Forsetinn sló dómarann í andlitið og öllum fótboltaleikjum frestað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2023 07:01 Faruk Koca, forseti Ankaragucu, slær hér niður Halil Umut Meler dómara. Getty/Emin Sansa Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur stöðvað allar deildi í landinu eftir skammarlegt kvöld fyrir tyrkneska fótboltann. Faruk Koca, forseti Ankaragucu liðsins, sló þá niður dómara leiks liðsins á móti Rizespor í tyrkensku úrvalsdeildinni. Koca ruddist inn á leikvöllinn eftir að lokaflautið gall og sló niður dómarann Halil Umut Meler sem steinlá í grasinu. Dómarinn fékk stórt glóðarauga á eftir. There's no room for this in sport A referee was punched to the floor by a club president after a Turkish top flight match.Fifa and Uefa elite official Halil Umut Meler was punched by MKE Ankaragucu president Faruk Koca after his team conceded a 97th-minute equaliser. pic.twitter.com/W2QhsKQLdZ— BBC Sport (@BBCSport) December 11, 2023 Rizespor hafði skorað jöfnunarmark leiksins á sjöundu mínútu í uppbótatíma. Stuðningsmenn Ankaragucu brutu sér líka leið inn á leikvanginn eftir leikinn og það var líka sparkað í Meler þegar hann lá í grasinu. Meler komst á endanum til búningsklefa með aðstoð lögreglunnar. Það stóð ekki á viðbrögðum frá tyrkneska sambandinu því það gaf út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem tilkynnt var að öllum leikjum í öllum deildum væri frestað um óákveðinn tíma. „Félaginu, stjórnarformanninum, forráðamönnum félagsins og öllum þeim sem urðu sekir um það að ráðast á dómarann verður refsað með ströngustu viðurlögum,“ segir í tilkynningu sambandsins. Koca forseti hefur verið settur í farbann af innanríkisráðherranum Ali Yerlikaya og þetta verður ekki aðeins mál í fótboltaheiminum heldur endar það örugglega fyrir dómstólum líka. Meler er 37 ára gamall og hefur verið FIFA-dómari síðan árið 2017. Hann dæmdi meðal annars leik Lazio og Celtic í Meistaradeildinni 28. nóvember síðastliðinn. Turkish FA have suspended all football leagues indefinitely after Ankaragucu president punched referee after his team conceded a late minute equaliser against Rizespor. The ref also received a few kicks to the head whilst on the ground.#RadullKE pic.twitter.com/1Q0LOo9A8j— Carol Radull (@CarolRadull) December 12, 2023 Tyrkneski boltinn Tyrkland Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Sjá meira
Faruk Koca, forseti Ankaragucu liðsins, sló þá niður dómara leiks liðsins á móti Rizespor í tyrkensku úrvalsdeildinni. Koca ruddist inn á leikvöllinn eftir að lokaflautið gall og sló niður dómarann Halil Umut Meler sem steinlá í grasinu. Dómarinn fékk stórt glóðarauga á eftir. There's no room for this in sport A referee was punched to the floor by a club president after a Turkish top flight match.Fifa and Uefa elite official Halil Umut Meler was punched by MKE Ankaragucu president Faruk Koca after his team conceded a 97th-minute equaliser. pic.twitter.com/W2QhsKQLdZ— BBC Sport (@BBCSport) December 11, 2023 Rizespor hafði skorað jöfnunarmark leiksins á sjöundu mínútu í uppbótatíma. Stuðningsmenn Ankaragucu brutu sér líka leið inn á leikvanginn eftir leikinn og það var líka sparkað í Meler þegar hann lá í grasinu. Meler komst á endanum til búningsklefa með aðstoð lögreglunnar. Það stóð ekki á viðbrögðum frá tyrkneska sambandinu því það gaf út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem tilkynnt var að öllum leikjum í öllum deildum væri frestað um óákveðinn tíma. „Félaginu, stjórnarformanninum, forráðamönnum félagsins og öllum þeim sem urðu sekir um það að ráðast á dómarann verður refsað með ströngustu viðurlögum,“ segir í tilkynningu sambandsins. Koca forseti hefur verið settur í farbann af innanríkisráðherranum Ali Yerlikaya og þetta verður ekki aðeins mál í fótboltaheiminum heldur endar það örugglega fyrir dómstólum líka. Meler er 37 ára gamall og hefur verið FIFA-dómari síðan árið 2017. Hann dæmdi meðal annars leik Lazio og Celtic í Meistaradeildinni 28. nóvember síðastliðinn. Turkish FA have suspended all football leagues indefinitely after Ankaragucu president punched referee after his team conceded a late minute equaliser against Rizespor. The ref also received a few kicks to the head whilst on the ground.#RadullKE pic.twitter.com/1Q0LOo9A8j— Carol Radull (@CarolRadull) December 12, 2023
Tyrkneski boltinn Tyrkland Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Sjá meira