United horfir til bláa hluta borgarinnar í leit að nýjum miðjumanni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2023 22:31 Kalvin Phillips er á óskalista Man United ef sögusagnir eru réttar. Robbie Jay Barratt/Getty Images Ef marka má fréttir enska götublaðsins The Sun þá er Kalvin Phillips, miðjumaður Englands- og Evrópumeistara Manchester City, efstu á óskalista Manchester United. Hinn 28 ára gamli Phillips virðist ekki vera í plönum Pep Guardiola, þjálfara Man City. Á blaðamannafundi fyrir 2-1 sigurinn á nýliðum Luton Town um helgina sagði Pep að sér þætti leitt hversu lítinn spiltíma Phillips hefði fengið síðan hann gekk í raðir Man City frá Leeds United á 42 milljónir punda sumarið 2022. Man Utd have reportedly placed Man City midfielder Kalvin Phillips at the top of their January shopping list — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 10, 2023 Á yfirstandandi leiktíð hefur Phillips aðeins spilað 215 mínútur fyrir City, þar af 89 mínútur í ensku úrvalsdeildinni. Á síðustu leiktíð voru mínúturnar aðeins 593, þar af aðeins 290 í deildinni. Þrátt fyrir þetta hefur Gareth Southgate ekki veigrað sér við að velja leikmanninn í enska landsliðshópinn aftur og aftur. Það er því kannski eðlilegt að Man Utd horfi til leikmanns sem gæti fengist tiltölulega ódýrt ef horft er í hvað félagið hefur eytt í leikmenn undanfarin ár. Talið er að Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, sé mikill aðdáandi leikmannsins en það er spurning hvað stuðningsfólk félagsins segir við að fá til sín leikmann sem hefur spilað bæði fyrir Man City og Leeds. Það sem gefur þessum orðrómi byr undir báða vængi er möguleg innkoma Jim Ratcliffe hjá Man Utd. Það styttist í að kaup hans á 25 prósent hluta félagsins verði staðfest en Ratcliffe mun fá algjöra stjórn á því hvernig fótboltamálum félagsins verður háttað. Talið er að Ratcliffe stefni að því að festa kaup á breskum leikmönnum passi þeir inn í hugmyndafræði félagsins og þar kemur Phillips til sögunnar. Talið er að Phillips verði lánaðar frá Man City í janúar en samkvæmt frétt The Sun er talað um að Man Utd kaupi hann sumarið 2024. Hver veit nema Rauðu djöflarnir reyni að fá hann á láni strax í janúar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Phillips virðist ekki vera í plönum Pep Guardiola, þjálfara Man City. Á blaðamannafundi fyrir 2-1 sigurinn á nýliðum Luton Town um helgina sagði Pep að sér þætti leitt hversu lítinn spiltíma Phillips hefði fengið síðan hann gekk í raðir Man City frá Leeds United á 42 milljónir punda sumarið 2022. Man Utd have reportedly placed Man City midfielder Kalvin Phillips at the top of their January shopping list — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 10, 2023 Á yfirstandandi leiktíð hefur Phillips aðeins spilað 215 mínútur fyrir City, þar af 89 mínútur í ensku úrvalsdeildinni. Á síðustu leiktíð voru mínúturnar aðeins 593, þar af aðeins 290 í deildinni. Þrátt fyrir þetta hefur Gareth Southgate ekki veigrað sér við að velja leikmanninn í enska landsliðshópinn aftur og aftur. Það er því kannski eðlilegt að Man Utd horfi til leikmanns sem gæti fengist tiltölulega ódýrt ef horft er í hvað félagið hefur eytt í leikmenn undanfarin ár. Talið er að Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, sé mikill aðdáandi leikmannsins en það er spurning hvað stuðningsfólk félagsins segir við að fá til sín leikmann sem hefur spilað bæði fyrir Man City og Leeds. Það sem gefur þessum orðrómi byr undir báða vængi er möguleg innkoma Jim Ratcliffe hjá Man Utd. Það styttist í að kaup hans á 25 prósent hluta félagsins verði staðfest en Ratcliffe mun fá algjöra stjórn á því hvernig fótboltamálum félagsins verður háttað. Talið er að Ratcliffe stefni að því að festa kaup á breskum leikmönnum passi þeir inn í hugmyndafræði félagsins og þar kemur Phillips til sögunnar. Talið er að Phillips verði lánaðar frá Man City í janúar en samkvæmt frétt The Sun er talað um að Man Utd kaupi hann sumarið 2024. Hver veit nema Rauðu djöflarnir reyni að fá hann á láni strax í janúar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira