Túristi verður FF7 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2023 15:09 Óðinn Jónsson og Kristján Sigurjónsson eru ritstjórar FF7 - frásagna og frétta alla daga. Ferðamálavefurinn Túristi fær innan tíðar nýtt nafn, FF7 - Frásagnir og fréttir alla daga. Áfram verður ferðamál í öndvegi en til stendur að leita fanga víðar með tilliti til áhuga áskrifenda miðilsins. Greint er frá tíðindunum á vef Túrista þar sem segir að ritstjórar FF7 verði Kristján Sigurjónsson (útgefandi og ábyrgðarmaður) og Óðinn Jónsson. Vefurinn er rúmlega fjórtán ára gamall en breytir nú aðeins um kúrs ekki ólíkt því sem íslensk ferðaþjónusta hefur breyst á tæpum hálfum öðrum áratug. „Þá var þetta lítil atvinnugrein en í dag snertir hún flest svið samfélagsins. Við sjáum það líka á ört stækkandi áskrifendahópi að umfjöllun okkar nær langt út fyrir raðir fagfólks í ferðaþjónustu. Sífellt fleiri auglýsendur sjá líka kostina í fjölmiðli sem skrifar fyrst og fremst fyrir áskrifendur. Við ætlum því að grípa það tækifæri sem við erum með í höndunum til að efla útgáfuna. Sú breyting kallar á nýtt nafn,“ segir Kristján. Vefurinn Túristi hóf vegferð sína frá eldhúsborði Kristjáns Sigurjónssonar og fjölskyldu í Kaupmannahöfn árið 2009 og þremur árum síðan fluttu þau til Stokkhólms. Allt til ársins 2022 var Túristi eins manns útgerð en í fyrra gekk Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, til liðs við Kristján. Reksturinn heyrir nú undir útgáfufélagið Farteski ehf. Vefurinn hafði til ársins 2020 rekið sig á auglýsingum en breyttist þá um haustið í áskriftarvef. Það hafi reynst rétt ákvörðun, tekjur aukist og blaðamönnum verður fjölgað um þrjá. Halla Ólafsdóttir, blaðamaður á Ísafirði, Sólveig Jónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður í Reykjavík, og Snæbjörn Arngrímsson, rithöfundur og fyrrverandi útgefandi í Kaupmannahöfn bætast í hópinn. Von sé á frekari fjölgun í hópi þeirra sem skrifa hjá FF7. Fjölmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Greint er frá tíðindunum á vef Túrista þar sem segir að ritstjórar FF7 verði Kristján Sigurjónsson (útgefandi og ábyrgðarmaður) og Óðinn Jónsson. Vefurinn er rúmlega fjórtán ára gamall en breytir nú aðeins um kúrs ekki ólíkt því sem íslensk ferðaþjónusta hefur breyst á tæpum hálfum öðrum áratug. „Þá var þetta lítil atvinnugrein en í dag snertir hún flest svið samfélagsins. Við sjáum það líka á ört stækkandi áskrifendahópi að umfjöllun okkar nær langt út fyrir raðir fagfólks í ferðaþjónustu. Sífellt fleiri auglýsendur sjá líka kostina í fjölmiðli sem skrifar fyrst og fremst fyrir áskrifendur. Við ætlum því að grípa það tækifæri sem við erum með í höndunum til að efla útgáfuna. Sú breyting kallar á nýtt nafn,“ segir Kristján. Vefurinn Túristi hóf vegferð sína frá eldhúsborði Kristjáns Sigurjónssonar og fjölskyldu í Kaupmannahöfn árið 2009 og þremur árum síðan fluttu þau til Stokkhólms. Allt til ársins 2022 var Túristi eins manns útgerð en í fyrra gekk Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, til liðs við Kristján. Reksturinn heyrir nú undir útgáfufélagið Farteski ehf. Vefurinn hafði til ársins 2020 rekið sig á auglýsingum en breyttist þá um haustið í áskriftarvef. Það hafi reynst rétt ákvörðun, tekjur aukist og blaðamönnum verður fjölgað um þrjá. Halla Ólafsdóttir, blaðamaður á Ísafirði, Sólveig Jónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður í Reykjavík, og Snæbjörn Arngrímsson, rithöfundur og fyrrverandi útgefandi í Kaupmannahöfn bætast í hópinn. Von sé á frekari fjölgun í hópi þeirra sem skrifa hjá FF7.
Fjölmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira