Listaverk úr grjóti hjá múrarameistara á Sauðárkróki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. desember 2023 20:31 Aðalsteinn J. Maríusson múrarameistari og handverksmaður á Sauðárkróki í bílskúrnum við heimili sitt, sem er eins og ævintýraheimur að komast í. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ævintýri líkast að komast inn í einn af bílskúrnum á Sauðárkróki því þar er 85 ára múrarameistari með steinasafnið sitt og annað spennandi handverk, sem hann er að fást við á hverju degi. Það er ævintýraheimur að komast í bílskúrinn hjá Aðalsteini J. Maríussyni og sjá allt það fallega handverk sem hann er að vinna, ekki síst úr grjóti. Svo er allt svo snyrtilegt og fínt í bílskúrnum, steinunum raðað upp á hillurnar og öðru handverki komið haganlega fyrir. Aðalsteinn hefur starfað við múrverk í 57 ára en þegar aldurinn fór að segja til sín ákvað hann að finna sér eitthvað til að dunda við og þá komu steinarnir við sögu, saga þá, slípa og gera fína. „Jú, þetta er alltaf jafn gaman. Hér er engin tími, maður lítur aldrei á klukku eða þess háttar. Það er alltaf eitthvað sem bíður og tíminn, manni finnst tíminn líða stundum of hratt, maður hefur ekki við að klára eða ljúka ákveðnum verkefnum, það er svoleiðis,” segir Aðalsteinn. Aðalsteinn ásamt eiginkonu sinni, Engilráð M. Sigurðardóttir, sem stendur eins og klettur við hlið mannsins síns í öllum þeim verkefnum, sem hann er að vinna að. Hún sér til dæmis um öll tölvumál og þess háttar samskipti við viðskiptavini.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og litlu fánastangirnar hjá Aðalsteini rjúka út eins og heitar lummur. „Það er granít steinn í þessu og í rauninni helgur steinn, þetta er afgangur, sem kom úr kirkjugarðinum. Svo er ég með íslenska steina, blágrýti líka í stöngunum úr fjörunni. Fjörusteinarnir eru mitt uppáhald líka, blágrýtið, það er nóg til að góðum steinum hér í Skagafirði,” bætir hann við. Fánastangirnar hjá Aðalsteini eru mjög vinsælar enda mjög fallegar og vel gerðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er ekki hægt að kveðja Aðalstein án þess að fá að sjá steinaklukkurnar hans aðeins, þær eru mjög fallegar og vinsælar í gjafir. „Ég er meðal annars með blágrýti í því, stundum röndótt, sem er mjög skemmtilegt. Svo bara kippir maður klukkunni úr og setur batterí í,” segir Aðalsteinn og bætir við að allir séu velkomnir í bílskúrinn hans til að skoða steinana eða annað, sem hann er að fást við skúrnum sínum. Aðalsteinn er alla daga eitthvað að bardúsa í bílskúrnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Aðalsteins þar sem hægt er að skoða verkin hans og fleira Skagafjörður Handverk Menning Eldri borgarar Mest lesið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira
Það er ævintýraheimur að komast í bílskúrinn hjá Aðalsteini J. Maríussyni og sjá allt það fallega handverk sem hann er að vinna, ekki síst úr grjóti. Svo er allt svo snyrtilegt og fínt í bílskúrnum, steinunum raðað upp á hillurnar og öðru handverki komið haganlega fyrir. Aðalsteinn hefur starfað við múrverk í 57 ára en þegar aldurinn fór að segja til sín ákvað hann að finna sér eitthvað til að dunda við og þá komu steinarnir við sögu, saga þá, slípa og gera fína. „Jú, þetta er alltaf jafn gaman. Hér er engin tími, maður lítur aldrei á klukku eða þess háttar. Það er alltaf eitthvað sem bíður og tíminn, manni finnst tíminn líða stundum of hratt, maður hefur ekki við að klára eða ljúka ákveðnum verkefnum, það er svoleiðis,” segir Aðalsteinn. Aðalsteinn ásamt eiginkonu sinni, Engilráð M. Sigurðardóttir, sem stendur eins og klettur við hlið mannsins síns í öllum þeim verkefnum, sem hann er að vinna að. Hún sér til dæmis um öll tölvumál og þess háttar samskipti við viðskiptavini.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og litlu fánastangirnar hjá Aðalsteini rjúka út eins og heitar lummur. „Það er granít steinn í þessu og í rauninni helgur steinn, þetta er afgangur, sem kom úr kirkjugarðinum. Svo er ég með íslenska steina, blágrýti líka í stöngunum úr fjörunni. Fjörusteinarnir eru mitt uppáhald líka, blágrýtið, það er nóg til að góðum steinum hér í Skagafirði,” bætir hann við. Fánastangirnar hjá Aðalsteini eru mjög vinsælar enda mjög fallegar og vel gerðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er ekki hægt að kveðja Aðalstein án þess að fá að sjá steinaklukkurnar hans aðeins, þær eru mjög fallegar og vinsælar í gjafir. „Ég er meðal annars með blágrýti í því, stundum röndótt, sem er mjög skemmtilegt. Svo bara kippir maður klukkunni úr og setur batterí í,” segir Aðalsteinn og bætir við að allir séu velkomnir í bílskúrinn hans til að skoða steinana eða annað, sem hann er að fást við skúrnum sínum. Aðalsteinn er alla daga eitthvað að bardúsa í bílskúrnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Aðalsteins þar sem hægt er að skoða verkin hans og fleira
Skagafjörður Handverk Menning Eldri borgarar Mest lesið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira