Stal yfir þremur milljörðum og keypti bíla og rándýrt úr Sindri Sverrisson skrifar 8. desember 2023 07:31 Á meðan leikmenn Jacksonville Jaguars hömuðust úti á velli var starfsmaður í fjármáladeild félagsins að ræna frá því háum fjárhæðum. Getty/Peter Joneleit Fyrrverandi starfsmaður bandaríska NFL-félagsins Jacksonville Jaguars er sakaður um að stela yfir 22 milljónum Bandaríkjadala af félaginu, eða jafnvirði meira en þriggja milljarða íslenskra króna. Starfsmaðurinn, sem heitir Amit Patel, er í frétt The Athletic sagður hafa nýtt sér rafræn kreditkort félagsins til að fjárfesta í rafmyntum, rándýrum bílum og 13 milljóna króna úri. Lögmaður Patels segir í samtali við The Athletic að meirihluti upphæðarinnar sem hann stal hljóti að hafa verið notaður til að greiða niður háar skuldir vegna veðmála. Hann hafi byrjað að nýta kreditkort félagsins þegar skuldirnar hrönnuðust upp vegna veðmála á leiki í bandarískum fótbolta og „fantasy“-leiki á netinu. Brot Patels munu hafa átt sér stað á fjögurra ára tímabili, frá 2019 til 2023, en hann vann hjá fjármáladeild félagsins. Hann á að hafa nýtt sér aðstöðu sína til að kaupa ferðir fyrir sig og vini sína, íbúð og Teslu auk annars bíls, og lúxusúr frá Patek Philippe eins og fyrr segir. Lögmaður Patels neitar því aftur á móti að hann hafi nýtt peninga Jaguars-félagsins til að lifa rándýrum lífsstíl. Hann hafi verið að borga skuldir en reynt að fela færslurnar með því að láta þær vera fyrir eðlilega hluti í rekstrinum á borð við ferða- og hótelkostnað. Í tilkynningu frá Jacksonville Jaguars segir að félagið hafi rekið starfsmanninn í febrúar á þessu ári og að félagið vinni nú með FBI og skrifstofu saksóknara í Mið-Flórída. NFL Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Starfsmaðurinn, sem heitir Amit Patel, er í frétt The Athletic sagður hafa nýtt sér rafræn kreditkort félagsins til að fjárfesta í rafmyntum, rándýrum bílum og 13 milljóna króna úri. Lögmaður Patels segir í samtali við The Athletic að meirihluti upphæðarinnar sem hann stal hljóti að hafa verið notaður til að greiða niður háar skuldir vegna veðmála. Hann hafi byrjað að nýta kreditkort félagsins þegar skuldirnar hrönnuðust upp vegna veðmála á leiki í bandarískum fótbolta og „fantasy“-leiki á netinu. Brot Patels munu hafa átt sér stað á fjögurra ára tímabili, frá 2019 til 2023, en hann vann hjá fjármáladeild félagsins. Hann á að hafa nýtt sér aðstöðu sína til að kaupa ferðir fyrir sig og vini sína, íbúð og Teslu auk annars bíls, og lúxusúr frá Patek Philippe eins og fyrr segir. Lögmaður Patels neitar því aftur á móti að hann hafi nýtt peninga Jaguars-félagsins til að lifa rándýrum lífsstíl. Hann hafi verið að borga skuldir en reynt að fela færslurnar með því að láta þær vera fyrir eðlilega hluti í rekstrinum á borð við ferða- og hótelkostnað. Í tilkynningu frá Jacksonville Jaguars segir að félagið hafi rekið starfsmanninn í febrúar á þessu ári og að félagið vinni nú með FBI og skrifstofu saksóknara í Mið-Flórída.
NFL Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira