Biður ekkjuna afsökunar og verður við beiðni hennar Jakob Bjarnar skrifar 15. desember 2023 18:54 Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans hefur átt samskipti við ekkju Andemariam Beyene, beðið hana afsökunar og orðið við beiðni lögmanns hennar og beint erindi um skaðabætur til ríkislögmanns. vísir/vilhelm Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið mál Andemariam Beyene til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst plastbarkaaðgerð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Þar kemur jafnframt fram að lögmaður ekkju Andemariam Beyene, sem er Sigurður G. Guðjónsson, hafi sent forstjóra spítalans erindi þar sem hann óskar þess að Landspítali kynni erindið fyrir ríkislögmanni og sátt verði gerð um bætur til handa ekkjunni með hans aðkomu. Vísir fjallaði um málið nú síðdegis og greindi frá því því að Sigurður hafi sett fram þá kröfu að leitað verði sátta. Að öðrum kosti yrði höfðað mál á hendur ríkinu og Tómasi Guðbjartssyni lækni. Í tilkynningunni segir að Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans telji rétt að upplýsa starfsmenn spítalans um að hann harmi aðkomu stofnunarinnar að málinu: „[...] að sjúklingi spítalans hafi verið vísað í meðferð á erlendu sjúkrahúsi þar sem framkvæmd var tilraunaaðgerð, án viðeigandi undirbúningsrannsókna, með þeim afleiðingum að sjúklingurinn lést.“ Þá segir að Runólfur hafi átt í samskiptum við Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju sjúklingsins og beðið hana afsökunar á hlut spítalans í málinu. Auk þess hefur hann orðið við beiðni lögmanns ekkjunnar og beint erindi um skaðabætur til ríkislögmanns, en embætti ríkislögmanns er það stjórnvald sem lögum samkvæmt hefur heimildir til þess að semja um slíkar bætur fyrir hönd ríkisins. Hér neðar má sjá tilkynningu Landspítala í heild sinni: Tilkynning frá skrifstofu forstjóra „Nýlega féll endalegur dómur fyrir sænskum dómstólum í máli Paolo Macchiarini, ítalska skurðlæknisins sem framkvæmdi svokallaðar plastbarkaaðgerðir á sjúklingum á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu með þeim afleiðingum að sjúklingarnir létust. Macchiarini var sakfelldur fyrir alvarlega líkamsárás og hefur Hæstiréttur Svíþjóðar synjað beiðni um áfrýjun dómsins. Í dóminum kemur fram að aðgerðirnar hafi ekki byggt á viðunandi vísindalegum og klínískum grunni. Í framhaldinu hefur umræða skapast bæði í innlendum og erlendum fjölmiðlum þar sem fjallað er um niðurstöðu dómsins í víðara samhengi. Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið málið til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst þessa aðgerð, Andemariam Beyene. Lögmaður ekkju Andemariam Beyene hefur sent forstjóra spítalans erindi þar sem hann óskar þess að Landspítali kynni erindið fyrir ríkislögmanni og sátt verði gerð um bætur til handa ekkjunni með hans aðkomu. Forstjóri Landspítala telur rétt að upplýsa starfsmenn spítalans um að hann harmar aðkomu stofnunarinnar að málinu, að sjúklingi spítalans hafi verið vísað í meðferð á erlendu sjúkrahúsi þar sem framkvæmd var tilraunaaðgerð, án viðeigandi undirbúningsrannsókna, með þeim afleiðingum að sjúklingurinn lést. Forstjóri hefur átt samskipti við ekkju sjúklingsins og beðið hana afsökunar á hlut spítalans í málinu. Þá hefur forstjóri orðið við beiðni lögmanns ekkjunnar og beint erindi um skaðabætur til ríkislögmanns, en embætti ríkislögmanns er það stjórnvald sem lögum samkvæmt hefur heimildir til þess að semja um slíkar bætur fyrir hönd ríkisins.“ Landspítalinn Plastbarkamálið Lögmennska Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Þar kemur jafnframt fram að lögmaður ekkju Andemariam Beyene, sem er Sigurður G. Guðjónsson, hafi sent forstjóra spítalans erindi þar sem hann óskar þess að Landspítali kynni erindið fyrir ríkislögmanni og sátt verði gerð um bætur til handa ekkjunni með hans aðkomu. Vísir fjallaði um málið nú síðdegis og greindi frá því því að Sigurður hafi sett fram þá kröfu að leitað verði sátta. Að öðrum kosti yrði höfðað mál á hendur ríkinu og Tómasi Guðbjartssyni lækni. Í tilkynningunni segir að Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans telji rétt að upplýsa starfsmenn spítalans um að hann harmi aðkomu stofnunarinnar að málinu: „[...] að sjúklingi spítalans hafi verið vísað í meðferð á erlendu sjúkrahúsi þar sem framkvæmd var tilraunaaðgerð, án viðeigandi undirbúningsrannsókna, með þeim afleiðingum að sjúklingurinn lést.“ Þá segir að Runólfur hafi átt í samskiptum við Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju sjúklingsins og beðið hana afsökunar á hlut spítalans í málinu. Auk þess hefur hann orðið við beiðni lögmanns ekkjunnar og beint erindi um skaðabætur til ríkislögmanns, en embætti ríkislögmanns er það stjórnvald sem lögum samkvæmt hefur heimildir til þess að semja um slíkar bætur fyrir hönd ríkisins. Hér neðar má sjá tilkynningu Landspítala í heild sinni: Tilkynning frá skrifstofu forstjóra „Nýlega féll endalegur dómur fyrir sænskum dómstólum í máli Paolo Macchiarini, ítalska skurðlæknisins sem framkvæmdi svokallaðar plastbarkaaðgerðir á sjúklingum á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu með þeim afleiðingum að sjúklingarnir létust. Macchiarini var sakfelldur fyrir alvarlega líkamsárás og hefur Hæstiréttur Svíþjóðar synjað beiðni um áfrýjun dómsins. Í dóminum kemur fram að aðgerðirnar hafi ekki byggt á viðunandi vísindalegum og klínískum grunni. Í framhaldinu hefur umræða skapast bæði í innlendum og erlendum fjölmiðlum þar sem fjallað er um niðurstöðu dómsins í víðara samhengi. Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið málið til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst þessa aðgerð, Andemariam Beyene. Lögmaður ekkju Andemariam Beyene hefur sent forstjóra spítalans erindi þar sem hann óskar þess að Landspítali kynni erindið fyrir ríkislögmanni og sátt verði gerð um bætur til handa ekkjunni með hans aðkomu. Forstjóri Landspítala telur rétt að upplýsa starfsmenn spítalans um að hann harmar aðkomu stofnunarinnar að málinu, að sjúklingi spítalans hafi verið vísað í meðferð á erlendu sjúkrahúsi þar sem framkvæmd var tilraunaaðgerð, án viðeigandi undirbúningsrannsókna, með þeim afleiðingum að sjúklingurinn lést. Forstjóri hefur átt samskipti við ekkju sjúklingsins og beðið hana afsökunar á hlut spítalans í málinu. Þá hefur forstjóri orðið við beiðni lögmanns ekkjunnar og beint erindi um skaðabætur til ríkislögmanns, en embætti ríkislögmanns er það stjórnvald sem lögum samkvæmt hefur heimildir til þess að semja um slíkar bætur fyrir hönd ríkisins.“
Landspítalinn Plastbarkamálið Lögmennska Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira