Viðhorf Íra til innflytjenda að breytast hratt Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2023 16:40 Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands. Írskir stjórnmálamenn standa mögulega frammi fyrir umfangsmiklum breytingum á viðhorfi Íra til innflytjenda. AP/Virginia Mayo Írland hefur lengi þótt nokkuð merkilegt fyrir þar sakir að þar hafa fjar-hægri stjórnmálaflokkar aldrei náð fótfestu. Þá hefur írska þjóðin verið stolt af því hvernig tekið er á móti farand- og flóttafólki þar. Á síðustu tuttugu árum lítur út fyrir að Írum af erlendum uppruna hafi fjölgað úr tíu prósentum þjóðarinnar í tuttugu prósent og það án mikillar aukningar í andúð á innflytjendum. Útlit er fyrir að það sé að breytast. Samkvæmt frétt Reuters hafa Írar tekið á móti nærri því hundrað þúsund flóttamönnum frá Úkraínu, sem er meira en nokkuð annað ríki í Vestur-Evrópu, miðað við höfðatölu. Þetta fólk hefur bæst við metfjölda hælisleitenda og stóran hóp farandverkamanna. Þetta er sagt hafa leitt til mikillar verðhækkunar á húsnæði. Leo Vardakar, forsætisráðherra, sagði á þingi í október, að Írar gætu ekki tekið móti fleiri hælisleitendum og flóttamönnum. Þá var tilkynnt á þriðjudaginn að fjárveitingar til nýkomins úkraínsks flóttafólks yrðu lækkaðar úr 220 evrum á viku í 39. Úr um 33 þúsund krónum á viku í tæpar sex þúsund. Þá voru gerðar breytingar á þann veg að úkraínskt flóttafólk megi ekki vera lengur en níutíu daga í húsnæði sköffuðu af ríkinu. Markmiðið, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Írlands, RTÉ, er að draga úr komum flóttafólks frá Úkraínu. Óeirðir í Dyflinni Til óeirða kom í Dyflinni, höfuðborg Írlands, í síðasta mánuði, eftir að stakk konu og þrjú börn í miðborg borgarinnar. Lögreglan hefur ekkert sagt opinberlega um þjóðerni mannsins en írskir fjölmiðlar hafa sagt hann frá Alsír. Eftior stunguárásina kom til átaka milli hóps fjar-hægri aðgerðasinna og lögreglunnar í Dyflinni og leiddi það til mikilla skemmda og rána. Sjá einnig: Ákæra fjölda fólks vegna óeirðanna í Dyflinni Íbúar smábæjarins Rosslare Harbour komust að því í síðasta mánuði að til stæði að hætta við áætlanir um að breyta gömlu hóteli í dvalarheimili. Þess í stað átti að nota húsnæðið til að hýsa hælisleitendur. Samkvæmt Reuters gaus upp nokkur reiði meðal um 1.200 íbúa bæjarins, þar sem fyrir má finna rúmlega þrjú hundruð hælisleitendur. „Hvar eiga þau að fara í skóla, hvar eiga þau að sækja læknisþjónustu?“ sagði einn íbúi bæjarins. Hann er einn þeirra sem standa við fjóra mótmælastaði kringum áðurnefnt hótel. Skipuleggjendur mótmælanna ítreka að vel hafi verið tekið móti hælisleitendum og flóttafólki í bænum og að mótmælendur séu ekki á móti innflytjendum. Nær athygli þingmanna Fréttaveitan segir sambærileg mótmæli hafa átt sér stað víðar um Írland og að hafi vakið athygli á þinginu, þar sem óháðir þingmenn lögðu nýverið fram frumvarp um að takmarka fjölda flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda í Írlandi. Þingmenn ríkisstjórnarflokka Írlands og stjórnarandstöðunnar gagnrýndu þessa óháðu þingmenn harðlega í kjölfarið. Málefni innflytjenda hafa þó náð athygli kjósenda. Á undanförnum tveimur árum síða skoðanakannanir að þau málefni eru komin í þriðja sæti yfir málefni sem þeir hafa mestar áhyggjur af. Fyrir tveimur árum sögðust fjögur prósent kjósenda hafa áhyggjur af þessu en nú er hlutfallið 24 prósent. Írland Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
Á síðustu tuttugu árum lítur út fyrir að Írum af erlendum uppruna hafi fjölgað úr tíu prósentum þjóðarinnar í tuttugu prósent og það án mikillar aukningar í andúð á innflytjendum. Útlit er fyrir að það sé að breytast. Samkvæmt frétt Reuters hafa Írar tekið á móti nærri því hundrað þúsund flóttamönnum frá Úkraínu, sem er meira en nokkuð annað ríki í Vestur-Evrópu, miðað við höfðatölu. Þetta fólk hefur bæst við metfjölda hælisleitenda og stóran hóp farandverkamanna. Þetta er sagt hafa leitt til mikillar verðhækkunar á húsnæði. Leo Vardakar, forsætisráðherra, sagði á þingi í október, að Írar gætu ekki tekið móti fleiri hælisleitendum og flóttamönnum. Þá var tilkynnt á þriðjudaginn að fjárveitingar til nýkomins úkraínsks flóttafólks yrðu lækkaðar úr 220 evrum á viku í 39. Úr um 33 þúsund krónum á viku í tæpar sex þúsund. Þá voru gerðar breytingar á þann veg að úkraínskt flóttafólk megi ekki vera lengur en níutíu daga í húsnæði sköffuðu af ríkinu. Markmiðið, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Írlands, RTÉ, er að draga úr komum flóttafólks frá Úkraínu. Óeirðir í Dyflinni Til óeirða kom í Dyflinni, höfuðborg Írlands, í síðasta mánuði, eftir að stakk konu og þrjú börn í miðborg borgarinnar. Lögreglan hefur ekkert sagt opinberlega um þjóðerni mannsins en írskir fjölmiðlar hafa sagt hann frá Alsír. Eftior stunguárásina kom til átaka milli hóps fjar-hægri aðgerðasinna og lögreglunnar í Dyflinni og leiddi það til mikilla skemmda og rána. Sjá einnig: Ákæra fjölda fólks vegna óeirðanna í Dyflinni Íbúar smábæjarins Rosslare Harbour komust að því í síðasta mánuði að til stæði að hætta við áætlanir um að breyta gömlu hóteli í dvalarheimili. Þess í stað átti að nota húsnæðið til að hýsa hælisleitendur. Samkvæmt Reuters gaus upp nokkur reiði meðal um 1.200 íbúa bæjarins, þar sem fyrir má finna rúmlega þrjú hundruð hælisleitendur. „Hvar eiga þau að fara í skóla, hvar eiga þau að sækja læknisþjónustu?“ sagði einn íbúi bæjarins. Hann er einn þeirra sem standa við fjóra mótmælastaði kringum áðurnefnt hótel. Skipuleggjendur mótmælanna ítreka að vel hafi verið tekið móti hælisleitendum og flóttafólki í bænum og að mótmælendur séu ekki á móti innflytjendum. Nær athygli þingmanna Fréttaveitan segir sambærileg mótmæli hafa átt sér stað víðar um Írland og að hafi vakið athygli á þinginu, þar sem óháðir þingmenn lögðu nýverið fram frumvarp um að takmarka fjölda flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda í Írlandi. Þingmenn ríkisstjórnarflokka Írlands og stjórnarandstöðunnar gagnrýndu þessa óháðu þingmenn harðlega í kjölfarið. Málefni innflytjenda hafa þó náð athygli kjósenda. Á undanförnum tveimur árum síða skoðanakannanir að þau málefni eru komin í þriðja sæti yfir málefni sem þeir hafa mestar áhyggjur af. Fyrir tveimur árum sögðust fjögur prósent kjósenda hafa áhyggjur af þessu en nú er hlutfallið 24 prósent.
Írland Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira