Trúir ekki á einhliða þvingunaraðgerðir gegn Ísrael Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. desember 2023 15:39 Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra. Vísir/Einar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra telur ekki ráðlegt að Ísland ráðist ein þjóða í þvingunaraðgerðir gegn Ísrael til að knýja á um vopnahlé á Gasa. Þá er óvíst hvernig Ísland muni ráðstafa atkvæði sínu á neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna því þar fari fram „lifandi samtöl“ og hlutir geti breyst hratt. Almennt hafi þvingunaraðgerðir mest áhrif þegar samtakamáttur ríkja sé nýttur og úr því að slíkt sé ekki til umræðu alþjóðavettvangi sé ekki ráðlegt fyrir Ísland að ráðast í slíkar aðgerðir. „Þvert á móti myndu þær eyðileggja diplómatíska möguleika okkar til þess að koma okkar skilaboðum á framfæri.“ Þetta sagði Bjarni í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi en Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna hver næstu skref Íslands og samstarfsríkja væru eftir að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna síðastliðinn föstudag við tillögu um vopnahlé. Þá spurði hún einnig hvort Bjarni teldi að viðskiptaþvinganir, eða einhvers konar refsiaðgerðir, kæmu til greina til að setja þrýsting á Ísraelsríki og hvort hann hefði átt samtöl um slíkar leiðir við samstarfsríki Íslands. Í klippunni hér að neðan er hægt að sjá bæði spurningar Kristrúnar og svör Bjarna. Óvíst hvernig Ísland ráðstafar atkvæði sínu Kristrún spurði utanríkisráðherra þá hvort Ísland muni styðja kröfuna um varanlegt vopnahlé á neyðarfundi allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna. „Varðandi það sem er fram undan hjá Sameinuðu þjóðunum að þá eru þetta lifandi samtöl eins og reynslan sýnir þá geta hlutir breyst hratt þannig að það fer eftir því hvað gerist í dag og jafnvel á morgun nákvæmlega hvernig við sjáum fram á að ráðstafa okkar atkvæði eða skilaboðum,“ sagði utanríkisráðherra. „Þegar spurt er um næstu skref þá segi ég einfaldlega að við munum áfram tala fyrir því að dregið verði úr spennu á svæðinu, við munum áfram tala fyrir því að mannúðaraðstoð verði komið til þeirra sem eru í neyð, við höfum stóraukið framlög okkar til palestínsku flóttamannaaðstoðarinnar og við munum sækja fundi og láta okkar rödd heyrast,“ sagði utanríkisráðherra og bætti við að hann muni koma þeim skilaboðum til skila frá Íslendingum um að það sé okkar vilji að átökunum linni. Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Allsherjarþing SÞ hittist á neyðarfundi vegna ástandsins á Gasa Ísraelskir skriðdrekar eru komnir inn í miðbæ borgarinnar Khan Younis á Gasa svæðinu. Hart hefur verið barist í borginni um helgina auk þess sem loftárásir hafa verið gerðar ítrekað. 11. desember 2023 07:17 Kallað eftir viðskiptaþvingunum á hendur Ísraelum Átökin á Gasasvæðinu héldu áfram í dag og hafa Ísraelar tvíeflst frá því Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir vopnahlé. Samstöðufundir fyrir Palestínu fóru fram í þremur landshlutum í dag. 11. desember 2023 00:06 Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10. desember 2023 08:31 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira
Almennt hafi þvingunaraðgerðir mest áhrif þegar samtakamáttur ríkja sé nýttur og úr því að slíkt sé ekki til umræðu alþjóðavettvangi sé ekki ráðlegt fyrir Ísland að ráðast í slíkar aðgerðir. „Þvert á móti myndu þær eyðileggja diplómatíska möguleika okkar til þess að koma okkar skilaboðum á framfæri.“ Þetta sagði Bjarni í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi en Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna hver næstu skref Íslands og samstarfsríkja væru eftir að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna síðastliðinn föstudag við tillögu um vopnahlé. Þá spurði hún einnig hvort Bjarni teldi að viðskiptaþvinganir, eða einhvers konar refsiaðgerðir, kæmu til greina til að setja þrýsting á Ísraelsríki og hvort hann hefði átt samtöl um slíkar leiðir við samstarfsríki Íslands. Í klippunni hér að neðan er hægt að sjá bæði spurningar Kristrúnar og svör Bjarna. Óvíst hvernig Ísland ráðstafar atkvæði sínu Kristrún spurði utanríkisráðherra þá hvort Ísland muni styðja kröfuna um varanlegt vopnahlé á neyðarfundi allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna. „Varðandi það sem er fram undan hjá Sameinuðu þjóðunum að þá eru þetta lifandi samtöl eins og reynslan sýnir þá geta hlutir breyst hratt þannig að það fer eftir því hvað gerist í dag og jafnvel á morgun nákvæmlega hvernig við sjáum fram á að ráðstafa okkar atkvæði eða skilaboðum,“ sagði utanríkisráðherra. „Þegar spurt er um næstu skref þá segi ég einfaldlega að við munum áfram tala fyrir því að dregið verði úr spennu á svæðinu, við munum áfram tala fyrir því að mannúðaraðstoð verði komið til þeirra sem eru í neyð, við höfum stóraukið framlög okkar til palestínsku flóttamannaaðstoðarinnar og við munum sækja fundi og láta okkar rödd heyrast,“ sagði utanríkisráðherra og bætti við að hann muni koma þeim skilaboðum til skila frá Íslendingum um að það sé okkar vilji að átökunum linni.
Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Allsherjarþing SÞ hittist á neyðarfundi vegna ástandsins á Gasa Ísraelskir skriðdrekar eru komnir inn í miðbæ borgarinnar Khan Younis á Gasa svæðinu. Hart hefur verið barist í borginni um helgina auk þess sem loftárásir hafa verið gerðar ítrekað. 11. desember 2023 07:17 Kallað eftir viðskiptaþvingunum á hendur Ísraelum Átökin á Gasasvæðinu héldu áfram í dag og hafa Ísraelar tvíeflst frá því Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir vopnahlé. Samstöðufundir fyrir Palestínu fóru fram í þremur landshlutum í dag. 11. desember 2023 00:06 Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10. desember 2023 08:31 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira
Allsherjarþing SÞ hittist á neyðarfundi vegna ástandsins á Gasa Ísraelskir skriðdrekar eru komnir inn í miðbæ borgarinnar Khan Younis á Gasa svæðinu. Hart hefur verið barist í borginni um helgina auk þess sem loftárásir hafa verið gerðar ítrekað. 11. desember 2023 07:17
Kallað eftir viðskiptaþvingunum á hendur Ísraelum Átökin á Gasasvæðinu héldu áfram í dag og hafa Ísraelar tvíeflst frá því Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir vopnahlé. Samstöðufundir fyrir Palestínu fóru fram í þremur landshlutum í dag. 11. desember 2023 00:06
Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10. desember 2023 08:31