NEI, NEI og aftur NEI Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 8. desember 2023 12:00 Sem þingmaður Flokks fólksins hef ég unnið að fjölda þingmála sem snerta hagsmuni aldraðra og öryrkja. Öll eru málin sjálfsögð sanngirnis og réttlætismál. Af öllum málum sem snerta þessa hópa þá er brýnast að bæta kjör þeirra sem lifa undir lágmarksframfærsluviðmiði félagsmálaráðuneytisins, eins og sjá má í sótsvartri skýrslu ÖBÍ sem var birt á dögunum. Ár eftir ár, hefur Flokkur fólksins lagt til að komið verði í veg fyrir vaxandi kjaragliðnun með frumvarpi um að fjárhæðir almannatrygginga skuli fylgja launavísitölu. En þá segja ríkistjórnaflokkanir NEI. Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfing grænt framboð hafa margoft kosið gegn frumvarpi okkar um að leiðrétta kjaragliðnun og koma í veg fyrir vaxandi fátækt hjá þessum hópi. Undanfarin þrjú ár hefur þingheimur þó sammælst um að öryrkjar fái greiddan jólabónus og munu þeir til allrar hamingju fá sömu eingreiðslu fyrir þessi jól. Af óskiljanlegum ástæðum hafa stjórnarflokkarnir hins vegar greitt atkvæði gegn því að sárafátækt eldra fólk sem lifir eingöngu á almannatryggingakerfinu fái jólabónus. Svar stjórnarflokkanna er kjarnyrt; NEI! Fyrir komandi jól nemur jólabónusinn 66.381 krónum skatta og skerðingarlaust. Kostnaðurinn er örsmár í stóra samhenginu, eða rétt rúmar 140 milljónir. Ríkisstjórnin hefur fundið umtalsvert hærri fjárhæðir fyrir ýmis gæluverkefni. Í fyrra samþykkti ríkisstjórnin fjárheimildir fyrir 3 milljarða króna leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var á Íslandi síðasta vor. 16 milljarðar á ári fara nú í úrvinnslu umsókna hælisleitenda, málaflokkur sem kostaði 500 milljónir fyrir ekki svo löngu síðan. Ný og stórkostleg húsakynni banka, ráðuneyta og Alþingis kosta fleiri milljarða. Jafnvel er farið fram á hundrað milljón krónu styrk til vellauðgura stórfyrirtækja eins og Samherja til breyta ísfisktogara félagsins svo skipið geti nýtt „grænt rafeldsneyti“, þrátt fyrir að Samherji hafi alla burði til að greiða fyrir orkuskiptin sjálfir. Eldra fólk sem hefur ekkert annað sér til framfærslu en greiðslur almannatrygginga býr við algjöra neyð. Flokkur fólksins mun aftur í næstu viku leggja fram breytingartillögu um að veita verst setta eldra fólkinu jólabónus eins og öryrkjar fá. Sjáum hvort að stjórnvöld sjái að sér eða segi aftur NEI. Höfundur er þingflokksmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Eldri borgarar Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Sem þingmaður Flokks fólksins hef ég unnið að fjölda þingmála sem snerta hagsmuni aldraðra og öryrkja. Öll eru málin sjálfsögð sanngirnis og réttlætismál. Af öllum málum sem snerta þessa hópa þá er brýnast að bæta kjör þeirra sem lifa undir lágmarksframfærsluviðmiði félagsmálaráðuneytisins, eins og sjá má í sótsvartri skýrslu ÖBÍ sem var birt á dögunum. Ár eftir ár, hefur Flokkur fólksins lagt til að komið verði í veg fyrir vaxandi kjaragliðnun með frumvarpi um að fjárhæðir almannatrygginga skuli fylgja launavísitölu. En þá segja ríkistjórnaflokkanir NEI. Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfing grænt framboð hafa margoft kosið gegn frumvarpi okkar um að leiðrétta kjaragliðnun og koma í veg fyrir vaxandi fátækt hjá þessum hópi. Undanfarin þrjú ár hefur þingheimur þó sammælst um að öryrkjar fái greiddan jólabónus og munu þeir til allrar hamingju fá sömu eingreiðslu fyrir þessi jól. Af óskiljanlegum ástæðum hafa stjórnarflokkarnir hins vegar greitt atkvæði gegn því að sárafátækt eldra fólk sem lifir eingöngu á almannatryggingakerfinu fái jólabónus. Svar stjórnarflokkanna er kjarnyrt; NEI! Fyrir komandi jól nemur jólabónusinn 66.381 krónum skatta og skerðingarlaust. Kostnaðurinn er örsmár í stóra samhenginu, eða rétt rúmar 140 milljónir. Ríkisstjórnin hefur fundið umtalsvert hærri fjárhæðir fyrir ýmis gæluverkefni. Í fyrra samþykkti ríkisstjórnin fjárheimildir fyrir 3 milljarða króna leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var á Íslandi síðasta vor. 16 milljarðar á ári fara nú í úrvinnslu umsókna hælisleitenda, málaflokkur sem kostaði 500 milljónir fyrir ekki svo löngu síðan. Ný og stórkostleg húsakynni banka, ráðuneyta og Alþingis kosta fleiri milljarða. Jafnvel er farið fram á hundrað milljón krónu styrk til vellauðgura stórfyrirtækja eins og Samherja til breyta ísfisktogara félagsins svo skipið geti nýtt „grænt rafeldsneyti“, þrátt fyrir að Samherji hafi alla burði til að greiða fyrir orkuskiptin sjálfir. Eldra fólk sem hefur ekkert annað sér til framfærslu en greiðslur almannatrygginga býr við algjöra neyð. Flokkur fólksins mun aftur í næstu viku leggja fram breytingartillögu um að veita verst setta eldra fólkinu jólabónus eins og öryrkjar fá. Sjáum hvort að stjórnvöld sjái að sér eða segi aftur NEI. Höfundur er þingflokksmaður Flokks fólksins.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun