Rás 2 fyrst og fremst í 40 ár Matthías Már Magnússon skrifar 1. desember 2023 09:00 Ég hóf störf á Rás 2 vorið 2008, það var korter fyrir hrun og ég, ungur rugludallur með nefið upp í loftið af útvarpsstöðinni X-inu, áttaði mig engan veginn á því fyrr en eftir töluverðan tíma hversu miklu máli Rás 2 skiptir fólkið í landinu og hvaða gríðarlega menningar-, og hvað þá öryggishlutverki hún þjónar. Síðastliðin 40 ár hefur Rás 2 nefnilega fylgt þjóðinni í hverju skrefi og endurspeglað samtímann hverju sinni. Hvort sem það er að segja fréttir af fólki eða spila Bubba Morthens eða Skálmöld, Taylor Swift, K-pop og eða Kendrick. Sögulegir útgáfutónleikar Sigur Rósar á Ágætis byrjun eru varðveittir í safni RÚV, úrslitakvöld Músíktilrauna síðustu áratugi líka þar sem stjörnur samtímans sprungu fyrst út, svo ekki sé minnst á rúmlega 1.400 Rokklandsþætti sem setja tónlistarmenningu okkar í samhengi. Rás 2 er sú stöð sem þjóðin leitar til þegar þegar eitthvað bjátar á á. Öryggishlutverk Rásar 2 sýnir sig einna helst þegar við sem þjóð mætum áskorunum; þegar náttúruhamfarir, bankahrun og aðrir stórir þættir í sögu þjóðfélagsins ríða yfir kveikir fólk á Rás 2. Það mætti kalla Rás 2 sagnfræðing íslensku þjóðarinnar. Hún skrásetur samtímann eins og hann er hverju sinni fyrir komandi kynslóðir. Hvort sem það eru tónleikaupptökur, plötur vikunnar sem tónlistarfólkið okkar kynnir sjálft eða beinar útsendingar frá mótmælum, jarðhræringum, snjóflóðum eða hverju sem gerist á okkar litlu eyju. Það er okkar hlutverk, starfsfólks Rásar 2, að halda puttunum við púls þjóðarinnar, boða hana í viðtal, spila tónlistina, segja frá því sem er að gerast og reyna að setja það í eitthvert samhengi við söguna og samtímann. Nú kannski tala ég fyrir sjálfan mig en mér finnst það vera mitt helsta hlutverk í starfi mínu á Rás 2 að ná samtímanum hverju sinni óháð persónulegum skoðunum starfsfólksins. Þess vegna spilum við fjölbreytta tónlist og reynum að gefa fólki með ólíkar skoðanir rödd og leitast með því við að skrá söguna rétt fyrir komandi kynslóðir. Síðastliðin 40 ár hefur fjöldinn allur af hæfileikaríku dagskrárgerðarfólki komið við á Rásinni og gert hana að því sem hún er í dag. Það er nánast ómögulegt að nefna þau öll á nafn hér og nú en öll fá þau mínar bestu þakkir fyrir sitt góða framlag. Við eigum eflaust öll okkar minningar um hlustun á Rás 2. Sjálfur man ég vel eftir tjaldferðalagi á Snæfellsnesi, á björtu fallegu sumarkvöldi að hlusta á Guðna Má Henningsson á næturvaktinni. Þar ræddi hann við hlustendur af sinni einstöku manngæsku, fann enn eitt Rolling Stones-lagið til að spila fyrir hressa konu fyrir vestan. Guðni Már var alltaf næstbestur, eins og hann orðaði það sjálfur, en göldróttur útvarpsmaður var hann. Ég, eins og þjóðin, sakna hans þó að hann hafi spilað Orminn langa fulloft fyrir minn smekk. Kæru hlustendur Rásar 2 um allt land og allan heim, takk fyrir samfylgdina yfir árin 40. Við finnum vel að þið hlustið og ykkur er ekki sama um Rásina ykkar – þetta er jú ykkar eign og hún væri ekki í loftinu ef ekki væri fyrir ykkar hlustun. Það er ávallt okkar von að Rás 2 sé félaginn sem fylgir okkur í gegnum daginn og ekki bara það heldur í gegnum lífið. Hún er þjóðarsálin okkar. Höfundur er dagskrárstjóri Rásar 2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Ég hóf störf á Rás 2 vorið 2008, það var korter fyrir hrun og ég, ungur rugludallur með nefið upp í loftið af útvarpsstöðinni X-inu, áttaði mig engan veginn á því fyrr en eftir töluverðan tíma hversu miklu máli Rás 2 skiptir fólkið í landinu og hvaða gríðarlega menningar-, og hvað þá öryggishlutverki hún þjónar. Síðastliðin 40 ár hefur Rás 2 nefnilega fylgt þjóðinni í hverju skrefi og endurspeglað samtímann hverju sinni. Hvort sem það er að segja fréttir af fólki eða spila Bubba Morthens eða Skálmöld, Taylor Swift, K-pop og eða Kendrick. Sögulegir útgáfutónleikar Sigur Rósar á Ágætis byrjun eru varðveittir í safni RÚV, úrslitakvöld Músíktilrauna síðustu áratugi líka þar sem stjörnur samtímans sprungu fyrst út, svo ekki sé minnst á rúmlega 1.400 Rokklandsþætti sem setja tónlistarmenningu okkar í samhengi. Rás 2 er sú stöð sem þjóðin leitar til þegar þegar eitthvað bjátar á á. Öryggishlutverk Rásar 2 sýnir sig einna helst þegar við sem þjóð mætum áskorunum; þegar náttúruhamfarir, bankahrun og aðrir stórir þættir í sögu þjóðfélagsins ríða yfir kveikir fólk á Rás 2. Það mætti kalla Rás 2 sagnfræðing íslensku þjóðarinnar. Hún skrásetur samtímann eins og hann er hverju sinni fyrir komandi kynslóðir. Hvort sem það eru tónleikaupptökur, plötur vikunnar sem tónlistarfólkið okkar kynnir sjálft eða beinar útsendingar frá mótmælum, jarðhræringum, snjóflóðum eða hverju sem gerist á okkar litlu eyju. Það er okkar hlutverk, starfsfólks Rásar 2, að halda puttunum við púls þjóðarinnar, boða hana í viðtal, spila tónlistina, segja frá því sem er að gerast og reyna að setja það í eitthvert samhengi við söguna og samtímann. Nú kannski tala ég fyrir sjálfan mig en mér finnst það vera mitt helsta hlutverk í starfi mínu á Rás 2 að ná samtímanum hverju sinni óháð persónulegum skoðunum starfsfólksins. Þess vegna spilum við fjölbreytta tónlist og reynum að gefa fólki með ólíkar skoðanir rödd og leitast með því við að skrá söguna rétt fyrir komandi kynslóðir. Síðastliðin 40 ár hefur fjöldinn allur af hæfileikaríku dagskrárgerðarfólki komið við á Rásinni og gert hana að því sem hún er í dag. Það er nánast ómögulegt að nefna þau öll á nafn hér og nú en öll fá þau mínar bestu þakkir fyrir sitt góða framlag. Við eigum eflaust öll okkar minningar um hlustun á Rás 2. Sjálfur man ég vel eftir tjaldferðalagi á Snæfellsnesi, á björtu fallegu sumarkvöldi að hlusta á Guðna Má Henningsson á næturvaktinni. Þar ræddi hann við hlustendur af sinni einstöku manngæsku, fann enn eitt Rolling Stones-lagið til að spila fyrir hressa konu fyrir vestan. Guðni Már var alltaf næstbestur, eins og hann orðaði það sjálfur, en göldróttur útvarpsmaður var hann. Ég, eins og þjóðin, sakna hans þó að hann hafi spilað Orminn langa fulloft fyrir minn smekk. Kæru hlustendur Rásar 2 um allt land og allan heim, takk fyrir samfylgdina yfir árin 40. Við finnum vel að þið hlustið og ykkur er ekki sama um Rásina ykkar – þetta er jú ykkar eign og hún væri ekki í loftinu ef ekki væri fyrir ykkar hlustun. Það er ávallt okkar von að Rás 2 sé félaginn sem fylgir okkur í gegnum daginn og ekki bara það heldur í gegnum lífið. Hún er þjóðarsálin okkar. Höfundur er dagskrárstjóri Rásar 2.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun