Alþjóðasamtök ljúga að Palestínumönnum Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 1. desember 2023 13:01 Undanfarnar sjö vikur hafa fjölmiðlar haldið úti stöðugum fréttaflutningi um stríðsástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Margir velta réttilega fyrir sér hvers vegna engin langtímalausn hafi fundist á þessari leiðu deilu og sitt sýnist hverjum um hver beri höfuðsökina. Í þessum pistli mun ég færa rök fyrir því að sú sekt skrifist á alþjóðastofnanir, sérstaklega undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna, ekki síst UNRWA. Staðreyndin er sú að þessi samtök hafa áratugum saman matað Palestínumenn af lygum. Þessar lygar eru til þess fallnar að viðhalda deilu Palestínumanna og Ísraela um ókomna tíð. Það er sérstakt áhyggjuefni að margar af eftirfarandi lygum eru nánast orðnar að heilögum kennisetningum í hugum fulltrúa Palestínumanna: 1) Að skiptingartillagan sem var dregin upp af Sameinuðu þjóðunum árið 1947 hafi falið í sér löggild landamæri. 2) Að vopnahléslínur frá 1949 milli Ísraels, Egyptalands og Jórdaníu væru löggild landamæri. 3) Að Ísrael bæri lagaleg skylda til að bjóða alla afkomendur palestínskra flóttamanna velkomna sem ríkisborgara. Allar þessar margtuggnu staðhæfingar eru rangar. En að hvaða leyti? 1) Skiptingartillaga Sameinuðu þjóðanna var einungis ráðgefandi og auk þess var henni hafnað af fulltrúum Palestínumanna. 2) Vopnahléslínurnar milli Ísraels, Egyptalands og Jórdaníu voru aldrei löggild landamæri. Vopnahléssamningarnir kváðu á um að þessar línur gætu einungis haft tímabundið gildi (Sjá grein V.2 hér og grein VI.9 hér). 3) Ísrael ber engin skylda til að veita milljónum afkomenda Palestínumanna sem hafa fæðst á erlendri grundu ríkisborgararétt (sjá bls. 191 í þessari bók). Að lokum má nefna að þær ályktanir Sameinuðu þjóðanna sem eru sagðar renna stoðum undir ríki Palestínumanna fela eingöngu í sér pólitískar yfirlýsingar, ekki gild alþjóðalög (Sjá grein 3 hér). Í ljósi alls þessa er í hæsta máta fyrirlitlegt af UNRWA, Amnesty og öðrum alþjóðlegum hjálparsamtökum að gefa Palestínumönnum falskar vonir um sjálfstætt ríki og draga upp ranga mynd af alþjóðalögum. Alþjóðalög eru skýr. Þau „viðurkenna ekki almennan rétt hópa fólks til að einhliða lýsa yfir aðskilnaði frá ríki“ (Sjá grein 6 hér). Afstaða UNRWA, Amnesty og annarra slíkra samtaka gagnvart öðrum þjóðabrotum er einnig eftirtektarverð í þessu samhengi. Ekki ljúga þessi samtök að Böskum á Spáni að þeir geti eignast þjóðríki. Ekki ljúga þau heldur að Tamílum á Srí Lanka. Eða Tíbetum og Úígúrum í Kína. Eða Berbum, Koptum, Kúrdum og Rohingjum. En hvers vegna ljúga þau þá að Palestínumönnum að þeir eigi sjálfgefinn rétt til þjóðríkis? Þar sem Spánn, Srí Lanka, Kína og önnur ríki liggja ekki undir sama þrýstingi að veita minnihlutaþjóðum sjálfstæði er eina rökrétta ályktunin að það sé eitthvað sérstakt við Ísrael sem skýrir þennan afstöðumun. Það skyldi þó ekki vera vegna þess að meirihluti íbúa Ísraels eru Gyðingar? Hvernig sem því líður, hafa ofangreind alþjóðasamtök beitt öllum brögðum til að knésetja Ísrael, jafnvel með því að fara rangt með alþjóðalög. Ítrekaðar ásakanir þessara samtaka á hendur Ísraels um að brjóta alþjóðalög koma því úr hörðustu átt. Myndu Palestínumenn leggja niður vopn sín ef UNRWA og félagar létu af þessari orðræðu? Það er ólíklegt, en án skýjaborganna um sjálfstætt ríki myndu vafalaust færri Palestínumenn finna sig knúna til að stunda hryðjuverkahernað gegn Ísraelsríki. Þeir myndu í staðinn leita leiða sem fælu í sér málamiðlanir og gerðu ekki kröfu um að Ísrael myndi bókstaflega láta af hendi allt sitt landsvæði „frá ánni að sjónum“. Þessum pistli fylgir því áskorun til alþjóðastofnanna – UNRWA, Amnesty og annarra – um að hætta að ljúga að Palestínumönnum. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Undanfarnar sjö vikur hafa fjölmiðlar haldið úti stöðugum fréttaflutningi um stríðsástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Margir velta réttilega fyrir sér hvers vegna engin langtímalausn hafi fundist á þessari leiðu deilu og sitt sýnist hverjum um hver beri höfuðsökina. Í þessum pistli mun ég færa rök fyrir því að sú sekt skrifist á alþjóðastofnanir, sérstaklega undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna, ekki síst UNRWA. Staðreyndin er sú að þessi samtök hafa áratugum saman matað Palestínumenn af lygum. Þessar lygar eru til þess fallnar að viðhalda deilu Palestínumanna og Ísraela um ókomna tíð. Það er sérstakt áhyggjuefni að margar af eftirfarandi lygum eru nánast orðnar að heilögum kennisetningum í hugum fulltrúa Palestínumanna: 1) Að skiptingartillagan sem var dregin upp af Sameinuðu þjóðunum árið 1947 hafi falið í sér löggild landamæri. 2) Að vopnahléslínur frá 1949 milli Ísraels, Egyptalands og Jórdaníu væru löggild landamæri. 3) Að Ísrael bæri lagaleg skylda til að bjóða alla afkomendur palestínskra flóttamanna velkomna sem ríkisborgara. Allar þessar margtuggnu staðhæfingar eru rangar. En að hvaða leyti? 1) Skiptingartillaga Sameinuðu þjóðanna var einungis ráðgefandi og auk þess var henni hafnað af fulltrúum Palestínumanna. 2) Vopnahléslínurnar milli Ísraels, Egyptalands og Jórdaníu voru aldrei löggild landamæri. Vopnahléssamningarnir kváðu á um að þessar línur gætu einungis haft tímabundið gildi (Sjá grein V.2 hér og grein VI.9 hér). 3) Ísrael ber engin skylda til að veita milljónum afkomenda Palestínumanna sem hafa fæðst á erlendri grundu ríkisborgararétt (sjá bls. 191 í þessari bók). Að lokum má nefna að þær ályktanir Sameinuðu þjóðanna sem eru sagðar renna stoðum undir ríki Palestínumanna fela eingöngu í sér pólitískar yfirlýsingar, ekki gild alþjóðalög (Sjá grein 3 hér). Í ljósi alls þessa er í hæsta máta fyrirlitlegt af UNRWA, Amnesty og öðrum alþjóðlegum hjálparsamtökum að gefa Palestínumönnum falskar vonir um sjálfstætt ríki og draga upp ranga mynd af alþjóðalögum. Alþjóðalög eru skýr. Þau „viðurkenna ekki almennan rétt hópa fólks til að einhliða lýsa yfir aðskilnaði frá ríki“ (Sjá grein 6 hér). Afstaða UNRWA, Amnesty og annarra slíkra samtaka gagnvart öðrum þjóðabrotum er einnig eftirtektarverð í þessu samhengi. Ekki ljúga þessi samtök að Böskum á Spáni að þeir geti eignast þjóðríki. Ekki ljúga þau heldur að Tamílum á Srí Lanka. Eða Tíbetum og Úígúrum í Kína. Eða Berbum, Koptum, Kúrdum og Rohingjum. En hvers vegna ljúga þau þá að Palestínumönnum að þeir eigi sjálfgefinn rétt til þjóðríkis? Þar sem Spánn, Srí Lanka, Kína og önnur ríki liggja ekki undir sama þrýstingi að veita minnihlutaþjóðum sjálfstæði er eina rökrétta ályktunin að það sé eitthvað sérstakt við Ísrael sem skýrir þennan afstöðumun. Það skyldi þó ekki vera vegna þess að meirihluti íbúa Ísraels eru Gyðingar? Hvernig sem því líður, hafa ofangreind alþjóðasamtök beitt öllum brögðum til að knésetja Ísrael, jafnvel með því að fara rangt með alþjóðalög. Ítrekaðar ásakanir þessara samtaka á hendur Ísraels um að brjóta alþjóðalög koma því úr hörðustu átt. Myndu Palestínumenn leggja niður vopn sín ef UNRWA og félagar létu af þessari orðræðu? Það er ólíklegt, en án skýjaborganna um sjálfstætt ríki myndu vafalaust færri Palestínumenn finna sig knúna til að stunda hryðjuverkahernað gegn Ísraelsríki. Þeir myndu í staðinn leita leiða sem fælu í sér málamiðlanir og gerðu ekki kröfu um að Ísrael myndi bókstaflega láta af hendi allt sitt landsvæði „frá ánni að sjónum“. Þessum pistli fylgir því áskorun til alþjóðastofnanna – UNRWA, Amnesty og annarra – um að hætta að ljúga að Palestínumönnum. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun