Sisi vinnur þriðja kjörtímabilið með miklum yfirburðum Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2023 15:20 Abdel Fattah el-Sisi hefur verið forseti Egyptalands frá 2014. AP/Amr Nabil Abdel Fattah el-Sisi, forseti Egyptalands, vann yfirburðasigur í forsetakosningum og tryggði sér þriðja kjörtímabilið. Hann fékk 89,6 prósent atkvæða en mótframbjóðendur Sisi eru lítið sem ekkert þekktir í Egyptalandi. Yfirkjörstjórn landsins segir 66,8 prósent af rúmum 67 milljónum kjósenda Egyptalands hafa tekið þátt í kosningunum. Það er talið geta verið hæsta kjörsókn í sögu Egyptalands. Sisi er fyrrverandi herforingi og hefur verið við völd í Egyptalandi frá 2014, þegar hann velti Bræðralagi múslima úr sessi og bannað samtökin í Egyptalandi. Hann hefur setið tvö fjögurra ára kjörtímabil en þau voru lengd í sex ár með breytingu á stjórnarskrá árið 2019. Stjórnarskráin meinar þó forsetum að sitja lengur í embætti en þrjú kjörtímabil. Sisi mun hafa fengið 97 prósent atkvæða í kosningum 2014 og árið 2018. Í gegnum árin hefur Sisi þaggað niður í eða fangelsað þúsundir pólitískra andstæðinga sinna og gagnrýnenda. Sisi mun hafa fengið 97 prósent atkvæða í kosningum 2014 og árið 2018.AP/Forsetaembætti Egyptalands Eins og áður segir voru mótframbjóðendur Sisi lítið þekktir í Egyptalandi og virtist sigur hans því aldrei annað en öruggur. Helsti pólitíski andstæðingur Sisi, Ahmed Tantawy, dró framboð sitt til baka í október og sagði embættismenn og fauta hafa veist að stuðningsmönnum sínum. Honum hafði þá mistekist að tryggja sér nægilegan fjölda undirskrifta til að geta farið í framboð. Yfirkjörstjórn Egyptalands gaf lítið fyrir ásakanir Tantawy. Efnahagsvandræði í forgangi Egyptar hafa um árabil átt við umfangsmikla efnahagsörðugleika að etja. Verðbólga þar mælist nú meiri en þrjátíu prósent milli mánaða og undanfarin tvö ár hefur egypska puntið tapað helmingi af verðmæti sínu, borið saman við bandaríska dalinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Um þriðjungur 105 milljóna íbúa Egyptalands er talinn búa undir fátæktarmörkum. Sisi gerði það að sínu helsta kosningamáli að berjast gegn efnahagsvandræðum Egypta. Sérfræðingar segja óstjórn í efnahagsmálum eiga stóran hlut í vandamálum Egypta. Ríkisreknum fyrirtækjum hafi vaxið ásmegin um langt skeið og þau hafi bolað einkafyrirtækjum á brott, svo mörg hafi orðið gjaldþrota. Þetta eigi við á ýmsum sviðum efnahagslífs Egyptalands. Þá kom faraldur Covid-19 verulega niður á hagkerfi Egyptalands, eins og innrás Rússa í Úkraínu, en bæði atvik hafa leitt til óstöðugleika á heimsvísu. Egyptaland Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Yfirkjörstjórn landsins segir 66,8 prósent af rúmum 67 milljónum kjósenda Egyptalands hafa tekið þátt í kosningunum. Það er talið geta verið hæsta kjörsókn í sögu Egyptalands. Sisi er fyrrverandi herforingi og hefur verið við völd í Egyptalandi frá 2014, þegar hann velti Bræðralagi múslima úr sessi og bannað samtökin í Egyptalandi. Hann hefur setið tvö fjögurra ára kjörtímabil en þau voru lengd í sex ár með breytingu á stjórnarskrá árið 2019. Stjórnarskráin meinar þó forsetum að sitja lengur í embætti en þrjú kjörtímabil. Sisi mun hafa fengið 97 prósent atkvæða í kosningum 2014 og árið 2018. Í gegnum árin hefur Sisi þaggað niður í eða fangelsað þúsundir pólitískra andstæðinga sinna og gagnrýnenda. Sisi mun hafa fengið 97 prósent atkvæða í kosningum 2014 og árið 2018.AP/Forsetaembætti Egyptalands Eins og áður segir voru mótframbjóðendur Sisi lítið þekktir í Egyptalandi og virtist sigur hans því aldrei annað en öruggur. Helsti pólitíski andstæðingur Sisi, Ahmed Tantawy, dró framboð sitt til baka í október og sagði embættismenn og fauta hafa veist að stuðningsmönnum sínum. Honum hafði þá mistekist að tryggja sér nægilegan fjölda undirskrifta til að geta farið í framboð. Yfirkjörstjórn Egyptalands gaf lítið fyrir ásakanir Tantawy. Efnahagsvandræði í forgangi Egyptar hafa um árabil átt við umfangsmikla efnahagsörðugleika að etja. Verðbólga þar mælist nú meiri en þrjátíu prósent milli mánaða og undanfarin tvö ár hefur egypska puntið tapað helmingi af verðmæti sínu, borið saman við bandaríska dalinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Um þriðjungur 105 milljóna íbúa Egyptalands er talinn búa undir fátæktarmörkum. Sisi gerði það að sínu helsta kosningamáli að berjast gegn efnahagsvandræðum Egypta. Sérfræðingar segja óstjórn í efnahagsmálum eiga stóran hlut í vandamálum Egypta. Ríkisreknum fyrirtækjum hafi vaxið ásmegin um langt skeið og þau hafi bolað einkafyrirtækjum á brott, svo mörg hafi orðið gjaldþrota. Þetta eigi við á ýmsum sviðum efnahagslífs Egyptalands. Þá kom faraldur Covid-19 verulega niður á hagkerfi Egyptalands, eins og innrás Rússa í Úkraínu, en bæði atvik hafa leitt til óstöðugleika á heimsvísu.
Egyptaland Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira