Leikarinn Ryan O'Neal látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. desember 2023 22:21 Ryan O'Neal lést í dag 82 ára að aldri eftir áralöng veikindi. Getty Bandaríski leikarinn Ryan O'Neal er látinn 82 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir leik sinn í myndinni Barry Lyndon og sjónvarpsþáttunum Bones en stormasamt samband hans við Förruh Fawcett vakti einnig mikla athygli í gegnum árin. Sonur leikarans, Patrick O'Neal, greindi frá fréttunum á Instagram-síðu sinni fyrr í kvöld. Þar kemur fram að Ryan hafi látist friðsamlega á heimili sínu. Menningarbarn, boxari og vonlaus faðir O'Neal fæddist 20. apríl 1941 í Los Angeles og var menningarbarn, sonur leikkonu og rithöfundar. Áður en hann lagði fyrir sig sviðslistir var hann áhugamannaboxari og keppti í alls 22 bardögum. Þegar fjölskylda O'Neal flutti til Munchen á sjötta áratugnum fékk hann áhuga á sviðslistum og ákvað að leggja leiklistina fyrir sig. Hann braust síðan fram á sviðið árið 1964 þegar hann lék í sjónvarpsáttunum Peyton Place. Þaðan fór hann yfir í kvikmyndir en hans þekktustu myndir eru Love Story, What’s Up, Doc?, Paper Moon og Barry Lyndon þar sem hann lék samnefnda aðalpersónu. Eitt af síðustu verkefnum O'Neal í sjónvarpi voru sakamálaþættirnir Bones sem nutu mikilla vinsælda hér á landi. Hér fyrir neðan má sjá rosalegt atriði úr Barry Lyndon sem Stanley Kubrick leikstýrði. O'Neal átti stormasamt samband við Hollywood-stjörnuna Förruh Fawcett, fyrst frá 1979 til 1997 og svo aftur frá 2001 til 2009 en hún lést það ár. Hann átti ekki heldur gott samband við börn sín sem slitu sambandi við hann vegna vímuefnanotkunar hans. Sjálfur viðurkenndi hann að hafa verið vonlaus faðir. Hann greindist með hvítblæði árið 2001 og ristilkrabbamein árið 2012. Þá glímdi hann við bæði alkohólisma og misnotaði vímuefni. Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
Hann var þekktastur fyrir leik sinn í myndinni Barry Lyndon og sjónvarpsþáttunum Bones en stormasamt samband hans við Förruh Fawcett vakti einnig mikla athygli í gegnum árin. Sonur leikarans, Patrick O'Neal, greindi frá fréttunum á Instagram-síðu sinni fyrr í kvöld. Þar kemur fram að Ryan hafi látist friðsamlega á heimili sínu. Menningarbarn, boxari og vonlaus faðir O'Neal fæddist 20. apríl 1941 í Los Angeles og var menningarbarn, sonur leikkonu og rithöfundar. Áður en hann lagði fyrir sig sviðslistir var hann áhugamannaboxari og keppti í alls 22 bardögum. Þegar fjölskylda O'Neal flutti til Munchen á sjötta áratugnum fékk hann áhuga á sviðslistum og ákvað að leggja leiklistina fyrir sig. Hann braust síðan fram á sviðið árið 1964 þegar hann lék í sjónvarpsáttunum Peyton Place. Þaðan fór hann yfir í kvikmyndir en hans þekktustu myndir eru Love Story, What’s Up, Doc?, Paper Moon og Barry Lyndon þar sem hann lék samnefnda aðalpersónu. Eitt af síðustu verkefnum O'Neal í sjónvarpi voru sakamálaþættirnir Bones sem nutu mikilla vinsælda hér á landi. Hér fyrir neðan má sjá rosalegt atriði úr Barry Lyndon sem Stanley Kubrick leikstýrði. O'Neal átti stormasamt samband við Hollywood-stjörnuna Förruh Fawcett, fyrst frá 1979 til 1997 og svo aftur frá 2001 til 2009 en hún lést það ár. Hann átti ekki heldur gott samband við börn sín sem slitu sambandi við hann vegna vímuefnanotkunar hans. Sjálfur viðurkenndi hann að hafa verið vonlaus faðir. Hann greindist með hvítblæði árið 2001 og ristilkrabbamein árið 2012. Þá glímdi hann við bæði alkohólisma og misnotaði vímuefni.
Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira