Macron ver afar umdeilt útlendingafrumvarp Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. desember 2023 10:38 Macron sagði eftirsjá eftir heilbrigðisráðherranum, sem sagði af sér í mótmælaskyni við frumvarpið, en að maður kæmi í manns stað. AP/Christophe Ena Emmanuel Macron Frakklandsforseti var til viðtals í fréttaskýringaþætti á France 5 í gær, þar sem hann varði meðal annars umdeilt lagafrumvarp um útlendinga sem samþykkt var á þinginu í vikunni. Nýju lögin eru sögð hafa valdið mikilli ólgu innan flokks Macron og samstarfsflokka forsetans í ríkisstjórn og þá hefur Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfundarins, sem áður hét Þjóðfylkingin, fagnað samþykkt laganna sem hugmyndafræðilegum sigri. Velþóknun Le Pen hefur raunar verið kölluð „dauðakoss“ Macron. Macron sagði hins vegar í viðtalinu í gær að lögin endurspegluðu ekki stefnu Þjóðfundarins og að baráttan gegn ólöglegum innflutningi fólks væri ekki einkamál hægrisins. Þá benti hann á að lögin nytu víðtæks stuðnings í samfélaginu. Upphaflegum drögum frumvarpsins var hafnað af þingmönnum yst á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. Textanum var þá breytt en í honum er meðal annars kveðið á um strangari skilyrði fyrir bótum og fyrir aðflutningi ástvina innflytjenda. Sumum þykja lögin raunar mismuna á milli þeirra sem fæddir eru í Frakklandi og löglegra innflytjenda en á móti kemur að samkomulag náðist um að banna vistun barna í sérstökum móttökumiðstöðvum. Macron sagðist ekki sammála öllum þeim breytingum sem gerðar hefðu verið á frumvarpinu en fólk yrði að átta sig á því að gildi væru eitt og raunveruleikinn annað. Endanleg útgáfa væri afrakstur málamiðlana en það hefði ekki komið til greina að gefast upp og gera ekki neitt. „Við erum land sem hefur ávallt boðið fólk velkomið og við munu gera það áfram. En við verðum að stöðva ólöglegan aðflutning fólks og ferlarnir okkar eru of langir og flóknir til að geta gert það og það þýðir stjórnleysi,“ sagði forsetinn. Efst á forgangslistanum væri að stöðva þennan ólöglega aðflutning og síðan að stuðla að betri aðlögun gegnum tungumálakennslu og atvinnu. Þetta væru markmið frumvarpsins. Frakkland Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Sjá meira
Nýju lögin eru sögð hafa valdið mikilli ólgu innan flokks Macron og samstarfsflokka forsetans í ríkisstjórn og þá hefur Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfundarins, sem áður hét Þjóðfylkingin, fagnað samþykkt laganna sem hugmyndafræðilegum sigri. Velþóknun Le Pen hefur raunar verið kölluð „dauðakoss“ Macron. Macron sagði hins vegar í viðtalinu í gær að lögin endurspegluðu ekki stefnu Þjóðfundarins og að baráttan gegn ólöglegum innflutningi fólks væri ekki einkamál hægrisins. Þá benti hann á að lögin nytu víðtæks stuðnings í samfélaginu. Upphaflegum drögum frumvarpsins var hafnað af þingmönnum yst á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. Textanum var þá breytt en í honum er meðal annars kveðið á um strangari skilyrði fyrir bótum og fyrir aðflutningi ástvina innflytjenda. Sumum þykja lögin raunar mismuna á milli þeirra sem fæddir eru í Frakklandi og löglegra innflytjenda en á móti kemur að samkomulag náðist um að banna vistun barna í sérstökum móttökumiðstöðvum. Macron sagðist ekki sammála öllum þeim breytingum sem gerðar hefðu verið á frumvarpinu en fólk yrði að átta sig á því að gildi væru eitt og raunveruleikinn annað. Endanleg útgáfa væri afrakstur málamiðlana en það hefði ekki komið til greina að gefast upp og gera ekki neitt. „Við erum land sem hefur ávallt boðið fólk velkomið og við munu gera það áfram. En við verðum að stöðva ólöglegan aðflutning fólks og ferlarnir okkar eru of langir og flóknir til að geta gert það og það þýðir stjórnleysi,“ sagði forsetinn. Efst á forgangslistanum væri að stöðva þennan ólöglega aðflutning og síðan að stuðla að betri aðlögun gegnum tungumálakennslu og atvinnu. Þetta væru markmið frumvarpsins.
Frakkland Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Sjá meira