gerist. Á búinu eru um 50 kýr og 190 nautgripir í heildina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýrin Ingibjörg á bænum Tannstaðabakka í Hrútafirði gerði sér lítið fyrir í vikunni og bar þremur kálfum, tveimur nautum og einni kvígu. Aðeins einn kálfur var lifandi, annað nautið. „Við höfum aldrei fengið þríkelfinga áður og það gerðist heldur aldrei í búskapartíð foreldra minna, svo á þeim tæplega 30 árum sem hér hefur verið stunduð nautgriparækt hafa aldrei áður fæðst þríkelfingar. Kýrin var borin sjálf þegar við komum í fjósið svo það er erfitt að segja hvað hann tók langan tíma. Hann gekk þó ekki betur en svo að tveir kálfanna voru dauðir, þó erfitt sé að segja til um hvort þeir hafi drepist í fæðingunni sjálfri en þess má geta að kýrin, sem heitir Ingibjörg bar 11 dögum fyrir tal, en hún var sett 8. janúar,“ segir Guðrún Eik Skúladóttir, kúabóndi á bænum. Hún segir að líklegast sé að kálfurinn, sem lifði hafi komið fyrstur og systkini hans hafi kafnað í legvatninu og þess vegna fæðst dauð, en það sé ekki hægt að fullyrða um það. Ingibjörg með kálfinn, sem lifði af burðinn, hinir tveir fæddust dauðir.Aðsend Mjög sjaldgæft Mjög sjaldgæft er að þríkelfingar komi í heiminn. „Jú samkvæmt Baldri Helga Benjamínssyni fyrrum framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda og núverandi bónda á Ytri-Tjörnum eru líkurnar á þríkelfingum 1:20.000,“ segir Guðrún Eik. Hvað heitir mamma kálfanna og hvernig hefur hún það eftir? „Mamman er númer 856 og heitir Ingibjörg. Þetta var hennar þriðji burður og hefur hún því átt 5 kálfa í 3 burðum. Það er þó ekki met hér á bæ, en kýrin Nótta nr. 800 bar 7 kálfum í 4 burðum, en hún var tvíkelfd 3 ár í röð. Ingibjörg er frekar þreytt og slöpp eftir átökin. Eins og algengt er við þriðja burð fékk hún doða og hefur dagurinn því mikið til farið í að sinna henni,“ segir Guðrún Eik að lokum. Guðrún Eik Skúladóttir, kúabóndi á Tannstaðabakka í Hrútafirði.Aðsend Húnabyggð Landbúnaður Kýr Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
„Við höfum aldrei fengið þríkelfinga áður og það gerðist heldur aldrei í búskapartíð foreldra minna, svo á þeim tæplega 30 árum sem hér hefur verið stunduð nautgriparækt hafa aldrei áður fæðst þríkelfingar. Kýrin var borin sjálf þegar við komum í fjósið svo það er erfitt að segja hvað hann tók langan tíma. Hann gekk þó ekki betur en svo að tveir kálfanna voru dauðir, þó erfitt sé að segja til um hvort þeir hafi drepist í fæðingunni sjálfri en þess má geta að kýrin, sem heitir Ingibjörg bar 11 dögum fyrir tal, en hún var sett 8. janúar,“ segir Guðrún Eik Skúladóttir, kúabóndi á bænum. Hún segir að líklegast sé að kálfurinn, sem lifði hafi komið fyrstur og systkini hans hafi kafnað í legvatninu og þess vegna fæðst dauð, en það sé ekki hægt að fullyrða um það. Ingibjörg með kálfinn, sem lifði af burðinn, hinir tveir fæddust dauðir.Aðsend Mjög sjaldgæft Mjög sjaldgæft er að þríkelfingar komi í heiminn. „Jú samkvæmt Baldri Helga Benjamínssyni fyrrum framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda og núverandi bónda á Ytri-Tjörnum eru líkurnar á þríkelfingum 1:20.000,“ segir Guðrún Eik. Hvað heitir mamma kálfanna og hvernig hefur hún það eftir? „Mamman er númer 856 og heitir Ingibjörg. Þetta var hennar þriðji burður og hefur hún því átt 5 kálfa í 3 burðum. Það er þó ekki met hér á bæ, en kýrin Nótta nr. 800 bar 7 kálfum í 4 burðum, en hún var tvíkelfd 3 ár í röð. Ingibjörg er frekar þreytt og slöpp eftir átökin. Eins og algengt er við þriðja burð fékk hún doða og hefur dagurinn því mikið til farið í að sinna henni,“ segir Guðrún Eik að lokum. Guðrún Eik Skúladóttir, kúabóndi á Tannstaðabakka í Hrútafirði.Aðsend
Húnabyggð Landbúnaður Kýr Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira