Fjölskyldan í skýjunum með frumraun Fanneyjar Aron Guðmundsson skrifar 6. desember 2023 12:00 Fanney og faðir hennar Birkir eftir 1-0 sigur Íslands á Danmörku á útivelli í Þjóðadeildinni. Mynd birt með leyfi Birkis Hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir, stimplaði sig rækilega inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er hún átti stórleik í sínum fyrsta A-landsleik. Leik gegn Dönum á útivelli í Þjóðadeildinni sem endaði með eins marks sigri Íslands. Fjölskylda Fanneyjar var á vellinum í Viborg og segir faðir hennar, Birkir Ingibjartsson, dóttur sína aldeilis hafa sýnt hvað í sér býr. „Hún er frábær. Maður er enn að komast niður úr skýjunum með þetta,“ segir Birkir, faðir Fanneyjar í samtali við Vísi aðspurður um tilfinninguna nú degi eftir leik þar sem Fanney sýndi mátt sinn og megin. Mark Karólínu Leu skildi á milli liðanna í gær en sigur Íslands kramdi ólympíudrauma danska liðsins sem hefðu með sigri tryggt sér sigur í riðlinum. Stund sem þau vildu ekki missa af Nokkur aðdragandi var að þessari frumraun Fanneyjar Ingu í marki A-landsliðsins. Telma Ívarsdóttir, sem varði mark Íslands í fyrri leik liðsins í landsliðsglugganum gegn Wales, tók út leikbann í leiknum gegn Danmörku og því opnaðist tækifæri fyrir Fanney að láta ljós sitt skína. „Þegar að Telma fékk gula spjaldið í leiknum á móti Wales grunaði manni að þetta yrði staðan. Að Fanney myndi fá tækifæri í markinu. Svo um helgina fengum við að heyra það frá Fanneyju að hún myndi spila þennan leik á móti Dönum. Þá settum við fjölskyldan bara í gír og fórum í að skipuleggja ferð okkar út til Viborg. Það voru keyptir flugmiðar, við leigðum okkur bíl í Danmörku til þess að koma okkur uppeftir til Viborg og brunað af stað.“ Fanney gegndi lykilhlutverki í liði Íslandsmeistara Vals á síðasta tímabili.Vísir/Diego Um hafi verið að ræða stund sem aðstandendur Fanneyjar vildu alls ekki missa af. „Frammistaða hennar í gær undirstrikaði það svo að maður hefði alls ekki viljað missa af þessu. Við sátum þarna fjögur saman úr fjölskyldunni í einu horni stúkunnar, umkringd Dönum. Í fyrri hálfleik sátum við þannig að við sáum Fanneyju mjög vel. Þá var kannski minna að gera hjá henni en hún samt sem áður mjög örugg í öllum sínum aðgerðum. Svo, kannski blessunarlega, í seinni hálfleik sátum við fjær henni. Það var aðeins léttari pressa að vera staðsettur þar, að sjá þetta ekki alveg í háskerpu en maður hafði alltaf trú á því að stelpurnar myndu sigla þessu alla leið heim.“ „Sýndi aldeilis hvað í henni býr“ Sjálfur segist Birkir ekki hafa fundið fyrir miklu stressi fyrir frumraun dóttur sinnar í A-landsliðinu. „Ekki beint. Maður hafði bara fulla trú á því að hún myndi standa sig vel. Þetta væri bara fyrst A-landsleikur hennar af vonandi mörgum. Hún yrði ekki endilega dæmd af því hvernig leikurinn myndi enda. Ég held að hún hafi nú aldeilis sýnt hvað í henni býr.“ Eftir því sem leið á seinni hálfleik leiksins varð pressa danska liðsins þyngri og meiri. Fanney var hins vegar öryggið uppmálað í öllum sínum aðgerðum og var það ansi sætt fyrir fjölskyldu hennar á þeim tímapunkti að sitja á meðal danskra stuðningsmanna. „Við vorum farin að fá nokkur augnaráð. Fólkið í stúkunni var farið að horfa aðeins á okkur og við fögnuðum og öskruðum náttúrulega rosalega þegar að Karólína Lea skoraði. Það var gríðarlega sæt tilfinning sem að fylgdi lokaflauti dómara leiksins.“ Á samfélagsmiðlinum X birtir Birkir hjartnæma mynd af sér og Fanneyju saman eftir leik í stúkunni, aðalmynd þessarar fréttar, og voru miklir fagnaðarfundir eftir leik þegar að fjölskyldan fékk að hitta Fanneyju. „Það var náttúrulega frábært að fá aðeins að knúsa hana. Svo þurfti hún að fara upp á liðshótel en við sem eftir vorum af fjölskyldunni héldum áfram að skála aðeins og fagna þessu.“ Fanney Inga Birkisdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir faðmast eftir frábæra frammistöðu í Viborg í gærkvöld.EPA-EFE/Johnny Pedersen Hefur alltaf stefnt hátt Fanney er efnilegasti markvörður landsins um þessar mundir og gegndi hún lykilhlutverki í liði Íslandsmeistara Vals á síðasta tímabili. Þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gömul er eins og hún hafi spilað á þessu stigi fótboltans í mörg ár. „Það er hennar helsti kostur í markinu, hvað hún er með mikið sjálfstraust í þessu hlutverki. Og í rauninni fannst mér ekkert öðruvísi við þennan fyrsta A-landsleik hennar samanborið við fyrsta leik hennar með Val í Bestu deildinni sem var líka stórleikur gegn Breiðabliki. Leik sem vannst einmitt einnig 1-0. Strax frá fyrstu mínútu þá og í gær fannst mér hún passa vel inn í þetta umhverfi. Hún hefur verið mjög fókuseruð á þetta frá því að hún var lítil. Alltaf stefnt hátt og verið öflug. Þetta hefur verið draumurinn að tileinka sér að fullu fótboltanum.“ Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Valur Danmörk Tengdar fréttir Stórt skarð að fylla: Átján ára í marki Íslandsmeistara | „Betra að þetta sé erfiðara“ Fanney Inga Birkisdóttir 18 ára markvörður Vals í fótboltanum hefur vakið mikla athygli í Bestu deild kvenna. Fanney sem er mikið efni er spennt fyrir framhaldinu en hún þarf að fylla upp í stórt skarð. 6. maí 2023 07:00 Einkunnir Íslands: Fullkomin frumraun hjá átján ára nýliða Hin átján ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir og markaskorarinn Karólína Lea Vilhjálmsdóttir stóðu upp úr í fræknum 1-0 sigri Íslands gegn Danmörku í kvöld. 5. desember 2023 20:56 Danir í sárum eftir „fíaskóið“ gegn Íslandi Danir eru í öngum sínum yfir að hafa ekki nýtt tækifærið til að komast í dauðafæri á að fara á Ólympíuleikana næsta sumar. Tapið gegn Íslandi í gær, 1-0, er þeim afar dýrkeypt. 6. desember 2023 09:31 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Sjá meira
„Hún er frábær. Maður er enn að komast niður úr skýjunum með þetta,“ segir Birkir, faðir Fanneyjar í samtali við Vísi aðspurður um tilfinninguna nú degi eftir leik þar sem Fanney sýndi mátt sinn og megin. Mark Karólínu Leu skildi á milli liðanna í gær en sigur Íslands kramdi ólympíudrauma danska liðsins sem hefðu með sigri tryggt sér sigur í riðlinum. Stund sem þau vildu ekki missa af Nokkur aðdragandi var að þessari frumraun Fanneyjar Ingu í marki A-landsliðsins. Telma Ívarsdóttir, sem varði mark Íslands í fyrri leik liðsins í landsliðsglugganum gegn Wales, tók út leikbann í leiknum gegn Danmörku og því opnaðist tækifæri fyrir Fanney að láta ljós sitt skína. „Þegar að Telma fékk gula spjaldið í leiknum á móti Wales grunaði manni að þetta yrði staðan. Að Fanney myndi fá tækifæri í markinu. Svo um helgina fengum við að heyra það frá Fanneyju að hún myndi spila þennan leik á móti Dönum. Þá settum við fjölskyldan bara í gír og fórum í að skipuleggja ferð okkar út til Viborg. Það voru keyptir flugmiðar, við leigðum okkur bíl í Danmörku til þess að koma okkur uppeftir til Viborg og brunað af stað.“ Fanney gegndi lykilhlutverki í liði Íslandsmeistara Vals á síðasta tímabili.Vísir/Diego Um hafi verið að ræða stund sem aðstandendur Fanneyjar vildu alls ekki missa af. „Frammistaða hennar í gær undirstrikaði það svo að maður hefði alls ekki viljað missa af þessu. Við sátum þarna fjögur saman úr fjölskyldunni í einu horni stúkunnar, umkringd Dönum. Í fyrri hálfleik sátum við þannig að við sáum Fanneyju mjög vel. Þá var kannski minna að gera hjá henni en hún samt sem áður mjög örugg í öllum sínum aðgerðum. Svo, kannski blessunarlega, í seinni hálfleik sátum við fjær henni. Það var aðeins léttari pressa að vera staðsettur þar, að sjá þetta ekki alveg í háskerpu en maður hafði alltaf trú á því að stelpurnar myndu sigla þessu alla leið heim.“ „Sýndi aldeilis hvað í henni býr“ Sjálfur segist Birkir ekki hafa fundið fyrir miklu stressi fyrir frumraun dóttur sinnar í A-landsliðinu. „Ekki beint. Maður hafði bara fulla trú á því að hún myndi standa sig vel. Þetta væri bara fyrst A-landsleikur hennar af vonandi mörgum. Hún yrði ekki endilega dæmd af því hvernig leikurinn myndi enda. Ég held að hún hafi nú aldeilis sýnt hvað í henni býr.“ Eftir því sem leið á seinni hálfleik leiksins varð pressa danska liðsins þyngri og meiri. Fanney var hins vegar öryggið uppmálað í öllum sínum aðgerðum og var það ansi sætt fyrir fjölskyldu hennar á þeim tímapunkti að sitja á meðal danskra stuðningsmanna. „Við vorum farin að fá nokkur augnaráð. Fólkið í stúkunni var farið að horfa aðeins á okkur og við fögnuðum og öskruðum náttúrulega rosalega þegar að Karólína Lea skoraði. Það var gríðarlega sæt tilfinning sem að fylgdi lokaflauti dómara leiksins.“ Á samfélagsmiðlinum X birtir Birkir hjartnæma mynd af sér og Fanneyju saman eftir leik í stúkunni, aðalmynd þessarar fréttar, og voru miklir fagnaðarfundir eftir leik þegar að fjölskyldan fékk að hitta Fanneyju. „Það var náttúrulega frábært að fá aðeins að knúsa hana. Svo þurfti hún að fara upp á liðshótel en við sem eftir vorum af fjölskyldunni héldum áfram að skála aðeins og fagna þessu.“ Fanney Inga Birkisdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir faðmast eftir frábæra frammistöðu í Viborg í gærkvöld.EPA-EFE/Johnny Pedersen Hefur alltaf stefnt hátt Fanney er efnilegasti markvörður landsins um þessar mundir og gegndi hún lykilhlutverki í liði Íslandsmeistara Vals á síðasta tímabili. Þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gömul er eins og hún hafi spilað á þessu stigi fótboltans í mörg ár. „Það er hennar helsti kostur í markinu, hvað hún er með mikið sjálfstraust í þessu hlutverki. Og í rauninni fannst mér ekkert öðruvísi við þennan fyrsta A-landsleik hennar samanborið við fyrsta leik hennar með Val í Bestu deildinni sem var líka stórleikur gegn Breiðabliki. Leik sem vannst einmitt einnig 1-0. Strax frá fyrstu mínútu þá og í gær fannst mér hún passa vel inn í þetta umhverfi. Hún hefur verið mjög fókuseruð á þetta frá því að hún var lítil. Alltaf stefnt hátt og verið öflug. Þetta hefur verið draumurinn að tileinka sér að fullu fótboltanum.“
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Valur Danmörk Tengdar fréttir Stórt skarð að fylla: Átján ára í marki Íslandsmeistara | „Betra að þetta sé erfiðara“ Fanney Inga Birkisdóttir 18 ára markvörður Vals í fótboltanum hefur vakið mikla athygli í Bestu deild kvenna. Fanney sem er mikið efni er spennt fyrir framhaldinu en hún þarf að fylla upp í stórt skarð. 6. maí 2023 07:00 Einkunnir Íslands: Fullkomin frumraun hjá átján ára nýliða Hin átján ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir og markaskorarinn Karólína Lea Vilhjálmsdóttir stóðu upp úr í fræknum 1-0 sigri Íslands gegn Danmörku í kvöld. 5. desember 2023 20:56 Danir í sárum eftir „fíaskóið“ gegn Íslandi Danir eru í öngum sínum yfir að hafa ekki nýtt tækifærið til að komast í dauðafæri á að fara á Ólympíuleikana næsta sumar. Tapið gegn Íslandi í gær, 1-0, er þeim afar dýrkeypt. 6. desember 2023 09:31 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Sjá meira
Stórt skarð að fylla: Átján ára í marki Íslandsmeistara | „Betra að þetta sé erfiðara“ Fanney Inga Birkisdóttir 18 ára markvörður Vals í fótboltanum hefur vakið mikla athygli í Bestu deild kvenna. Fanney sem er mikið efni er spennt fyrir framhaldinu en hún þarf að fylla upp í stórt skarð. 6. maí 2023 07:00
Einkunnir Íslands: Fullkomin frumraun hjá átján ára nýliða Hin átján ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir og markaskorarinn Karólína Lea Vilhjálmsdóttir stóðu upp úr í fræknum 1-0 sigri Íslands gegn Danmörku í kvöld. 5. desember 2023 20:56
Danir í sárum eftir „fíaskóið“ gegn Íslandi Danir eru í öngum sínum yfir að hafa ekki nýtt tækifærið til að komast í dauðafæri á að fara á Ólympíuleikana næsta sumar. Tapið gegn Íslandi í gær, 1-0, er þeim afar dýrkeypt. 6. desember 2023 09:31
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann