Landsbankafólk fær væna viðbótargreiðslu í desember Árni Sæberg skrifar 5. desember 2023 16:12 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Einar Allir starfsmenn Landsbankans, sem starfa í nóvember og desember, fá 200 þúsund krónur greiddar til viðbótar við kjarasamningsbundna desemberuppbót. Sambærileg ákvörðun hefur ekki verið tekin af hinum stóru viðskiptabönkunum tveimur. Í svari Landsbankans við fyrirspurn Vísis segir að greitt sé miðað við fullt ársstarf en hlutfallslega lægri fjárhæð til þeirra sem hafa styttri starfstíma og/eða skert starfshlutfall. Greiðslan, sem verði framvegis greidd einu sinni á ári, sé föst krónutala sem innifeli orlof og taki ekki kjarasamningsbundinni hækkun. „Með þessari greiðslu erum við að hluta til að koma til móts við sjónarmið um að bæta þurfi kjörin til að þau uppfylli betur það sem kemur fram í starfskjarastefnu bankans um að kjörin eigi að vera samkeppnishæf en hófleg og ekki leiðandi.“ Hinir bankarnir ekki tekið álíka ákvörðun Í svari Íslandsbanka við fyrirspurn um hvort sambærileg ákvörðun hafi verið tekið segir að kjarasamningsbundin desemberuppbót hafi þegar verið greidd út. Engin ákvörðun liggi fyrir um viðbótargreiðslu. Í svari Arion banka segir að engin ákvörðun um sambærilega viðbótargreiðslu hafi verið tekin. Í bankanum hefur svokallað kaupaukakerfi verið við lýði í þónokkur ár. Í starfskjarastefnu bankans segir að heimilt sé að greiða starfsmönnum og stjórnendum kaupauka á grundvelli sérstaks kaupaukakerfis sem stjórn samþykkir að fengnu áliti starfskjaranefndar og áhættunefndar stjórnar. Með kaupauka sé átt við starfskjör starfsmanna bankans sem að jafnaði eru skilgreind með tilliti til árangurs og eru ekki þáttur í föstum starfskjörum starfsmanns, þar sem endaleg fjárhæð eða umfang þeirra liggur ekki fyrir með nákvæmum hætti fyrir fram. Um sé að ræða heimild til greiðslu kaupauka en ekki skyldu. Íslenskir bankar Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Kjaramál Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira
Í svari Landsbankans við fyrirspurn Vísis segir að greitt sé miðað við fullt ársstarf en hlutfallslega lægri fjárhæð til þeirra sem hafa styttri starfstíma og/eða skert starfshlutfall. Greiðslan, sem verði framvegis greidd einu sinni á ári, sé föst krónutala sem innifeli orlof og taki ekki kjarasamningsbundinni hækkun. „Með þessari greiðslu erum við að hluta til að koma til móts við sjónarmið um að bæta þurfi kjörin til að þau uppfylli betur það sem kemur fram í starfskjarastefnu bankans um að kjörin eigi að vera samkeppnishæf en hófleg og ekki leiðandi.“ Hinir bankarnir ekki tekið álíka ákvörðun Í svari Íslandsbanka við fyrirspurn um hvort sambærileg ákvörðun hafi verið tekið segir að kjarasamningsbundin desemberuppbót hafi þegar verið greidd út. Engin ákvörðun liggi fyrir um viðbótargreiðslu. Í svari Arion banka segir að engin ákvörðun um sambærilega viðbótargreiðslu hafi verið tekin. Í bankanum hefur svokallað kaupaukakerfi verið við lýði í þónokkur ár. Í starfskjarastefnu bankans segir að heimilt sé að greiða starfsmönnum og stjórnendum kaupauka á grundvelli sérstaks kaupaukakerfis sem stjórn samþykkir að fengnu áliti starfskjaranefndar og áhættunefndar stjórnar. Með kaupauka sé átt við starfskjör starfsmanna bankans sem að jafnaði eru skilgreind með tilliti til árangurs og eru ekki þáttur í föstum starfskjörum starfsmanns, þar sem endaleg fjárhæð eða umfang þeirra liggur ekki fyrir með nákvæmum hætti fyrir fram. Um sé að ræða heimild til greiðslu kaupauka en ekki skyldu.
Íslenskir bankar Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Kjaramál Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira