Fögnuðu gamlárskvöldi með Sinéad O'Connor og John Grant Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. desember 2023 12:56 Ellen kom fram í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð í síðasta mánuði. Vísir Ellen Kristjánsdóttir tónlistarkona var viðmælandi í Bakaríinu á Bylgjunni í dag, aðfangadag. Þar sagði hún frá sínum jólahefðum, áhugaverðri áramótahefð og frá eftirminnilegum áramótum þegar hún og bróðir hennar, KK, eyddu gamlárskvöldi með Sinéad O'Connor. Ellen segir einu jólahefð sinnar fjölskyldu vera að reyna að setjast til borðs um sexleytið þegar klukkurnar hringja inn jólin. Og ganga frá áður en sest er við gjafirnar. Sú hefð hefði henni þótt erfið þegar hún var lítil. „Það var nú meiri píningin,“ segir Ellen og hlær. Þá sé önnur jólahefð að halda stressinu í lágmarki. „Ég finn það alltaf betur og betur, allt þetta umstang, það er ekki þess virði. Það er bara að vera saman sem er aðalatriðið.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Ellen segir jólaplötur Ellýjar Vilhjálms og Vilhjálms Vilhjálmssonar, Silfurtóna og Golden Gate kvartettsins hafa verið vinsælar á hennar heimili þegar hún var ung. Hún segir samverustundir um jólin þá jólahefð sem henni þykir vænst um þegar hún lítur til baka. „Við vorum náttúrlega á miklum þvælingi, ég sem krakki og unglingur. En jólaminningin er þetta, kærleikur og að vera saman, við systkinin með mömmu, og heyra í systkinum okkar sem bjuggu út í Bandaríkjunum,“ segir Ellen. John Grant og Sinéad með þeim á gamlárskvöld „Svo er ein hefð sem við höfum alltaf á gamlárs, systkinin, og það er að syngja Imagine,“ segir Ellen og að systkinin haldi yfirleitt upp á gamlárskvöld hjá Kristjáni, KK, bróður hennar. Jafnvel séu þau þá með einhvern á línunni meðan þau syngja, til að mynda bróður þeirra sem býr á Seyðisfirði. „Og eitt gamlárskvöld þá var John Grant með okkur og vinkona hans Sinéad O'Connor. Hún var með okkur, og börnin hennar,“ segir Ellen og kemur þáttastjórnanda í opna skjöldu. Ellen segir Sinéad hafa verið í góðu jafnvægi gamlárskvöldið sem þær eyddu saman. Í lok kvöldsins hafi hún spurt Sinéad hvort hún mætti faðma hana og fengið sömu spurningu til baka. „Svo föðmuðumst við og fórum báðar að gráta. Ég var bara að þakka henni fyrir allt hennar sem hún hefur gert,“ segir Ellen. Hér að neðan má hlusta á lag John Lennon, Imagine. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=undefined">watch on YouTube</a> Jól Tónlist Áramót Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Ellen segir einu jólahefð sinnar fjölskyldu vera að reyna að setjast til borðs um sexleytið þegar klukkurnar hringja inn jólin. Og ganga frá áður en sest er við gjafirnar. Sú hefð hefði henni þótt erfið þegar hún var lítil. „Það var nú meiri píningin,“ segir Ellen og hlær. Þá sé önnur jólahefð að halda stressinu í lágmarki. „Ég finn það alltaf betur og betur, allt þetta umstang, það er ekki þess virði. Það er bara að vera saman sem er aðalatriðið.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Ellen segir jólaplötur Ellýjar Vilhjálms og Vilhjálms Vilhjálmssonar, Silfurtóna og Golden Gate kvartettsins hafa verið vinsælar á hennar heimili þegar hún var ung. Hún segir samverustundir um jólin þá jólahefð sem henni þykir vænst um þegar hún lítur til baka. „Við vorum náttúrlega á miklum þvælingi, ég sem krakki og unglingur. En jólaminningin er þetta, kærleikur og að vera saman, við systkinin með mömmu, og heyra í systkinum okkar sem bjuggu út í Bandaríkjunum,“ segir Ellen. John Grant og Sinéad með þeim á gamlárskvöld „Svo er ein hefð sem við höfum alltaf á gamlárs, systkinin, og það er að syngja Imagine,“ segir Ellen og að systkinin haldi yfirleitt upp á gamlárskvöld hjá Kristjáni, KK, bróður hennar. Jafnvel séu þau þá með einhvern á línunni meðan þau syngja, til að mynda bróður þeirra sem býr á Seyðisfirði. „Og eitt gamlárskvöld þá var John Grant með okkur og vinkona hans Sinéad O'Connor. Hún var með okkur, og börnin hennar,“ segir Ellen og kemur þáttastjórnanda í opna skjöldu. Ellen segir Sinéad hafa verið í góðu jafnvægi gamlárskvöldið sem þær eyddu saman. Í lok kvöldsins hafi hún spurt Sinéad hvort hún mætti faðma hana og fengið sömu spurningu til baka. „Svo föðmuðumst við og fórum báðar að gráta. Ég var bara að þakka henni fyrir allt hennar sem hún hefur gert,“ segir Ellen. Hér að neðan má hlusta á lag John Lennon, Imagine. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=undefined">watch on YouTube</a>
Jól Tónlist Áramót Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira