PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. desember 2023 19:41 Formaður Heimilis og skóla segir að kerfið verði hreinlega að taka utan um börn sem búa við erfiðar félags- og efnahagslegar kringumstæður. PISA könnunin sýnir að áhrif stéttaskiptingar á frammistöðu barna aukist verulega á milli PISA úttekta. Vísir/Getty Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. Hin alþjóðlega PISA könnun á vegum OECD sýnir að lesskilningi íslenskra nemenda hrakar allverulega. Sextíu prósent íslenskra nemenda búa yfir grunnhæfni í lesskilningi. Hlutfallið nemur sjötíu og fjögur prósentum bæði á Norðurlöndunum og í hinum OECD ríkjunum. Á Íslandi er talsverður kynjamunur en stúlkurnar standa mun betur að vígi en drengir. Sextíu og átta prósent stúlkna hafa grunnfærni í lesskilningi á móti fimmtíu og þremur prósentum drengja. Menntamálayfirvöld rýna nú gögnin til að leita leiða til úrbóta en frammistaða íslenskra barna í lesskilningi, stærðfræðilæsi og náttúruvísindalæsi er undir meðaltali OECD. „Við búum á mjög litlu málsvæði og það eru mjög mikil áhrif af enskri tungu þannig að við myndum vilja gefa aðeins meira í með fjölbreytt námsefni sem höfðar til barna á mismunandi hátt,“ segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri menntamálastofnunar. „Það eru öll lönd að falla. Áhyggjuefnið er hins vegar að Ísland er að falla meira en önnur lönd og við því þurfum við að bregðast,“ segir Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Hér að neðan er hægt að sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um niðurstöður PISA könnunarinnar. Að innslaginu loknu er viðtal Telmu Tómasson fréttaþular við Eirík Rögnvaldsson prófessor emerítus þar sem hann rýnir í stöðu mála. Hann segir PISA-skýrsluna kolsvarta. Þorvar Hafsteinsson, formaður Heimilis og skóla, segir foreldra mega gera betur og taka meiri þátt. „Hvatningin. Tala vel um skólann að skólinn sé góður vinnustaður og góður staður fyrir börn og bara gefa sig almennt að þessu.“ Ekki allir foreldrar eiga þess kost að hjálpa. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í PISA en önnur. Áhrif þess hefur aukist verulega á milli kannanna. Þorvar segir gríðarlega mikilvægt að sporna gegn þessari þróun. „Kerfið þarf bara að taka utan um þessi börn og hjálpa til. Við sjáum þetta sama í æskulýðsstarfinu. Þessir krakkar frá þessum heimilum geta ekki verið að nýta sér æskulýðs- og íþróttastarfið með sama hætti. Þau verða svolítið út undan og sitja ein uppi með vandamálin.“ „Þetta er ein af bakgrunnsbreytunum sem við munum rýna á næstunni betur og velta fyrir okkur hvar við getum stigið inn með aðgerðir gagnvart þessu vegna þess að menntakerfið á að vera jöfnunartækifæri og það hefur verið grunnur þess að einstaklingar geta flust á milli tekjutíunda og á milli þjóðfélagshópa,“ segir Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar PISA-könnun Tengdar fréttir Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42 Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. 5. desember 2023 10:22 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Hin alþjóðlega PISA könnun á vegum OECD sýnir að lesskilningi íslenskra nemenda hrakar allverulega. Sextíu prósent íslenskra nemenda búa yfir grunnhæfni í lesskilningi. Hlutfallið nemur sjötíu og fjögur prósentum bæði á Norðurlöndunum og í hinum OECD ríkjunum. Á Íslandi er talsverður kynjamunur en stúlkurnar standa mun betur að vígi en drengir. Sextíu og átta prósent stúlkna hafa grunnfærni í lesskilningi á móti fimmtíu og þremur prósentum drengja. Menntamálayfirvöld rýna nú gögnin til að leita leiða til úrbóta en frammistaða íslenskra barna í lesskilningi, stærðfræðilæsi og náttúruvísindalæsi er undir meðaltali OECD. „Við búum á mjög litlu málsvæði og það eru mjög mikil áhrif af enskri tungu þannig að við myndum vilja gefa aðeins meira í með fjölbreytt námsefni sem höfðar til barna á mismunandi hátt,“ segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri menntamálastofnunar. „Það eru öll lönd að falla. Áhyggjuefnið er hins vegar að Ísland er að falla meira en önnur lönd og við því þurfum við að bregðast,“ segir Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Hér að neðan er hægt að sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um niðurstöður PISA könnunarinnar. Að innslaginu loknu er viðtal Telmu Tómasson fréttaþular við Eirík Rögnvaldsson prófessor emerítus þar sem hann rýnir í stöðu mála. Hann segir PISA-skýrsluna kolsvarta. Þorvar Hafsteinsson, formaður Heimilis og skóla, segir foreldra mega gera betur og taka meiri þátt. „Hvatningin. Tala vel um skólann að skólinn sé góður vinnustaður og góður staður fyrir börn og bara gefa sig almennt að þessu.“ Ekki allir foreldrar eiga þess kost að hjálpa. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í PISA en önnur. Áhrif þess hefur aukist verulega á milli kannanna. Þorvar segir gríðarlega mikilvægt að sporna gegn þessari þróun. „Kerfið þarf bara að taka utan um þessi börn og hjálpa til. Við sjáum þetta sama í æskulýðsstarfinu. Þessir krakkar frá þessum heimilum geta ekki verið að nýta sér æskulýðs- og íþróttastarfið með sama hætti. Þau verða svolítið út undan og sitja ein uppi með vandamálin.“ „Þetta er ein af bakgrunnsbreytunum sem við munum rýna á næstunni betur og velta fyrir okkur hvar við getum stigið inn með aðgerðir gagnvart þessu vegna þess að menntakerfið á að vera jöfnunartækifæri og það hefur verið grunnur þess að einstaklingar geta flust á milli tekjutíunda og á milli þjóðfélagshópa,“ segir Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar PISA-könnun Tengdar fréttir Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42 Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. 5. desember 2023 10:22 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42
Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. 5. desember 2023 10:22