Sisi vinnur þriðja kjörtímabilið með miklum yfirburðum Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2023 15:20 Abdel Fattah el-Sisi hefur verið forseti Egyptalands frá 2014. AP/Amr Nabil Abdel Fattah el-Sisi, forseti Egyptalands, vann yfirburðasigur í forsetakosningum og tryggði sér þriðja kjörtímabilið. Hann fékk 89,6 prósent atkvæða en mótframbjóðendur Sisi eru lítið sem ekkert þekktir í Egyptalandi. Yfirkjörstjórn landsins segir 66,8 prósent af rúmum 67 milljónum kjósenda Egyptalands hafa tekið þátt í kosningunum. Það er talið geta verið hæsta kjörsókn í sögu Egyptalands. Sisi er fyrrverandi herforingi og hefur verið við völd í Egyptalandi frá 2014, þegar hann velti Bræðralagi múslima úr sessi og bannað samtökin í Egyptalandi. Hann hefur setið tvö fjögurra ára kjörtímabil en þau voru lengd í sex ár með breytingu á stjórnarskrá árið 2019. Stjórnarskráin meinar þó forsetum að sitja lengur í embætti en þrjú kjörtímabil. Sisi mun hafa fengið 97 prósent atkvæða í kosningum 2014 og árið 2018. Í gegnum árin hefur Sisi þaggað niður í eða fangelsað þúsundir pólitískra andstæðinga sinna og gagnrýnenda. Sisi mun hafa fengið 97 prósent atkvæða í kosningum 2014 og árið 2018.AP/Forsetaembætti Egyptalands Eins og áður segir voru mótframbjóðendur Sisi lítið þekktir í Egyptalandi og virtist sigur hans því aldrei annað en öruggur. Helsti pólitíski andstæðingur Sisi, Ahmed Tantawy, dró framboð sitt til baka í október og sagði embættismenn og fauta hafa veist að stuðningsmönnum sínum. Honum hafði þá mistekist að tryggja sér nægilegan fjölda undirskrifta til að geta farið í framboð. Yfirkjörstjórn Egyptalands gaf lítið fyrir ásakanir Tantawy. Efnahagsvandræði í forgangi Egyptar hafa um árabil átt við umfangsmikla efnahagsörðugleika að etja. Verðbólga þar mælist nú meiri en þrjátíu prósent milli mánaða og undanfarin tvö ár hefur egypska puntið tapað helmingi af verðmæti sínu, borið saman við bandaríska dalinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Um þriðjungur 105 milljóna íbúa Egyptalands er talinn búa undir fátæktarmörkum. Sisi gerði það að sínu helsta kosningamáli að berjast gegn efnahagsvandræðum Egypta. Sérfræðingar segja óstjórn í efnahagsmálum eiga stóran hlut í vandamálum Egypta. Ríkisreknum fyrirtækjum hafi vaxið ásmegin um langt skeið og þau hafi bolað einkafyrirtækjum á brott, svo mörg hafi orðið gjaldþrota. Þetta eigi við á ýmsum sviðum efnahagslífs Egyptalands. Þá kom faraldur Covid-19 verulega niður á hagkerfi Egyptalands, eins og innrás Rússa í Úkraínu, en bæði atvik hafa leitt til óstöðugleika á heimsvísu. Egyptaland Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Yfirkjörstjórn landsins segir 66,8 prósent af rúmum 67 milljónum kjósenda Egyptalands hafa tekið þátt í kosningunum. Það er talið geta verið hæsta kjörsókn í sögu Egyptalands. Sisi er fyrrverandi herforingi og hefur verið við völd í Egyptalandi frá 2014, þegar hann velti Bræðralagi múslima úr sessi og bannað samtökin í Egyptalandi. Hann hefur setið tvö fjögurra ára kjörtímabil en þau voru lengd í sex ár með breytingu á stjórnarskrá árið 2019. Stjórnarskráin meinar þó forsetum að sitja lengur í embætti en þrjú kjörtímabil. Sisi mun hafa fengið 97 prósent atkvæða í kosningum 2014 og árið 2018. Í gegnum árin hefur Sisi þaggað niður í eða fangelsað þúsundir pólitískra andstæðinga sinna og gagnrýnenda. Sisi mun hafa fengið 97 prósent atkvæða í kosningum 2014 og árið 2018.AP/Forsetaembætti Egyptalands Eins og áður segir voru mótframbjóðendur Sisi lítið þekktir í Egyptalandi og virtist sigur hans því aldrei annað en öruggur. Helsti pólitíski andstæðingur Sisi, Ahmed Tantawy, dró framboð sitt til baka í október og sagði embættismenn og fauta hafa veist að stuðningsmönnum sínum. Honum hafði þá mistekist að tryggja sér nægilegan fjölda undirskrifta til að geta farið í framboð. Yfirkjörstjórn Egyptalands gaf lítið fyrir ásakanir Tantawy. Efnahagsvandræði í forgangi Egyptar hafa um árabil átt við umfangsmikla efnahagsörðugleika að etja. Verðbólga þar mælist nú meiri en þrjátíu prósent milli mánaða og undanfarin tvö ár hefur egypska puntið tapað helmingi af verðmæti sínu, borið saman við bandaríska dalinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Um þriðjungur 105 milljóna íbúa Egyptalands er talinn búa undir fátæktarmörkum. Sisi gerði það að sínu helsta kosningamáli að berjast gegn efnahagsvandræðum Egypta. Sérfræðingar segja óstjórn í efnahagsmálum eiga stóran hlut í vandamálum Egypta. Ríkisreknum fyrirtækjum hafi vaxið ásmegin um langt skeið og þau hafi bolað einkafyrirtækjum á brott, svo mörg hafi orðið gjaldþrota. Þetta eigi við á ýmsum sviðum efnahagslífs Egyptalands. Þá kom faraldur Covid-19 verulega niður á hagkerfi Egyptalands, eins og innrás Rússa í Úkraínu, en bæði atvik hafa leitt til óstöðugleika á heimsvísu.
Egyptaland Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira