Flokkur forsetans með stórsigur í þingkosningum Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2023 08:00 Aleksandar Vucic Serbíuforseti fagnaði í gærkvöldi. AP Flokkur Aleksandar Vucic Serbíuforseta virðist hafa unnið stórsigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Forsetinn segir stefna í að flokkurinn nái að tryggja sér hreinan meirihluta. Þegar búið er að telja um áttatíu prósent atkvæða hefur flokkur Vucic, hægri popúlistaflokkurinn Framfaraflokkurinn (SNS), tryggt sér nærri 47 prósent akvæða. Bandalag stjórnarandstöðuflokka, sem saman gengur undir nafninu Serbía gegn ofbeldi, hefur samkvæmt einungis tryggt sér rúmlega 23 prósent atkvæða. Þó að nafn Vucic hafi ekki verið á kjörseðlinum var almennt litið á kosningar gærdagsins sem þjóðaratkvæðagreiðslu um Vucic og störf hans. „Mitt starf er að gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja hreinan meirihluta,“ sagði Vucic í gærkvöldi þar sem hann ávarpaði þjóð sína með forsætisráðherrann Ana Brnabic og umdeildan leiðtoga Bosníuserba, Milorad Dodik, sér við hlið. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að tölur frá 8.273 kjörstöðum landsins bendi til stórsigurs Framfaraflokksins en að mun mjórra hafi verið á munum milli Framfaraflokksins og stjórnarandstöðu meðal kjósenda í höfuðborginni Belgrad. Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í landinu samhliða þingkosningunum. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og segja misræmi hafa verið í talningu atkvæða. Bandalag stjórnarandstöðuflokka, Serbía gegn ofbeldi, var myndað í kjölfar tveggja fjöldamorða í landinu í maí síðastliðnum sem leiddi til fjölmennra mótmæla, en nítján manns lífið létu lífið í árásunum og þar af tíu manns í skóla í Belgrad. Framfaraflokkurinn hefur stýrt Serbíu frá árinu 2012, en boðað hefur verið til þingkosninga í landinu í þrígang á síðustu þremur árum. Vucic tók við embætti forsætisráðherra Serbíu árið 2014 en tók við forsetaembættinu árið 2017 og hefur gegnt því síðan. Serbía Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Þegar búið er að telja um áttatíu prósent atkvæða hefur flokkur Vucic, hægri popúlistaflokkurinn Framfaraflokkurinn (SNS), tryggt sér nærri 47 prósent akvæða. Bandalag stjórnarandstöðuflokka, sem saman gengur undir nafninu Serbía gegn ofbeldi, hefur samkvæmt einungis tryggt sér rúmlega 23 prósent atkvæða. Þó að nafn Vucic hafi ekki verið á kjörseðlinum var almennt litið á kosningar gærdagsins sem þjóðaratkvæðagreiðslu um Vucic og störf hans. „Mitt starf er að gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja hreinan meirihluta,“ sagði Vucic í gærkvöldi þar sem hann ávarpaði þjóð sína með forsætisráðherrann Ana Brnabic og umdeildan leiðtoga Bosníuserba, Milorad Dodik, sér við hlið. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að tölur frá 8.273 kjörstöðum landsins bendi til stórsigurs Framfaraflokksins en að mun mjórra hafi verið á munum milli Framfaraflokksins og stjórnarandstöðu meðal kjósenda í höfuðborginni Belgrad. Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í landinu samhliða þingkosningunum. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og segja misræmi hafa verið í talningu atkvæða. Bandalag stjórnarandstöðuflokka, Serbía gegn ofbeldi, var myndað í kjölfar tveggja fjöldamorða í landinu í maí síðastliðnum sem leiddi til fjölmennra mótmæla, en nítján manns lífið létu lífið í árásunum og þar af tíu manns í skóla í Belgrad. Framfaraflokkurinn hefur stýrt Serbíu frá árinu 2012, en boðað hefur verið til þingkosninga í landinu í þrígang á síðustu þremur árum. Vucic tók við embætti forsætisráðherra Serbíu árið 2014 en tók við forsetaembættinu árið 2017 og hefur gegnt því síðan.
Serbía Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira