Uppnám vegna Gyrðis sem aldrei ætlar að sækja um aftur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. desember 2023 22:08 Gyrðir Elíasson rithöfundur og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson útgefandi hans. Nökkvi Elíasson Athygli vakti í dag þegar í ljós kom að Gyrðir Elíasson rithöfundur hlyti ekki styrk úr launasjóði rithöfunda að þessu sinni. Útgefandi Gyrðis segir hann ekki ætla að sækja um listamannalaun að nýju. Hann segist skynja að stuðningur við höfunda á miðjum aldri fari minnkandi í tengslum við launasjóðinn. Tilkynnt var í dag hverjir fengju listamannalaun árið 2024. Úr launasjóði rithöfunda deildust 555 mánuðir á 68 rithöfunda. Furðu vakti meðal margra að nafn Gyrðis Elíassonar rithöfundar var ekki á listanum yfir þá rithöfunda. Meðal þeirra sem hafa haft orð á málinu eru Einar Kárason rithöfundur, Halldór Guðmundsson fyrrverandi útgefandi Gyrðis, Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur, Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur, Bubbi Morthens tónlistarmaður og Egill Helgason umsjónarmaður Kiljunnar. Facebook-færslu Bubba má sjá hér að neðan. „Gyrðir Elíasson, afbragðshöfundur til áratuga á bundið mál sem laust, fær ekki krónu úr launasjóði rithöfunda. Það má vera vel settur sjóður sem telur sig hafa efni á að neita honum. Mér finnst það ósköp einfaldlega til skammar,“ skrifar Halldór Guðmundsson í Facebook færslu. Undir færsluna skrifar Elísabet Jökulsdóttir: „Hneyksli, einfaldlega. Gyrðir er fremstur meðal jafningja af íslenskum rithöfundum og bjargaði minni sögu sem er að verða til með sínum nýju ljóðabókum. Gyrðir er goðsagnavera sem kemur út úr þokunni.“ „Ha??? Hvað er í gangi?“ skrifar Bergþóra Snæbjörnsdóttir. „Með algjörum ólíkindum. Velti fyrir mér hvort hafi gripið um sig ólæsi - fólk í nefndum sjái ekki hvílík afburða bókmenntaverk ljóðin hans Gyrðis eru,“ skrifar Egill Helgason. Einar Kárason var á svipuðu máli. Gyrðir vildi sjálfur ekki tjá sig um málið við fréttastofu en vísaði á útgefanda sinn, Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Aðalsteinn staðfestir í samtali við fréttastofu að Gyrðir hafi sótt um listamannalaunin. Aðspurður hvort hann hafi hugmynd um hvers vegna Gyrðir hefði ekki hlotið styrk neitar Aðalsteinn. „Það er erfitt að ímynda sér það.“ Sem útgefandi Gyrðis segist Aðalsteinn hafa hvatt hann til þess að sækja um. En Gyrðir hlaut styrk úr sjóðnum árin 2020, 2021 og 2022. Ýmist sex, níu eða tólf mánuði. „Vegna veikinda sótti hann ekki um síðastliðið ár. Og það er oft átak fyrir fólk að sækja um, þetta er svolítið ferli, þannig að ég hvatti hann eindregið til þess að sækja um,“ segir Aðalsteinn. Stuðningur við höfunda á miðjum aldri minni „Mér fannst ólíklegt annað en að hann gengi að því vísu að hann fengi starfslaun. Hann er á blússandi ferð sem höfundur,“ segir Aðalsteinn. Þá segist Aðalsteinn á síðastliðnum árum hafa fundið fyrir því að áhugi á að styðja við bakið á höfundum sem komnir eru yfir miðjan aldur fari minnkandi. Þorri Íslenskra höfunda hafi þurft á slíkum stuðning að halda og þar sé Gyrðir engin undantekning. „Mér hefur fundist vera tilhneiging til þess að vera ekkert að hlaða undir höfunda sem eru komnir yfir miðjan aldur,“ segir Aðalsteinn. Hann segir að í höfundastétt megi auðvitað búast við höfnun af þessu tagi en erfiðara sé að taka henni þegar menn eru komnir á þann aldur og þann stað sem Gyrðir er á. „Það er kannski svolítið skrítið núna þegar hann er jafnvel að nálgast hátindinn á sínum ferli. Margir álíta það,“ segir Aðalsteinn. „Þannig að þetta hjálpar honum ekki til að lifa af en hann mun gera það. Það þarf bara að finna ráð til þess.“ Ætlar ekki að sækja aftur um Gyrðir hlaut ekki tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár. Egill Helgason hafði orð á því á Facebook á dögunum að hann væri furðu lostinn yfir því að Gyrðir hefði ekki verið tilnefndur. „Mér hefur fundist það að ljóð hafi verið sniðgengin mjög lengi í þeim verðlaunum og að aðrar tegundir en skáldsögur hafa hreinlega átt mjög erfitt uppdráttar innan þessa verðlaunageira,“ segir Aðalsteinn um bókmenntaverðlaunin. Aðalsteinn segir Gyrði ekki ætla að sækja um listamannalaun aftur á næsta ári. „Ég held að þetta hafi verið í síðasta skiptið. Ég sé enga ástæðu til þess að sækja um fyrir hann aftur.“ Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Tilkynnt var í dag hverjir fengju listamannalaun árið 2024. Úr launasjóði rithöfunda deildust 555 mánuðir á 68 rithöfunda. Furðu vakti meðal margra að nafn Gyrðis Elíassonar rithöfundar var ekki á listanum yfir þá rithöfunda. Meðal þeirra sem hafa haft orð á málinu eru Einar Kárason rithöfundur, Halldór Guðmundsson fyrrverandi útgefandi Gyrðis, Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur, Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur, Bubbi Morthens tónlistarmaður og Egill Helgason umsjónarmaður Kiljunnar. Facebook-færslu Bubba má sjá hér að neðan. „Gyrðir Elíasson, afbragðshöfundur til áratuga á bundið mál sem laust, fær ekki krónu úr launasjóði rithöfunda. Það má vera vel settur sjóður sem telur sig hafa efni á að neita honum. Mér finnst það ósköp einfaldlega til skammar,“ skrifar Halldór Guðmundsson í Facebook færslu. Undir færsluna skrifar Elísabet Jökulsdóttir: „Hneyksli, einfaldlega. Gyrðir er fremstur meðal jafningja af íslenskum rithöfundum og bjargaði minni sögu sem er að verða til með sínum nýju ljóðabókum. Gyrðir er goðsagnavera sem kemur út úr þokunni.“ „Ha??? Hvað er í gangi?“ skrifar Bergþóra Snæbjörnsdóttir. „Með algjörum ólíkindum. Velti fyrir mér hvort hafi gripið um sig ólæsi - fólk í nefndum sjái ekki hvílík afburða bókmenntaverk ljóðin hans Gyrðis eru,“ skrifar Egill Helgason. Einar Kárason var á svipuðu máli. Gyrðir vildi sjálfur ekki tjá sig um málið við fréttastofu en vísaði á útgefanda sinn, Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Aðalsteinn staðfestir í samtali við fréttastofu að Gyrðir hafi sótt um listamannalaunin. Aðspurður hvort hann hafi hugmynd um hvers vegna Gyrðir hefði ekki hlotið styrk neitar Aðalsteinn. „Það er erfitt að ímynda sér það.“ Sem útgefandi Gyrðis segist Aðalsteinn hafa hvatt hann til þess að sækja um. En Gyrðir hlaut styrk úr sjóðnum árin 2020, 2021 og 2022. Ýmist sex, níu eða tólf mánuði. „Vegna veikinda sótti hann ekki um síðastliðið ár. Og það er oft átak fyrir fólk að sækja um, þetta er svolítið ferli, þannig að ég hvatti hann eindregið til þess að sækja um,“ segir Aðalsteinn. Stuðningur við höfunda á miðjum aldri minni „Mér fannst ólíklegt annað en að hann gengi að því vísu að hann fengi starfslaun. Hann er á blússandi ferð sem höfundur,“ segir Aðalsteinn. Þá segist Aðalsteinn á síðastliðnum árum hafa fundið fyrir því að áhugi á að styðja við bakið á höfundum sem komnir eru yfir miðjan aldur fari minnkandi. Þorri Íslenskra höfunda hafi þurft á slíkum stuðning að halda og þar sé Gyrðir engin undantekning. „Mér hefur fundist vera tilhneiging til þess að vera ekkert að hlaða undir höfunda sem eru komnir yfir miðjan aldur,“ segir Aðalsteinn. Hann segir að í höfundastétt megi auðvitað búast við höfnun af þessu tagi en erfiðara sé að taka henni þegar menn eru komnir á þann aldur og þann stað sem Gyrðir er á. „Það er kannski svolítið skrítið núna þegar hann er jafnvel að nálgast hátindinn á sínum ferli. Margir álíta það,“ segir Aðalsteinn. „Þannig að þetta hjálpar honum ekki til að lifa af en hann mun gera það. Það þarf bara að finna ráð til þess.“ Ætlar ekki að sækja aftur um Gyrðir hlaut ekki tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár. Egill Helgason hafði orð á því á Facebook á dögunum að hann væri furðu lostinn yfir því að Gyrðir hefði ekki verið tilnefndur. „Mér hefur fundist það að ljóð hafi verið sniðgengin mjög lengi í þeim verðlaunum og að aðrar tegundir en skáldsögur hafa hreinlega átt mjög erfitt uppdráttar innan þessa verðlaunageira,“ segir Aðalsteinn um bókmenntaverðlaunin. Aðalsteinn segir Gyrði ekki ætla að sækja um listamannalaun aftur á næsta ári. „Ég held að þetta hafi verið í síðasta skiptið. Ég sé enga ástæðu til þess að sækja um fyrir hann aftur.“
Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira