Þrjátíu stig í röð og þreföld tvenna dugðu ekki til Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. desember 2023 10:16 Oklahoma City Thunder hafði betur gegn Dallas Mavericks í ótrúlegum leik í nótt. Richard Rodriguez/Getty Images Luka Doncic og félagar hans í Dallas Mavericks þurftu að sætta sig við sex stiga tap er liðið tók á móti Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur 120-126, þrátt fyrir að heimamenn hafi á einum tímapunkti skorað þrjátíu stig í röð. Gestirnir frá Oklahoma höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins og leiddu með sex stigum að loknum fyrsta leikhluta. Liðið hélt uppteknum hætti í öðrum leikhluta og fór með 16 stiga forskot inn í hálfleikinn í stöðunni 56-72. Áfram héldu gestirnir að auka forskot sitt að hálfleikshléinu loknu og var munurinn orðinn 23 stig þegar komið var að lokaleikhlutanum. Þá vöknuðu heimamenn þó heldur betur til lífsins og á rétt tæplega sjö mínútna kafla í fjórða leikhluta skoruðu liðsmenn Dallas Mavericks þrjátíu stig gegn engu stigi gestanna. Liðið breytti stöðunni úr 87-111 í 117-111 og virtust ætla að stela sigrinum. The Mavs just went on a 30-0 run to take the lead in Dallas 😱Thunder-Mavericks | Live on the NBA App📲: https://t.co/yLKLHQXVnp pic.twitter.com/WgcAKmEaW9— NBA (@NBA) December 3, 2023 Heimamenn leiddu með tveimur stigum þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka, en gestirnir frá Oklahoma skoruðu seinustu átta stig leiksins og unnu að lokum óþarflega nauman sex stiga sigur, 120-126. Jalen Williams var stigahæsti maður gestanna með 23 stig, en hann tók einnig fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Luka Doncic verður seint sakaður um slaka frammistöðu í liði Dallas Mavericks, en hann skilaði þrefaldri tvennu. Doncic skoraði 36 stig, gaf 18 stoðsendingar og tók 15 fráköst. Jalen Williams and the @okcthunder outlast the Mavs in Dallas!Shai Gilgeous-Alexander: 17 PTS, 9 AST pic.twitter.com/ViYkHJbrWS— NBA (@NBA) December 3, 2023 Úrslit næturinnar Golden State Warriors 112-113 Los Angeles Clippers Minnesota Timberwolves 123-117 Charlotte Hornets Cleveland Cavaliers 110-101 Detroit Pistons Orlando Magic 101-129 Brooklyn Nets Atlanta Hawks 121-132 Milwaukee Bucks New Orleans Pelicans 118-124 Chicago Bulls Indiana Pacers 144-129 Miami Heat Memphis Grizzlies 109-116 Phoenix Suns Oklahona City Thunder 126-120 Dallas Mavericks Portland Trailblazers 113-118 Utah Jazz Denver Nuggets 117-123 Sacramento Kings Houston Rockets 97-107 Los Angeles Lakers NBA Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
Gestirnir frá Oklahoma höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins og leiddu með sex stigum að loknum fyrsta leikhluta. Liðið hélt uppteknum hætti í öðrum leikhluta og fór með 16 stiga forskot inn í hálfleikinn í stöðunni 56-72. Áfram héldu gestirnir að auka forskot sitt að hálfleikshléinu loknu og var munurinn orðinn 23 stig þegar komið var að lokaleikhlutanum. Þá vöknuðu heimamenn þó heldur betur til lífsins og á rétt tæplega sjö mínútna kafla í fjórða leikhluta skoruðu liðsmenn Dallas Mavericks þrjátíu stig gegn engu stigi gestanna. Liðið breytti stöðunni úr 87-111 í 117-111 og virtust ætla að stela sigrinum. The Mavs just went on a 30-0 run to take the lead in Dallas 😱Thunder-Mavericks | Live on the NBA App📲: https://t.co/yLKLHQXVnp pic.twitter.com/WgcAKmEaW9— NBA (@NBA) December 3, 2023 Heimamenn leiddu með tveimur stigum þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka, en gestirnir frá Oklahoma skoruðu seinustu átta stig leiksins og unnu að lokum óþarflega nauman sex stiga sigur, 120-126. Jalen Williams var stigahæsti maður gestanna með 23 stig, en hann tók einnig fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Luka Doncic verður seint sakaður um slaka frammistöðu í liði Dallas Mavericks, en hann skilaði þrefaldri tvennu. Doncic skoraði 36 stig, gaf 18 stoðsendingar og tók 15 fráköst. Jalen Williams and the @okcthunder outlast the Mavs in Dallas!Shai Gilgeous-Alexander: 17 PTS, 9 AST pic.twitter.com/ViYkHJbrWS— NBA (@NBA) December 3, 2023 Úrslit næturinnar Golden State Warriors 112-113 Los Angeles Clippers Minnesota Timberwolves 123-117 Charlotte Hornets Cleveland Cavaliers 110-101 Detroit Pistons Orlando Magic 101-129 Brooklyn Nets Atlanta Hawks 121-132 Milwaukee Bucks New Orleans Pelicans 118-124 Chicago Bulls Indiana Pacers 144-129 Miami Heat Memphis Grizzlies 109-116 Phoenix Suns Oklahona City Thunder 126-120 Dallas Mavericks Portland Trailblazers 113-118 Utah Jazz Denver Nuggets 117-123 Sacramento Kings Houston Rockets 97-107 Los Angeles Lakers
Golden State Warriors 112-113 Los Angeles Clippers Minnesota Timberwolves 123-117 Charlotte Hornets Cleveland Cavaliers 110-101 Detroit Pistons Orlando Magic 101-129 Brooklyn Nets Atlanta Hawks 121-132 Milwaukee Bucks New Orleans Pelicans 118-124 Chicago Bulls Indiana Pacers 144-129 Miami Heat Memphis Grizzlies 109-116 Phoenix Suns Oklahona City Thunder 126-120 Dallas Mavericks Portland Trailblazers 113-118 Utah Jazz Denver Nuggets 117-123 Sacramento Kings Houston Rockets 97-107 Los Angeles Lakers
NBA Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira