Afmælisdagatöl úr parketi slá í gegn í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. desember 2023 20:30 Hafsteinn Thor, sem hefur meira en nóg að gera við að framleiða afmælisdagatölin sín úr parketi enda vinsæl jólagjöf. Magnús Hlynur Hreiðarsson Listamaður í Hveragerði situr sveittur við alla daga langt fram á nótt við að útbúa afmælisdagatöl úr parketi en hann segir vinsældir dagatalanna vera að slá öll met núna í desember. Hann breytir líka gömlum vínylplötum í listaverk. Hér erum við að tala um listamanninn Hafstein Thor hjá Laufskógar Handverk, sem er með vinnuaðstöðuna heima hjá sér þar sem hann situr við alla daga og fram á nótt þessa dagana við að útbúa afmælisdagatal með hjörtum. „Þá gerir maður svona spjald og hjörtu með nöfnum og dagsetningum og hengir svo á og þá blasir þetta svona fallega við á veggjum heimilanna,“ segir Hafsteinn þegar hann var beðin um að lýsa dagatalinu. Úr hverju vinnu þú þetta? „Heyrðu, ég var að vinna þetta úr krossvið lengi vel en svo ákváðu þeir að hækka verðið á krossvið svo svakalega að ég ákvað að kaupa parket þannig að ég er að vinna þetta úr parketi í dag. Það kemur svona svakalega vel út og er fallegt efni.“ Hafsteinn brennir nöfn afmælisbarna á hjörtun og svo er þeim raðað samviskusamlega á parketplötuna eftir því hvenær viðkomandi á afmæli. Svo þegar nýr einstaklingur kemur í fjölskylduna þá útbýr Hafsteinn nýtt hjarta. Afmælisdagatal, sem Hafsteinn var að klára og mun fara undir jólatréð á aðfangadagskvöld hjá einhverjum heppnum, sem fær það í jólagjöf.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Hafsteinn gerir önnur fjölbreytt verkefni, hann hefur til dæmis mjög gaman af því að breyta gömlum vínylplötum í listaverk. „Já, það hefur verið að koma skemmtilega út en ég hef verið að búa til veggljós úr vínylplötum.“ Og svo útbýr Hafsteinn jólaóróa með il barnsins í raunstærð. „Það er svolítið fallegt að geta tekið fótspor og smellt því á jólaóróa,“ segir Hafsteinn. Hér er síða Laufskógar handverk Hveragerði Jól Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Sjá meira
Hér erum við að tala um listamanninn Hafstein Thor hjá Laufskógar Handverk, sem er með vinnuaðstöðuna heima hjá sér þar sem hann situr við alla daga og fram á nótt þessa dagana við að útbúa afmælisdagatal með hjörtum. „Þá gerir maður svona spjald og hjörtu með nöfnum og dagsetningum og hengir svo á og þá blasir þetta svona fallega við á veggjum heimilanna,“ segir Hafsteinn þegar hann var beðin um að lýsa dagatalinu. Úr hverju vinnu þú þetta? „Heyrðu, ég var að vinna þetta úr krossvið lengi vel en svo ákváðu þeir að hækka verðið á krossvið svo svakalega að ég ákvað að kaupa parket þannig að ég er að vinna þetta úr parketi í dag. Það kemur svona svakalega vel út og er fallegt efni.“ Hafsteinn brennir nöfn afmælisbarna á hjörtun og svo er þeim raðað samviskusamlega á parketplötuna eftir því hvenær viðkomandi á afmæli. Svo þegar nýr einstaklingur kemur í fjölskylduna þá útbýr Hafsteinn nýtt hjarta. Afmælisdagatal, sem Hafsteinn var að klára og mun fara undir jólatréð á aðfangadagskvöld hjá einhverjum heppnum, sem fær það í jólagjöf.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Hafsteinn gerir önnur fjölbreytt verkefni, hann hefur til dæmis mjög gaman af því að breyta gömlum vínylplötum í listaverk. „Já, það hefur verið að koma skemmtilega út en ég hef verið að búa til veggljós úr vínylplötum.“ Og svo útbýr Hafsteinn jólaóróa með il barnsins í raunstærð. „Það er svolítið fallegt að geta tekið fótspor og smellt því á jólaóróa,“ segir Hafsteinn. Hér er síða Laufskógar handverk
Hveragerði Jól Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Sjá meira