Flytja fólkið til Íslands frá Egyptalandi þegar það kemst frá Gasa Lovísa Arnardóttir skrifar 20. desember 2023 15:54 Guðmundur Ingi Guðbrandsson0 er félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra. Ráðuneyti hans er með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) um aðstoð vegna flóttafólks sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga. Vísir/Ívar Fannar Vinnumálastofnun hefur sent beiðni til Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar (IOM) vegna þeirra rúmlega hundrað einstaklinga sem eru á Gasa og eru komin með dvalarleyfi á Íslandi vegna fjölskyldusameiningar. IOM hefur svarað því og sagt að þau muni aðstoða við flutning fólksins frá Kaíró í Egyptalandi þegar fólkið er komið þangað.Þetta kemur fram í svari félags- og vinnumarkaðsráðuneytis til fréttastofu um málið. Fjallað var um það í kvöldfréttum síðustu helgi að þrátt fyrir að gefin hafi verið út 100 dvalarleyfi til palestínskra íbúa frá upphafi októbermánaðar hefur enginn komist til landsins eða frá Gasa. Komast ekki frá Gasa Ráðuneytið er með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) um aðstoð vegna flóttafólks sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga. Vinnumálastofnun hefur verið falið, samkvæmt svari ráðuneytis, af ráðuneytinu að sjá um samskipti við IOM þegar þörf er á flutningi fólks til landsins með aðkomu IOM. Það getur til dæmis verið þörf á því þegar fólk er ekki með vegabréf eða þegar um fylgdarlaus börn er að ræða. „Vinnumálastofnun sendir þá út beiðni til IOM um flutning á viðkomandi til landsins á grundvelli samningsins og IOM sér um framkvæmd flutningsins,“ segir í svarinu og að engin frekari aðkoma ráðuneytisins eða Vinnumálastofnunar sé að ferlinu þegar kemur að flutningi fólks til landsins með aðkomu IOM en að á Gasa sé staðan sú að fólk kemst almennt ekki yfir til nágrannaríkjanna. Fjölskyldan föst Fjölskyldufaðir frá Palestínu sagði frá því í Kvöldfréttum Stöðvar 2 síðustu helgi að þrátt fyrir að fjölskylda hans hafi verið komin með dvalarleyfi á Íslandi fyrir um mánuði síðan séu þau enn föst á Gasa. Hann sagði erfitt að útskýra fyrir börnunum að þau séu með leyfi á Íslandi en ekki sé hægt að koma þeim út. Landamæri Palestínu í Gasa eru aðeins opin á tveimur stöðum. Við Rafah í Egyptalandi og svo við Kerem Shalom sem eru landamæri sem liggja að Egyptalandi og Ísrael. Þau landamæri voru opnuð á sunnudag í fyrsta sinn frá því að átökin stigmögnuðustu í upphafi októbermánaðar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Egyptaland Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Óeining innan stjórnkerfisins varðandi vopnahlésályktun Atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna var frestað í annað sinn í gær. Enn er unnið að því að haga textanum þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá. 20. desember 2023 08:26 Freista þess að ná saman um texta ályktunar um vopnahlé Atkvæðagreiðslu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ályktun um ákall eftir vopnahlé á Gasa var frestað í gær til að freista þess að forðast að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. 19. desember 2023 09:19 Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
IOM hefur svarað því og sagt að þau muni aðstoða við flutning fólksins frá Kaíró í Egyptalandi þegar fólkið er komið þangað.Þetta kemur fram í svari félags- og vinnumarkaðsráðuneytis til fréttastofu um málið. Fjallað var um það í kvöldfréttum síðustu helgi að þrátt fyrir að gefin hafi verið út 100 dvalarleyfi til palestínskra íbúa frá upphafi októbermánaðar hefur enginn komist til landsins eða frá Gasa. Komast ekki frá Gasa Ráðuneytið er með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) um aðstoð vegna flóttafólks sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga. Vinnumálastofnun hefur verið falið, samkvæmt svari ráðuneytis, af ráðuneytinu að sjá um samskipti við IOM þegar þörf er á flutningi fólks til landsins með aðkomu IOM. Það getur til dæmis verið þörf á því þegar fólk er ekki með vegabréf eða þegar um fylgdarlaus börn er að ræða. „Vinnumálastofnun sendir þá út beiðni til IOM um flutning á viðkomandi til landsins á grundvelli samningsins og IOM sér um framkvæmd flutningsins,“ segir í svarinu og að engin frekari aðkoma ráðuneytisins eða Vinnumálastofnunar sé að ferlinu þegar kemur að flutningi fólks til landsins með aðkomu IOM en að á Gasa sé staðan sú að fólk kemst almennt ekki yfir til nágrannaríkjanna. Fjölskyldan föst Fjölskyldufaðir frá Palestínu sagði frá því í Kvöldfréttum Stöðvar 2 síðustu helgi að þrátt fyrir að fjölskylda hans hafi verið komin með dvalarleyfi á Íslandi fyrir um mánuði síðan séu þau enn föst á Gasa. Hann sagði erfitt að útskýra fyrir börnunum að þau séu með leyfi á Íslandi en ekki sé hægt að koma þeim út. Landamæri Palestínu í Gasa eru aðeins opin á tveimur stöðum. Við Rafah í Egyptalandi og svo við Kerem Shalom sem eru landamæri sem liggja að Egyptalandi og Ísrael. Þau landamæri voru opnuð á sunnudag í fyrsta sinn frá því að átökin stigmögnuðustu í upphafi októbermánaðar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Egyptaland Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Óeining innan stjórnkerfisins varðandi vopnahlésályktun Atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna var frestað í annað sinn í gær. Enn er unnið að því að haga textanum þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá. 20. desember 2023 08:26 Freista þess að ná saman um texta ályktunar um vopnahlé Atkvæðagreiðslu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ályktun um ákall eftir vopnahlé á Gasa var frestað í gær til að freista þess að forðast að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. 19. desember 2023 09:19 Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Óeining innan stjórnkerfisins varðandi vopnahlésályktun Atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna var frestað í annað sinn í gær. Enn er unnið að því að haga textanum þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá. 20. desember 2023 08:26
Freista þess að ná saman um texta ályktunar um vopnahlé Atkvæðagreiðslu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ályktun um ákall eftir vopnahlé á Gasa var frestað í gær til að freista þess að forðast að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. 19. desember 2023 09:19
Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37