Grætt á neyð Grindvíkinga Hörður Guðbrandsson og Einar Hannes Harðarson skrifa 15. desember 2023 13:00 Að undanförnu höfum við staðið fyrir ákalli til lífeyrissjóða um að hjálpa Grindvíkingum í neyð. Eins og allir vita stendur heilt bæjarfélag nú frammi fyrir því að þurfa að fara inn á sturlaðan leigumarkað til að búa sér til heimili til skamms tíma. Bankarnir brugðust við ákalli okkar Grindvíkinga um að fella niður vexti og verðbætur næstu þrjá mánuði, til að byrja með. Lífeyrissjóðirnir hafa hins vegar ekki svarað þessu kalli. Ágætt er að skýra hér hvers vegna við förum fram á þetta. Við erum með raundæmi um einstakling sem er með 44 milljóna króna lán hjá Gildi lífeyrissjóði. Hann fær afborganir af höfuðstóli frystar í þrjá mánuði en enga niðurfellingu á vöxtum og verðbótum, eins og stæði honum til boða ef hann væri með lán hjá banka. Þessi einstaklingur þarf vegna þessa að greiða aukalega 9,2 milljónir af láninu sínu yfir lánstímann. Afborgun af láninu hækkar um rúmlega 5% af mánuði og heildargreiðsla yfir samningstímann einnig. Sjóðurinn græðir á neyð Grindvíkinga. Fyrsta viðkvæði lífeyrissjóða, þegar þessi krafa var fyrst sett fram, var að þeim væri ekki heimilt, vegna þeirra laga og reglna sem þeir starfa eftir, að fella niður vexti og verðbætur. Fátt var um svör þegar farið var fram á að vísað yrði í þau lög og þær reglur. Núna, mánuði eftir að við þurftum að flýja heimili okkar, er búið að kaupa lögfræðiálit af stofu út í bæ. Niðurstaðan er einmitt sú sem stjórnendur Gildis vildu. Hvað ætli Gildi hafi greitt fyrir þetta álit? Um áramótin tekur nýr framkvæmdastjóri við hjá Gildi. Fráfarandi framkvæmdastjóri fékk níu mánaða ráðgjafasamning frá sjóðnum okkar í starfslokagjöf. Í heilt ár hefur sá sem á að taka við stöðunni verið í læri hjá núverandi framkvæmdastjóra. Sjóðfélagar munu því þurfa að halda uppi tveimur framkvæmdastjórum – hálaunakörlum – á launum í 21 mánuð þar sem þeir geta ráðlagt hvor öðrum. Hann er sennilega miklu hærri, kostnaðurinn sem sjóðfélagar þurfa að greiða fyrir að skipta um framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Gildis, heldur en sú fjárhæð sem hefði þurft að reiða fram til að koma til móts við Grindvíkinga sem flýja hafa þurft heimili sín. Það er ljóst að samtrygging elítunnar hefur sjaldan verið sterkari en núna. Við skorum á fráfarandi framkvæmdastjóra Gildis að afþakka starfslokagjöfina og semja um hefðbundinn þriggja mánaða uppsagnarfrest eins og óbreyttum sjóðfélögum úti í samfélaginu stendur til boða c fólkinu sem hann vinnur fyrir. Svo væri hægt að nota mismuninn til að hjálpa Grindvíkingum í neyð. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur.Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Lífeyrissjóðir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu höfum við staðið fyrir ákalli til lífeyrissjóða um að hjálpa Grindvíkingum í neyð. Eins og allir vita stendur heilt bæjarfélag nú frammi fyrir því að þurfa að fara inn á sturlaðan leigumarkað til að búa sér til heimili til skamms tíma. Bankarnir brugðust við ákalli okkar Grindvíkinga um að fella niður vexti og verðbætur næstu þrjá mánuði, til að byrja með. Lífeyrissjóðirnir hafa hins vegar ekki svarað þessu kalli. Ágætt er að skýra hér hvers vegna við förum fram á þetta. Við erum með raundæmi um einstakling sem er með 44 milljóna króna lán hjá Gildi lífeyrissjóði. Hann fær afborganir af höfuðstóli frystar í þrjá mánuði en enga niðurfellingu á vöxtum og verðbótum, eins og stæði honum til boða ef hann væri með lán hjá banka. Þessi einstaklingur þarf vegna þessa að greiða aukalega 9,2 milljónir af láninu sínu yfir lánstímann. Afborgun af láninu hækkar um rúmlega 5% af mánuði og heildargreiðsla yfir samningstímann einnig. Sjóðurinn græðir á neyð Grindvíkinga. Fyrsta viðkvæði lífeyrissjóða, þegar þessi krafa var fyrst sett fram, var að þeim væri ekki heimilt, vegna þeirra laga og reglna sem þeir starfa eftir, að fella niður vexti og verðbætur. Fátt var um svör þegar farið var fram á að vísað yrði í þau lög og þær reglur. Núna, mánuði eftir að við þurftum að flýja heimili okkar, er búið að kaupa lögfræðiálit af stofu út í bæ. Niðurstaðan er einmitt sú sem stjórnendur Gildis vildu. Hvað ætli Gildi hafi greitt fyrir þetta álit? Um áramótin tekur nýr framkvæmdastjóri við hjá Gildi. Fráfarandi framkvæmdastjóri fékk níu mánaða ráðgjafasamning frá sjóðnum okkar í starfslokagjöf. Í heilt ár hefur sá sem á að taka við stöðunni verið í læri hjá núverandi framkvæmdastjóra. Sjóðfélagar munu því þurfa að halda uppi tveimur framkvæmdastjórum – hálaunakörlum – á launum í 21 mánuð þar sem þeir geta ráðlagt hvor öðrum. Hann er sennilega miklu hærri, kostnaðurinn sem sjóðfélagar þurfa að greiða fyrir að skipta um framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Gildis, heldur en sú fjárhæð sem hefði þurft að reiða fram til að koma til móts við Grindvíkinga sem flýja hafa þurft heimili sín. Það er ljóst að samtrygging elítunnar hefur sjaldan verið sterkari en núna. Við skorum á fráfarandi framkvæmdastjóra Gildis að afþakka starfslokagjöfina og semja um hefðbundinn þriggja mánaða uppsagnarfrest eins og óbreyttum sjóðfélögum úti í samfélaginu stendur til boða c fólkinu sem hann vinnur fyrir. Svo væri hægt að nota mismuninn til að hjálpa Grindvíkingum í neyð. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur.Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun