Svandís gerir ráð fyrir 20 prósenta afföllum Jakob Bjarnar skrifar 12. desember 2023 11:47 Jón Kaldal hefur skoðað frumvarp sem Svandís Svavarsdóttir hefur sett í samráðsgátt og honum líst ekki á blikuna. vísir Í frumvarpi til laga um lagareldi, sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var að leggja fram til kynningar í Samráðsgáttinni, er ráð fyrir 20 prósent „afföllum“, sem þýðir að einn af hverjum fimm eldislöxum mun drepast í sjókvíunum. „Afföllin hafa aldrei verið svo há hér við land. Voru 19,1 prósent í fyrra og höfðu ekki verið hærri. Af hverju vill ráðuneytið formlega leyfa fyrirtækjunum að láta enn meira drepast?“ spyr Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Ástandið óásættanlegt Að sögn Jóns hefur komið fram kynningu ráðherra og ráðuneytisins við stefnumótunarvinnuna ítrekað að miða skuli starfshætti hér við það sem gerist best í öðrum löndum. Því miður er ekki hægt að segja að starfshættirnir séu neins staðar heilt yfir góðir annars staðar. „En 20 prósenta viðmiðið í drögunum er jafn slæmt eða verra en þar sem ástandið er verst í nágrannalöndunum. Árið 2022 voru afföllin 16,1 prósent í Noregi og 58 milljón laxa dauðir,“ segir Jón og vitnarí norska sjávarútvegsráðherrann sem sagði í mars á þessu ári: „Kann ikke forsette“. „Við höfum heyrt þennan söng í mörg ár. Árið 2018 voru afföllin um 15 prósent og 53 milljónir eldislaxa dauðir í Noregi. Per Sandberg, þáverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, sagði þá að brýnasta verkefni norsks laxeldis vera að stemma stigu við laxadauða, ástandið væri óásættanlegt,“ segir Jón. En svo gerðist reyndar ekki neitt. Viðmiðin miklu hærri en það sem þykir óásættanlegt í Noregi „Það er vægast sagt furðulegt ef matvælaráðuneyti Íslands ætlar að leggja til að sjókvíeldisfyrirtækin fái blessun stjórnvalda fyrir því að 33 prósent hærra hlutfall af eldisdýrum drepist hér í sjókvíum en norskir ráðherrar hafa sagt að sé „óásættanlegt“ og „gangi ekki lengur“. Þar miða ég við 15 prósent í Noregi, sem hefur verið hlutfallið þar undanfarin ár, nema í fyrra þegar það fór í 16 prósent.“ Ellen Sofie Grefsrud hjá norsku Hafró sagði um fiskeldisáættumatsskýrslu stofnunarinnar: „Vi er ikke der vi vil være, vi bør ned mot ti prosent eller lavere før vi er fornøyd,“ sagði Ellen Sofie Grefsrud hjá norska Hafró um fiskeldis áhættumatsskýrslu stofnunarinnar fyrir 2023. Jóni líst ekki á blikuna: „Ef ráðuneytið vill hafa það sem gerist best sem viðmið þá er auðvelt fyrir það að fá tölur eftir strandsvæðum við Noreg. Ástandið er verst í V-Noregi, 27 prósent dauði að jafnaði, en skást í norðurhlutanum um 10 prósent. Sú tala er sem sagt vel raunhæf og á að vera viðmiðið, eða enn lægra eins og Ellen Sofie nefnir hér fyrir ofan.“ Jón segir ýmislegt í þessum tillögum framfaraskref, en annað er ekki gott. „Þessi hluti sem snýr að því að láta þennan hrikalega dauða viðgangast með blessun stjórnvalda er skýrt dæmi um hvernig stjórnvöld sníða löggjöf að hagsmunum fyrirtækjanna en ekki velferð eldisdýranna. Það er óásættanlegt.“ Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Vinstri græn Fiskeldi Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Sjá meira
„Afföllin hafa aldrei verið svo há hér við land. Voru 19,1 prósent í fyrra og höfðu ekki verið hærri. Af hverju vill ráðuneytið formlega leyfa fyrirtækjunum að láta enn meira drepast?“ spyr Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Ástandið óásættanlegt Að sögn Jóns hefur komið fram kynningu ráðherra og ráðuneytisins við stefnumótunarvinnuna ítrekað að miða skuli starfshætti hér við það sem gerist best í öðrum löndum. Því miður er ekki hægt að segja að starfshættirnir séu neins staðar heilt yfir góðir annars staðar. „En 20 prósenta viðmiðið í drögunum er jafn slæmt eða verra en þar sem ástandið er verst í nágrannalöndunum. Árið 2022 voru afföllin 16,1 prósent í Noregi og 58 milljón laxa dauðir,“ segir Jón og vitnarí norska sjávarútvegsráðherrann sem sagði í mars á þessu ári: „Kann ikke forsette“. „Við höfum heyrt þennan söng í mörg ár. Árið 2018 voru afföllin um 15 prósent og 53 milljónir eldislaxa dauðir í Noregi. Per Sandberg, þáverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, sagði þá að brýnasta verkefni norsks laxeldis vera að stemma stigu við laxadauða, ástandið væri óásættanlegt,“ segir Jón. En svo gerðist reyndar ekki neitt. Viðmiðin miklu hærri en það sem þykir óásættanlegt í Noregi „Það er vægast sagt furðulegt ef matvælaráðuneyti Íslands ætlar að leggja til að sjókvíeldisfyrirtækin fái blessun stjórnvalda fyrir því að 33 prósent hærra hlutfall af eldisdýrum drepist hér í sjókvíum en norskir ráðherrar hafa sagt að sé „óásættanlegt“ og „gangi ekki lengur“. Þar miða ég við 15 prósent í Noregi, sem hefur verið hlutfallið þar undanfarin ár, nema í fyrra þegar það fór í 16 prósent.“ Ellen Sofie Grefsrud hjá norsku Hafró sagði um fiskeldisáættumatsskýrslu stofnunarinnar: „Vi er ikke der vi vil være, vi bør ned mot ti prosent eller lavere før vi er fornøyd,“ sagði Ellen Sofie Grefsrud hjá norska Hafró um fiskeldis áhættumatsskýrslu stofnunarinnar fyrir 2023. Jóni líst ekki á blikuna: „Ef ráðuneytið vill hafa það sem gerist best sem viðmið þá er auðvelt fyrir það að fá tölur eftir strandsvæðum við Noreg. Ástandið er verst í V-Noregi, 27 prósent dauði að jafnaði, en skást í norðurhlutanum um 10 prósent. Sú tala er sem sagt vel raunhæf og á að vera viðmiðið, eða enn lægra eins og Ellen Sofie nefnir hér fyrir ofan.“ Jón segir ýmislegt í þessum tillögum framfaraskref, en annað er ekki gott. „Þessi hluti sem snýr að því að láta þennan hrikalega dauða viðgangast með blessun stjórnvalda er skýrt dæmi um hvernig stjórnvöld sníða löggjöf að hagsmunum fyrirtækjanna en ekki velferð eldisdýranna. Það er óásættanlegt.“
Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Vinstri græn Fiskeldi Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Sjá meira